Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Börn og fullorðnir öskruðu af ótta, særð af sársauka“

Loft­árás­ir á Kænu­garð höfðu skelfi­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér.

„Börn og fullorðnir öskruðu af ótta, særð af sársauka“
Brak af spítalanum Viðbragðsaðilar hífa í burt brak úr tveggja hæða byggingu eiturefnafræðideildar spítalans.

Rússar skutu fjörutíu eldflaugum á borgir víðs vegar um Úkraínu á mánudag, þann 8. júlí. Staðfest hefur verið að að minnsta kosti 37 létust og 150 slösuðust í árásunum. 

Í höfuðborginni lét að minnsta kosti 31 lífið, þeirra á meðal fjögur börn. Árásin er sú alvarlegasta í rúma fjóra mánuði og ein sú mannskæðasta í stríðinu, en sjö af tíu hverfum borgarinnar urðu fyrir loftárás.

Á meðal skotmarka í Kænugarði má nefna fjölbýlishús sem féll saman með þeim afleiðingum að tólf létust undir rústunum. Á meðal hinna látinna voru þrjú börn á aldrinum átta til fjórtán ára. Alls slösuðust 25 til viðbótar þegar húsið hrundi. Á einkafæðingarhúsi létu níu lífið og átta slösuðust. Og á Okhmatdyt-barnaspítalanum létust tveir og minnst 300 slösuðust, þeirra á meðal börn. 

Gengið fráViðbragðsaðilar ganga frá búnaði eftir erfiðan dag.
Björgun barnaStarfsmenn sjúkrahússins aðstoða við björgunarstörf.
Fylgst meðÚkraínska blaðakonan Kristina Berdynskykh fylgist áhyggjufull …
Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Öllum þeim sem vilja "friðarviðræður" við Rússland má benda á að slíkar viðræður voru í gangi alveg frá byrjun innrásarinnar en snarlega hætt eftir Bucha-voðaverkin.
    Ekki skapa voðaverk rússa síðan þá (leikhús í Mariupol, rán úkrainskra barna til Rússlands, meðferð stríðsfanga o.fl.) traustið sem þarf til að semja.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár