Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Arion banki greiðir sekt vegna ónógra peningaþvættisvarna

Ari­on banki fylg­ir í spor Ís­lands­banka og greið­ir háa sekt vegna margra og al­var­legra brota við fram­kvæmd varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka.

Arion banki greiðir sekt vegna ónógra peningaþvættisvarna
Bankastjóri Arion banka Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka, sem þykir miður að hafa ekki staðið rétt að málum.

A

rion banki mun greiða sekt upp á 585 milljónir króna vegna annmarka í framkvæmd á áhættumati bankans vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka. Sátt hefur náðst við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands um greiðsluna.

Íslandsbanki gerði í júní sátt vegna sambærilegra annmarka og greiddi 570 milljónir króna. Bankinn hafði áður verið sektaður fyrir að hafa á svig við innri reglur bankans og heilbrigða viðskiptahætti við sölu á hlut í bankanum sjálfum. Greiddi hann 1,2 milljarða í þá sekt.

Fyrirtækið SaltPay, sem stundar greiðslumiðlun, fékk í árslok 2022 44 milljóna króna sekt, eftir harðar ákúrur frá Fjármálaeftirliti Seðlabankans um „víðtæka veikleika“.

Fjármálaeftirlitið gerði könnun sumarið 2022 á aðgerðum Arion banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráningu og rekjanleika í upplýsingakerfum bankans í tengslum við þær aðgerðir. Komu fram annmarkar þegar kom að almennu áhættumati vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka og áhættumati samningssambanda og einstakra viðskipta. Einnig á framkvæmd áreiðanleikakannanna, reglubundins eftirlits og tilkynninga.

Arion lofar bótum

„Með sáttinni viðurkennir bankinn annmarka á framangreindri framkvæmd og þykir okkur miður að ekki hafi verið rétt staðið að málum á þessum tíma,“ segir í tilkynningu frá Arion banka.

Segist bankinn hafa unnið markvisst að því að efla fyrirkomulag varna gegn peningaþvætta. „Athugasemdum fjármálaeftirlitsins var strax tekið alvarlega og ráðist í allsherjar endurskoðun á framkvæmd þessara mála og er úrbótavinna langt á veg komin,“ segir í tilkynningunni.

Brotin mörg og alvarleg

Í tilkynningu frá fjármálaeftirlitinu segir hins vegar að brotin hafi verið mrög og varðað marga grundvallarþætti. „Brot málsaðila varða áhættumat bankans á starfsemi vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum, nafnlaus viðskipti, framkvæmd áreiðanleikakannana á erlendum fjármálafyrirtækjum, framkvæmd aukinna áreiðanleikakannana, aðgerðir málsaðila í tengslum við viðskipti við áhættusamt ríki og reglubundið eftirlit með viðskiptum og viðskiptamönnum, þ.m.t. skráningu og rekjanleika reiðufjárviðskipta,“ segir í tilkynningunni frá fjármálaeftirlitinu.

„Þá teljast brotin alvarleg og nokkur brot eru ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins á fylgni bankans við lögin sem fór fram árið 2020,“ segir ennfremur. „Loks varða mörg brot viðskiptamenn og vörur sem teljast til mikillar áhættu með tilliti til peningaþvættis, s.s. reiðufjárviðskipti.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Það væru meiri tíðindi ef Arion Banki stundaði ekki peningaþvætti fyrir valda viðskiptavini. Þarf ekki annað en líta til hluthafahópsins og hvernig bankanum er stjórnað. Þar er valinn maður í hverju rúmi við að brjóta reglur á sem ógagnsæastan hátt
    0
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Gott að vita hvers eðlis hugsun stjórnenda bankans er sem er skýr út frá þessum áfellisdómi. Held að meira þurfi að breytast en ferlar ef stefnt er að varanlega breyttri hegðun.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Eru yfirtekin viðskifti Samherja við den norske bank ein af ástæðunum ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
1
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár