Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

16 prósent ánægð með ríkisstjórnina

Meiri­hluti að­spurðra í nýrri könn­un Maskínu segj­ast óánægð með störf rík­is­stjórn­ar­inn­ar og 39 pró­sent segja sömu sögu um stjórn­ar­and­stöð­una.

16 prósent ánægð með ríkisstjórnina
Leiðtogar VG og Sjálfstæðisflokks Lítil ánægja er með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt könnun. Mynd: Golli

Aðeins 16 prósent aðspurðra eru ánægð með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, að því fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 56 prósent segjast óánægð með störf hennar.

Stjórnarandstaðan er ekki vinsælli samkvæmt könnuninni en 12 prósent segjast ánægð með störf hennar. 39 prósent aðspurðra segjast almennt óánægð með störf stjórnarandstöðunnar.

Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er ánægðast með ríkisstjórnina og sögðust 51 prósent þeirra ánægð með störf hennar. 36 prósent stuðningsfólks Framsóknarflokksins voru ánægð og 37 prósent stuðningsfólks Vinstri grænna. Alls voru 45 prósent stuðningsfólks ríkisstjórnarflokkanna ánægð með störf stjórnarinnar en aðeins 16 prósent óánægð.

ÁnægjaKjósendur Sjálfstæðisflokksins eru ánægðastir með störf ríkisstjórnarinnar en kjósendur Sósíalistaflokksins óánægðastir.

Eldra fólk sáttara

Stuðningsfólk stjórnarandstöðuflokkanna var almennt óánægt með störf ríkisstjórnarinnar og sögðust 75 prósent óánægð en aðeins 5 prósent ánægð.

Yngra fólk er almennt óánægðara með ríkisstjórnina en eldra. 23,4 prósent 60 ára og eldri sögðust ánægð með störf hennar.

Ánægja með störf ríkisstjórnarinnarHér má sjá hversu ánægð eða óánægð kjósendu eru með störf ríkisstjórnarinnar, eftir ársfjórðungur, síðustu þrjú ár eða svo.

Könnunin var lögð á netinu fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Svarendur voru alls staðar af landinu og yfir 18 ára að aldri. Könnunin fór fram frá apríl til júní 2024 og voru svarendur 7.798 talsins.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

BDV-ríkisstjórnin

Taugin milli Katrínar og Bjarna og límið í ríkisstjórninni
SkýringBDV-ríkisstjórnin

Taug­in milli Katrín­ar og Bjarna og lím­ið í rík­is­stjórn­inni

Ein af þeim spurn­ing­um sem vakn­að hafa á þessu kjör­tíma­bili er hvort traust og eða vin­ar­þel Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og Bjarna Bene­dikts­son­ar sé lím­ið sem held­ur rík­is­stjórn­inni sam­an í gegn­um súrt og sætt. Sögu­legt for­dæmi er fyr­ir því að rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og stjórn­mála­afls­ins lengst til vinstri á Al­þingi hafi ver­ið hald­ið sam­an af með­al ann­ars trausti milli formanna flokk­anna.
Nýtt úrræði fyrir eldri borgara nýtist helst vel stæðum körlum
ÚttektBDV-ríkisstjórnin

Nýtt úr­ræði fyr­ir eldri borg­ara nýt­ist helst vel stæð­um körl­um

Tæp­lega 30% ein­stak­linga sem fá elli­líf­eyri í dag frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins mæta skil­yrð­um um sveigj­an­lega töku elli­líf­eyr­is sem fé­lags- og jafn­rétt­is­ráð­herra sam­þykkti á síð­ustu dög­um síð­asta árs. Hags­muna­að­ill­ar eru ósátt­ir við kjör aldr­aðra og að ráð­ist sé í svona sér­tæk­ar að­gerð­ir á með­an að al­menn­ir elli­líf­eyr­is­þeg­ar geta ekki þeg­ið mik­il laun.
Kjarabætur örorkulífeyrisþega standa á sér
FréttirBDV-ríkisstjórnin

Kjara­bæt­ur ör­orku­líf­eyr­is­þega standa á sér

Í fjár­laga­frum­varpi nýrr­ar rík­is­stjórn­ar er sama stefna í mál­efn­um ör­yrkja og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra gagn­rýndi harka­lega á sín­um tíma. Formað­ur Ör­yrkja­banda­lags­ins seg­ir að þing­menn úr öll­um flokk­um hafi lof­að kjara­bót­um ör­orku­líf­eyr­is­þega strax og það séu mik­il von­brigði að þau orð hafi reynst inni­halds­laus.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár