Rússar skutu fjörutíu eldflaugum á borgir víðs vegar um Úkraínu á mánudag, þann 8. júlí. Staðfest hefur verið að að minnsta kosti 37 létust og 150 slösuðust í árásunum.
Í höfuðborginni lét að minnsta kosti 31 lífið, þeirra á meðal fjögur börn. Árásin er sú alvarlegasta í rúma fjóra mánuði og ein sú mannskæðasta í stríðinu, en sjö af tíu hverfum borgarinnar urðu fyrir loftárás.
Á meðal skotmarka í Kænugarði má nefna fjölbýlishús sem féll saman með þeim afleiðingum að tólf létust undir rústunum. Á meðal hinna látinna voru þrjú börn á aldrinum átta til fjórtán ára. Alls slösuðust 25 til viðbótar þegar húsið hrundi. Á einkafæðingarhúsi létu níu lífið og átta slösuðust. Og á Okhmatdyt-barnaspítalanum létust tveir og minnst 300 slösuðust, þeirra á meðal börn.
![](https://heimildin.is/media/uploads/images/thumbs/tALw68zd9Kd9_730x8554_4RZFPAYD.jpg)
![](https://heimildin.is/media/uploads/images/thumbs/d7__BwXaQ_gq_730x7398_71b6kMSv.jpg)
![](https://heimildin.is/media/uploads/images/thumbs/SoAO8KOwlJ-b_730x7630_BEOdlH-D.jpg)
Ekki skapa voðaverk rússa síðan þá (leikhús í Mariupol, rán úkrainskra barna til Rússlands, meðferð stríðsfanga o.fl.) traustið sem þarf til að semja.