„Börn og fullorðnir öskruðu af ótta, særð af sársauka“

Loft­árás­ir á Kænu­garð höfðu skelfi­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér.

„Börn og fullorðnir öskruðu af ótta, særð af sársauka“
Brak af spítalanum Viðbragðsaðilar hífa í burt brak úr tveggja hæða byggingu eiturefnafræðideildar spítalans.

Rússar skutu fjörutíu eldflaugum á borgir víðs vegar um Úkraínu á mánudag, þann 8. júlí. Staðfest hefur verið að að minnsta kosti 37 létust og 150 slösuðust í árásunum. 

Í höfuðborginni lét að minnsta kosti 31 lífið, þeirra á meðal fjögur börn. Árásin er sú alvarlegasta í rúma fjóra mánuði og ein sú mannskæðasta í stríðinu, en sjö af tíu hverfum borgarinnar urðu fyrir loftárás.

Á meðal skotmarka í Kænugarði má nefna fjölbýlishús sem féll saman með þeim afleiðingum að tólf létust undir rústunum. Á meðal hinna látinna voru þrjú börn á aldrinum átta til fjórtán ára. Alls slösuðust 25 til viðbótar þegar húsið hrundi. Á einkafæðingarhúsi létu níu lífið og átta slösuðust. Og á Okhmatdyt-barnaspítalanum létust tveir og minnst 300 slösuðust, þeirra á meðal börn. 

Gengið fráViðbragðsaðilar ganga frá búnaði eftir erfiðan dag.
Björgun barnaStarfsmenn sjúkrahússins aðstoða við björgunarstörf.
Fylgst meðÚkraínska blaðakonan Kristina Berdynskykh fylgist áhyggjufull …
Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Öllum þeim sem vilja "friðarviðræður" við Rússland má benda á að slíkar viðræður voru í gangi alveg frá byrjun innrásarinnar en snarlega hætt eftir Bucha-voðaverkin.
    Ekki skapa voðaverk rússa síðan þá (leikhús í Mariupol, rán úkrainskra barna til Rússlands, meðferð stríðsfanga o.fl.) traustið sem þarf til að semja.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár