Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Arion banki greiðir sekt vegna ónógra peningaþvættisvarna

Ari­on banki fylg­ir í spor Ís­lands­banka og greið­ir háa sekt vegna margra og al­var­legra brota við fram­kvæmd varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka.

Arion banki greiðir sekt vegna ónógra peningaþvættisvarna
Bankastjóri Arion banka Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka, sem þykir miður að hafa ekki staðið rétt að málum.

A

rion banki mun greiða sekt upp á 585 milljónir króna vegna annmarka í framkvæmd á áhættumati bankans vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka. Sátt hefur náðst við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands um greiðsluna.

Íslandsbanki gerði í júní sátt vegna sambærilegra annmarka og greiddi 570 milljónir króna. Bankinn hafði áður verið sektaður fyrir að hafa á svig við innri reglur bankans og heilbrigða viðskiptahætti við sölu á hlut í bankanum sjálfum. Greiddi hann 1,2 milljarða í þá sekt.

Fyrirtækið SaltPay, sem stundar greiðslumiðlun, fékk í árslok 2022 44 milljóna króna sekt, eftir harðar ákúrur frá Fjármálaeftirliti Seðlabankans um „víðtæka veikleika“.

Fjármálaeftirlitið gerði könnun sumarið 2022 á aðgerðum Arion banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráningu og rekjanleika í upplýsingakerfum bankans í tengslum við þær aðgerðir. Komu fram annmarkar þegar kom að almennu áhættumati vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka og áhættumati samningssambanda og einstakra viðskipta. Einnig á framkvæmd áreiðanleikakannanna, reglubundins eftirlits og tilkynninga.

Arion lofar bótum

„Með sáttinni viðurkennir bankinn annmarka á framangreindri framkvæmd og þykir okkur miður að ekki hafi verið rétt staðið að málum á þessum tíma,“ segir í tilkynningu frá Arion banka.

Segist bankinn hafa unnið markvisst að því að efla fyrirkomulag varna gegn peningaþvætta. „Athugasemdum fjármálaeftirlitsins var strax tekið alvarlega og ráðist í allsherjar endurskoðun á framkvæmd þessara mála og er úrbótavinna langt á veg komin,“ segir í tilkynningunni.

Brotin mörg og alvarleg

Í tilkynningu frá fjármálaeftirlitinu segir hins vegar að brotin hafi verið mrög og varðað marga grundvallarþætti. „Brot málsaðila varða áhættumat bankans á starfsemi vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum, nafnlaus viðskipti, framkvæmd áreiðanleikakannana á erlendum fjármálafyrirtækjum, framkvæmd aukinna áreiðanleikakannana, aðgerðir málsaðila í tengslum við viðskipti við áhættusamt ríki og reglubundið eftirlit með viðskiptum og viðskiptamönnum, þ.m.t. skráningu og rekjanleika reiðufjárviðskipta,“ segir í tilkynningunni frá fjármálaeftirlitinu.

„Þá teljast brotin alvarleg og nokkur brot eru ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins á fylgni bankans við lögin sem fór fram árið 2020,“ segir ennfremur. „Loks varða mörg brot viðskiptamenn og vörur sem teljast til mikillar áhættu með tilliti til peningaþvættis, s.s. reiðufjárviðskipti.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Það væru meiri tíðindi ef Arion Banki stundaði ekki peningaþvætti fyrir valda viðskiptavini. Þarf ekki annað en líta til hluthafahópsins og hvernig bankanum er stjórnað. Þar er valinn maður í hverju rúmi við að brjóta reglur á sem ógagnsæastan hátt
    0
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Gott að vita hvers eðlis hugsun stjórnenda bankans er sem er skýr út frá þessum áfellisdómi. Held að meira þurfi að breytast en ferlar ef stefnt er að varanlega breyttri hegðun.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Eru yfirtekin viðskifti Samherja við den norske bank ein af ástæðunum ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár