Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Deilan um marmarastytturnar

Grikk­ir og Dan­ir hafa ár­um sam­an deilt um grísk­ar marm­ara­stytt­ur sem voru flutt­ar frá Grikklandi til Dan­merk­ur fyr­ir 340 ár­um. Grikk­ir vilja fá stytt­urn­ar til baka en Dan­ir vilja ekki láta þær af hendi.

Marga rekur minni til þeirrar stóru stundar 21. apríl árið 1971 þegar danska varðskipið Vædderen kom til hafnar í Reykjavík og danski menntamálaráðherrann Helge Larsen afhenti Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða, „Vær så god, Flatøbogen“.

Þúsundir höfðu safnast saman til að verða vitni að þessari sögulegu stund og sjónvarpað var beint frá afhendingunni (fyrsta beina útsending Sjónvarpsins).

Athöfnin við höfnina markaði endalok áratugadeilu Dana og Íslendinga vegna handritanna úr safni Árna Magnússonar sem hann hafði ánafnað Hafnarháskóla skömmu fyrir andlát sitt 7. janúar árið 1730. Handritamálið rataði fyrir danska dómstóla og í dómi Hæstaréttar Danmerkur kom fram að handritin væru eign Dana, og þannig er það þótt mörg þeirra séu varðveitt á Íslandi. Hluti safnsins er áfram í Danmörku.

Pakki til kóngsins

Árið 1688, fjörutíu og tveimur árum áður en Árni Magnússon ánafnaði Hafnarháskóla handritasafn sitt, barst Kristjáni V, konungi Danmerkur og Noregs, sending frá Grikklandi. Sendingin innihélt tvær brjóstmyndir úr marmara, önnur af skeggjuðum eldri manni og hin af yngri manni, skegglausum. Sendandinn var sjóliðsforinginn Moritz Hartmann. Hann fæddist árið 1656 í smábænum Heiligenhafen í Slésvík - Holtsetalandi, sem þá var hluti Danmerkur. Hann hlaut menntun sína í Danska siglingaskólanum og eftir að hafa gegnt herþjónustu um skeið fékk hann leyfi konungs til að afla sér menntunar og reynslu erlendis.

MarmarastyttanBrjóstmyndirnar tvær á Moritz Hartmann að hafa keypt á götumarkaði í Aþenu. Sytturnar sendi hann til danska konungsins og var þeim komið fyrir á Konungssafninu, fyrirrennara Þjóðminjasafnsins, þar sem þær eru enn.

Her Feneyinga átti í stríði gegn Ottoman veldinu árið 1687 og hafði betur. Meðal annars höfðu Feneyingar skotið á hofin á Akrópólishæðinni í Aþenu og lagt Parthenon hofið í rúst. Sagt er að Moritz Hartmann hafi keypt brjóstmyndirnar tvær, sem hann sendi kónginum, á götumarkaði í Aþenu. Á litlum minnismiða sem fylgdi brjóstmyndunum stóð að þær væru væru komnar frá Artemis hofinu í Efesos, sem nú er hluti af Tyrklandi. Af Moritz Hartmann er það að segja að hann lést úr hitasótt um borð í einu af skipun danska flotans á Eyjahafi árið 1695, 38 ára að aldri.

Hófur og hluti úr legg

Þegar grísku brjóstmyndirnar frá Moritz Hartmann komu til Danmerkur var þeim komið fyrir á Konungssafninu (Det Kongelige Kunstkammer) sem segja má að hafi verið fyrirrennari Þjóðminjasafns Dana en það var  stofnað árið 1807. Eftir að starfsemi Þjóðminjasafnsins hófst fóru nær allir gripir sem verið höfðu í Konungssafninu þangað, þar á meðal brjóstmyndirnar tvær. Árið 1835 afhenti Christian Tuxen Falbe (1766 -1841) fyrrverandi ræðismaður Kristjáni VII konungi eina marmarastyttu í viðbót, hún kom frá Akrópólis hæðinni í Aþenu. Það var hófur af hesti eða kentár (hálfur maður og hálfur hestur) ásamt hluta leggjar. Kóngurinn sendi þessa gjöf samstundis til Þjóðminjasafnsins og þar er hófurinn enn, ásamt brjóstmyndunum.

Glöggur Þjóðverji

Þekktustu gripir sem áður voru í hofunum á Akrópólis hæðinni eru án efa marmaraverkin sem Lord Elgin (1766 -1841, skírnarnafn Thomas Bruce) fékk flutt til Englands snemma á 19. öld og eru nú á Breska Þjóðminjasafninu. 

Árið 1825, 137 árum eftir að brjóstmyndirnar tvær komu til Danmerkur var þýskur listfræðingur að rannsaka þær á Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn. Hann var þá nýkominn frá London þar sem hann hafði skoðað marmaraverkin áðurnefndu á Breska Þjóðminjasafninu en vitað var að þau voru frá Akrópólis. Þjóðverjinn komst að því að brjóstmyndirnar tvær pössuðu nákvæmlega við tvær súlur í breska safninu, en á þær vantaði höfuðin. Þar með þótti sannað að brjóstmyndirnar væru frá Akrópolis. 

Uppruni marmarastyttannaÁ litlum minnismiða sem fylgdi brjóstmyndunum stóð að þær væru væru komnar frá Artemis hofinu í Efesos, sem nú er hluti af Tyrklandi.

Vilja fá gersemarnar til baka

Fljótlega eftir að Grikkland varð sjálfstætt þjóðríki árið 1830 fóru grísk stjórnvöld að falast eftir að fá til baka fjölmarga forngripi sem fluttir höfðu verið úr landi og er að finna á söfnum víða um heim. Þar eru áðurnefnd marmaraverk sem nú eru á Breska Þjóðminjasafninu merkust. Árið 1835 sendi gríska ríkisstjórnin formlega beiðni til breskra stjórnvalda þess efnis. Þeirri beiðni var hafnað og verkin eru enn í Breska Þjóðminjasafninu. Málið hefur margoft verið tekið upp, í nóvember í fyrra aflýsti breski forsætisráðherrann Rishi Sunak, á síðustu stundu fundi með Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra Grikklands þar sem ræða átti um marmaraverkin. Sá fyrirhugaði fundur hefur ekki enn verið haldinn.

 Hafa margsinnis ítrekað kröfur sínar

Árið 2006 var tekin ákvörðun um að byggja nýtt safn á Akrópólis hæðinni. Í tengslum við þá ákvörðun skrifuðu grísk stjórnvöld til Danska Þjóðminjasafnsins og óskuðu eftir að fá brjóstmyndirnar tvær og hófinn til baka. Sú umleitan bar ekki árangur. Árið 2014 skrifaði gríski forsætisráðherrann Antonis Samaras Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur og endurtók beiðnina. Í svarbréfi sagði danski forsætisráðherrann það ófrávíkjanlega reglu að danskar menningarstofnanir taki ákvarðanir í málum af þessu tagi. Áfram voru marmaraverkin á Danska Þjóðminjasafninu. Vorið 2019 sótti Lars Løkke Rasmussen, þá forsætisráðherra ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í Aþenu. Marmarastyttur voru ekki á dagskránni en skyndilega vék gríski forsætisráðherrann Alexis Tsipras talinu að styttunum í samtali við Lars Løkke og ítrekaði kröfuna um að fá stytturnar til Grikklands. Hvernig orðin féllu í þessu samtali forsætisráðherranna er ekki vitað en danski sendiherrann í Aþenu skýrði frá málinu í skýrslu til utanríkisráðuneytisins í Kaupmannahöfn.

StyttutalLars Løkke forsætisráðherra Danmerkur og Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands. Á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í Aþenu 2019 vék Tsipras talinu að styttunum í samtali við Lars Løkke og ítrekaði kröfuna um að fá stytturnar til Grikklands.

Danskir þingmenn vilja lána stytturnar en ekki skila þeim

Í mars á síðasta ári barst danska menningarmálaráðherranum Jakob Engel-Schmidt bréf. Sendandinn var Lina Mendoni menningarmálaráðherra Grikklands. Þar var þess krafist að Grikkir fái afhentar marmarastytturnar þrjár. Tæpu ári síðar, í febrúar á þessu ári, kom málið til kasta danska þingsins, Folketinget. Skemmst er frá því að segja að meirihluti þingmanna hafnaði öllum hugmyndum um að skila styttunum til Grikklands. Aftur á móti lýstu þingmenn sig hlynnta því að stytturnar verði lánaðar til Grikklands, gegn staðfestu loforði grískra stjórnvalda um að þeim verði skilað til Danmerkur verði þess óskað. Hvort og hvernig grísk stjórnvöld bregðist við þessu liggur ekki fyrir á þessari stundu.

Í lokin er rétt að nefna ræðu sem Emmanuel Macron  Frakklandsforseti hélt í heimsókn sinni til Burkína Fasó skömmu eftir að hann tók við embætti árið 2017. Í ræðunni viðurkenndi Macron rétt fyrrum nýlenduþjóða til að fá afhentar fornminjar sem fluttar hefðu verið til Evrópu, þar á meðal Frakklands. Þarna var sleginn nýr tónn því stjórnendur evrópskra safna hafa lengi haldið því fram að svo langt sé nú liðið frá nýlendutímanum að samningar sem gerðir voru á síðustu árum nái ekki til þeirra. Í safnaheiminum gerast hlutir oft hægt en á allra síðustu árum hefur umræðan breyst og krafan um að menningarminjum skuli skilað til heimalandsins orðið háværari víða um lönd.

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Áhugavert mál fyrir okkur Íslendinga, því enn eru fjölmörg íslensk handrit og forngripir á opinberum söfnum í Kaupmannahöfn, vegna þess að söfnin sem um ræðir tilheyrðu því konungsríki sem Ísland taldist lén eða amt í fram á 20. öld. Þegar Ísland varð sjálfstætt ríki hefðu þessi handrit og forngripir réttilega átt að fara til Íslands allt saman, enda er um að ræða menningararf Íslands sem dönsk söfn varðveittu aðeins í krafti þess að vera líka söfn Íslands. Og það er ekki rétt að hæstiréttur Danmerkur hafi staðfest að Danir eigi Íslensku handritin. Rétturinn staðfesti aðeins að erfðasjóður Árna Magnússonar og konu hans, Árnasjóður, ætti handritin, eins og gengið var frá málum eftir dauða hans. Sjóðurinn er sjálfseignarsjóður í vörslu Kaupmannahafnarháskóla og Háskóla Íslands/Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Svona er það a.m.k. að dönskum lögum og samkvæmt þeim samningum sem löndin hafa gert sín á milli. Það á enginn Árnasjóð. En til þess að öll íslensk handrit væru ekki geymd í Kaupmannahöfn um aldur og ævi samþykkti þjóðþingið Dana lög um að skipta Árnasjóði í tvær deildir, Íslandsdeild og Danmerkurdeild. Þess vegna er handritasafn Árna bæði á Íslandi og í Danmörku. Þetta var hinn lagalegi frágangur handritaafhendingar "Dana" til "Íslendinga" á árunum 1971-1997. Lagalega eiga því hvorki "Danir" né "Íslendingar" íslensku handritin í Árnasafni, heldur eiga handritin sig sjálf. Öðru máli gilti um handritin á Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Danska þjóðþingið afhenti þau Íslendingum, þ.e.a.s. HÍ og SÁM.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár