Mín skoðun er sú að íslenskt hagkerfi sé hannað af fjármagnseigendum fyrir fjármagnseigendur. Testósterón-hagkerfi,“ segir Ragnheiður.
„Við sem ekki höfum ástríðu fyrir peningum erum undirorpin testósterón-hagkerfinu. Ég veit að sem launþegi á Íslandi var, er og verður mér drekkt fjárhagslega á ýmist 10 til 15 ára fresti með 2007 aðferðinni (þegar mikið magn af kókaíni bættist við testósterónið), verðbólgu eða himinháum vöxtum,“ heldur hún áfram. „Tilhugsunin um að öll lífsorka mín fari í að borga vexti inn í bankana er dystópísk. Að allt sem ég legg á mig í vinnu fyrir mig og börnin mín sé vindhögg í fjármagnseigendahagkerfinu.“
„Tilhugsunin um að öll lífsorka mín fari í að borga vexti inn í bankana er dystópísk“
Útilokað að lifa af kennaralaunum
Ragnheiður á tvær dætur, önnur fer í háskóla í haust og hin í fyrsta bekk í grunnskóla. „Ég el þær upp ein. Ég vil að þær sjái heiminn. …
Athugasemdir (1)