Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
Fjölskyldan Yazan ásamt foreldrum sínum á heimili þeirra í Grafarvogi. Mynd: Golli

Hópur Íslendinga hefur ákveðið að blása til mótmæla á Austurvelli klukkan þrjú síðdegis á sunnudag vegna fyrirhugaðrar brottvísunar hins ellefu ára gamla Yazans Aburajab Tamimis og foreldra hans, Mohsen og Ferial. Þau komu hingað í leit að hæli í fyrra. Yazan, sem er frá Palestínu, er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn duchenne og hafa læknar vottað fyrir það að hann muni hljóta skaða af ef hann fær ekki viðeigandi læknismeðferð. 

Kærunefnd útlendingamála hafnaði beiðni fjölskyldunnar um endurupptöku hælisumsóknar þeirra síðastliðinn föstudag og því vofir brottvísun til Spánar, hvar fjölskyldan er ekki með hæli, yfir í byrjun júlí. 

Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, vinkona fjölskyldunnar, er ein af þeim sem stendur að mótmælunum. 

„Þetta er rosalega illa gert finnst okkur. [...] Það er verið að segja að það sé allt í lagi fyrir hann að vera brottvísað en við erum með yfirgnæfandi læknisfræðileg gögn sem sýna fram á að brottvísun getur stytt líf hans. Þótt að það sé kannski til aðstoð á Spáni þá er flutningurinn, flugið sjálft og biðin gríðarlega hættuleg,“ segir Kristbjörg sem bendir á að það geti verið manneskju með duchenne mjög hættulegt að verða fyrir hnjaski, sem getur vel átt sér stað í flugvél. 

„Við erum búin að reyna svo mikið en það gengur ekkert þannig að við þurfum bara að sýna að okkur standi ekki á sama og erum að styðja við Yazan. Hann hefur lýst því sjálfur að honum líður eins og enginn á Íslandi vilji hafa hann hérna. Þó að mótmælin skili ekki neinu varðandi [Kærunefnd útlendingamála] þá eru mótmælin tækifæri til þess að sýna honum að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ 

Himnaríkið ísland

Yazan og fjölskylda hans sögðu ítarlega frá aðstæðum sínum í viðtali við Heimildina fyrir um mánuði síðan. Þá sagði Yazan að hann hefði verið boðinn velkominn í Hamraskóla frá fyrsta degi og að þar liði honum vel. 

„Þið hljótið að hafa farið með mig til himnaríkis,“ sagði Yazan við foreldra sína. 

Aðstandendur fjölskyldunnar hér á Íslandi hafa reynt hvað þeir geta til þess að halda honum í þessu himnaríki.

Duchenne samtökin, ÖBÍ, Einstök börn, Þroskahjálp, samtökin Réttur barna á flótta og Ungmennaráð Unicef hafa öll sent frá sér yfirlýsingu þar sem brottvísuninni er mótmælt og þá voru sálfræðingur, kennarar og þroskaþjálfi sem þekkja til Yazans á meðal þeirra sjö sem skrifuðu undir mótmælayfirlýsingu sem þau sendu Heimildinni. Undir hana skrifa einnig vinir Yazans hér á Íslandi. 

„Við lýsum yfir þungum áhyggjum vegna yfirvofandi brottvísunar Yazan og foreldra hans frá Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni þar sem farið er yfir mál Yazans. „Frá komu þeirra hafa þau orðið hluti af samfélagi okkar og lagt sitt af mörkum þrátt fyrir að standa frammi fyrir fjölmörgum hindrunum.“

Kristbjörg segir að aðstandendur fjölskyldunnar hafi jafnframt farið á fund í mennta- og barnamálaráðuneytinu en fengið þar þau svör að ráðuneytið gæti ekkert aðhafst í málinu. 

„Ég myndi segja að flestir séu með okkur í liði og vilja ekki að þetta sé niðurstaðan,“ segir Kristbjörg. 

„Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs sem er nú þegar verulega stytt?“
Gísli Rafn Ólafsson
þingmaður Pírata

Ræddi mál Yazans á Alþingi

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata gerði stöðu Yazans að umtalsefni sínu á Alþingi í dag. 

„Yazan og foreldrar hans flúðu heimili sitt í Palestínu í leit að skjóli og öryggi á Íslandi fyrir ári síðan. Frá komu þeirra hafa þau orðið hluti af samfélagi okkar og lagt sitt af mörkum þrátt fyrir að standa frammi fyrir fjölmörgum hindrunum. Áður en Yazan kom til Íslands hafði hann hvorki aðgang að viðeigandi læknisþjónustu né fékk að taka þátt í skóla- og frístundastarfi,“ sagði Gísli. 

„Nú á að brottvísa honum til Spánar, lands sem hann og fjölskylda hans hafa aldrei dvalið í. Með því gæti orðið hlé á þjónustu í allt að 18 mánuði, 18 mánuði sem munu valda óafturkræfum skaða sem minnka verulega lífsgæði hans og stytta líf hans. Það að veita honum vernd hérlendis er ekki aðeins aðkallandi mannúðarskylda heldur einnig mál upp á líf og dauða fyrir Yazan.“

Spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að standa við bakið á fjölskyldunni segir Kristbjörg: 

„Í fyrsta lagi er þetta yndisleg fjölskylda og ótrúlega góðhjörtuð. Það er augljóst hvað foreldrar hans eru að gera allt til þess að reyna að gera lífið hans bærilegt. Það er svo augljós væntumþykja hjá þeim. Ég er að útskrifast núna sem þroskaþjálfi og ég hef mikla reynslu af því að starfa með fötluðu fólki og börnum.“

Hún segist því furðu lostin á því að það eigi að vísa Yazan úr landi þar sem hann er 11 ára gamall, fatlaður og með sjúkdóm sem almennt styttir æviskeið fólks verulega.

„Af hverju má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“

Gísli Rafn tók undir þetta á þingi í dag. 

„Það eru nákvæmlega svona tilvik sem við viljum geta tekið tillit til af mannúðarsjónarmiðum þegar kemur að því að veita vernd en núverandi ríkisstjórn hefur gert ókleift. Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs sem er nú þegar verulega stytt?“

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Ótrúleg að VILJA leggja þetta á veikt barn. Hrein illska.
    3
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ótrúleg illmennska gegn fötluðu barni sem virðist líða vel á Íslandi
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár