Wil Burns starfaði í sjálfstæðu vísindaráði hjá félagasamtökunum Ocean Visions árið 2022, sem falið var að rýna áform Running Tide um kolefnisförgun og -föngun. Burns er prófessor við Northwestern-háskólann í Bandaríkjunum, sérfræðingur í umhverfislöggjöf og einn forstöðumanna stofnunar um skynsamlega föngun kolefnis.
„Ég var fyrst og fremst fenginn inn í stjórnina til að veita lögfræðiráðgjöf vegna lagaumhverfis sem ætti við um þá aðferð sem þeir stefndu þá að,“ segir Burns sem hefur í á annan áratug sérhæft sig í regluverki loftslagsaðgerða sem fela í sér föngun og förgun kolefnis, bæði lagaumhverfinu og eins siðferðilegum spurningum sem koma upp í tengslum við þær framkvæmdir.
Gjörbreytt plön
Upphaflegar áætlanir Running Tide segir Burns hafa falist í ræktun stórþörunga á baujum, sem myndu þannig fanga kolefni. Þegar svo þörungarnir væru orðnir stórir og þungir myndu þeir sökkva baujunum, sem tækju þannig kolefnin með sér niður á …
Athugasemdir (4)