Smitaðist af hermannaveiki í Holtunum

Ein mann­eskja greind­ist með her­manna­veiki í Vatns­holti. Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur hef­ur þeg­ar grip­ið til að­gerða til að hreinsa bakt­erí­una úr lögn­um.

Smitaðist af hermannaveiki í Holtunum
Háteigskirkja Bakterían fannst í einu húsi í Holtunum í Reykjavík, hverfinu sem Háteigskirkja prýðir. Mynd: Sigurrós Jóna Oddsdóttir

Bakterían sem veldur hermannaveiki fannst nýverið í vatni í einu húsi í Holtunum í Reykjavík og veiktist ein manneskja af hermannaveiki. Þetta staðfestir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Að ósk embættis landlækis tók heilbrigðiseftirlitið vatnssýni á Vatnsholti og greindist þar baktería í einu húsi. „Hreinsun var gerð sem felst í því að dæla 70 gráðu heitu vatni um kerfið,“ segir í svari Heilbrigðiseftirlitsins við fyrirspurn Heimildarinnar.

„Aðeins einn veiktist en fullfrískir veikjast yfirleitt ekki“

„Það er því væntanlega orðið hreint aftur og hafa sýni verið tekin á ný til að staðfesta það og berst niðurstaða eftir 10 daga. Málið ætti að vera úr sögunni. Aðeins einn veiktist en fullfrískir veikjast yfirleitt ekki.“

Smit áður komið upp

Hermannaveiki orsakast af bakteríunni legionella pneumophila og eru náttúruleg heimkynni hennar í vatni. Smit geta orðið þegar svifúði myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum og berst í öndunarveg fólks. Alvarleg veikindi verða helst hjá fólki með undirliggjandi áhættuþætti. Eru þeir til dæmis hár aldur, reykingar, langvinnir lungnasjúkdómar, ónæmisskerðing, áfengissýki og nýrnabilun. Þá eiga smit milli mannfólks sér ekki stað.

Bakterían sem veldur hermannaveiki

Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur finnst bakterían endrum og eins. Getur það gerst þegar vatnskerfi í íbúðum eru ekki notuð í nokkra mánuði, til dæmis vegna dvalar erlendis.

Árið 2019 veiktist einn íbúi á hjúkrunarheimili Droplaugarstaða af hermannaveiki og náði fullum bata. Greip Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur þá einnig til aðgerða til að uppræta bakteríuna úr lagnakerfi hússins.

Helstu einkenni hermannaveiki eru hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur, að því fram kemur á Vísindavefnum. „Lungnabólga er alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða í 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki er 2–10 dagar.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Stefna Vinnslustöðinni svo bæjarbúar greiði ekki tjónið
3
FréttirVatnslögnin til Eyja

Stefna Vinnslu­stöð­inni svo bæj­ar­bú­ar greiði ekki tjón­ið

Bæj­ar­ráð Vest­manna­eyja sam­þykkti í dag að höfða skaða­bóta­mál á hend­ur Vinnslu­stöð­inni hf. vegna tjóns sem varð á vatns­lögn­inni milli lands og Eyja síð­ast­lið­ið haust. Vinnslu­stöð­in neit­ar að bæta meira en það sem trygg­ing­ar fé­lags­ins dekka. Hátt í tveggja millj­arða króna kostn­að­ur lend­ir að óbreyttu á íbú­um í Vest­manna­eyj­um.
Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu
5
ViðtalRunning Tide

Stór göt í ís­lensk­um lög­um er kem­ur að kol­efn­is­bind­ingu

Úr­skurð­ur Bjarna Bendikts­son­ar um að að­gerð­ir Runn­ing Tide væru ekki varp í haf­ið, öf­ugt við nið­ur­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, skap­aði að mati Snjó­laug­ar Árna­dótt­ur, dós­ents við laga­deild HR, ákveð­inn laga­leg­an óskýr­leika sem rétt væri að greiða úr. Fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að fleyta flot­hylkj­um sem á myndu vaxa stór­þör­ung­ar en end­aði á því að fleyja 19 þús­und tonn­um af kanadísku trják­urli í haf­ið og segj­ast með því hafa bund­ið 25 þús­und tonn af CO2.
Anna María Ágústsdóttir
8
Aðsent

Anna María Ágústsdóttir

Grænt ljós á end­ur­heimt nátt­úr­unn­ar

Anna María Ág­ústs­dótt­ir skrif­ar um ný­sam­þykkt lög Evr­ópu­ráðs­ins um end­ur­heimt nátt­úru. Lög­in sýna, að henn­ar mati, að Evr­ópa er reiðu­bú­in að vera í far­ar­broddi annarra ríkja og tak­ast á við þær ógn­ir sem steðja að lofts­lagi og líf­fræði­leg­um fjöl­breyti­leika með því að standa við al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar.
Sögulegar kosningar hafnar í Bretlandi
10
Erlent

Sögu­leg­ar kosn­ing­ar hafn­ar í Bretlandi

Bret­ar ganga til þing­kosn­inga í dag. Kjör­stað­ir verða opn­ir til klukk­an tíu í kvöld að stað­ar­tíma. Íhalds­flokkn­um hef­ur geng­ið illa að bæta við sig fylgi á þeim sex vik­um sem lið­ið hafa frá því að Ris­hi Sunak, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, boð­aði til snemm­bú­inna kosn­inga. Verka­manna­flokk­ur­inn nýt­ur góðs af óvin­sæld­um Íhalds­flokks­ins og er spáð sögu­leg­um sigri í nótt.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
„Ég var bara niðurlægð“
2
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Kristin hugveita sendir fólki valkröfur í heimabankann
9
Fréttir

Krist­in hug­veita send­ir fólki val­kröf­ur í heima­bank­ann

Nokk­ur hundruð lands­menn fengu ný­lega senda for­vitni­lega val­kröfu frá fé­lagi sem heit­ir Pax Vobis. Um er að ræða óhagn­aða­drifna hug­veitu um kristna trú sem birt­ir efni á ýms­um sam­fé­lags­miðl­um. Nokk­ur um­ræða skap­að­ist um reikn­inga fé­lags­ins á sam­fé­lags­miðl­um en stofn­andi fé­lags­ins árétt­ir að fólki sé frjálst hundsa val­kröf­una þeim að kostn­að­ar­lausu.

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
5
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
6
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
„Ég var bara niðurlægð“
7
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
10
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár