Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Það er draumur að koma til Ísafjarðar – alltaf“

Nú stend­ur yf­ir hin róm­aða tón­list­ar­há­tíð Við Djúp­ið á Ísa­firði. Á sum­arsól­stöð­um, nán­ar til­tek­ið í kvöld, mun Orchester im Trepp­an­haus leika ný­lega út­setn­ingu á Vetr­ar­ferð Franz Schuberts og Her­dís Anna Jóns­dótt­ir verð­ur þar í för­manns­hlut­verk­inu. Dag­skrá há­tíð­ar­inn­ar er bæði fjöl­breytt og glæsi­leg.

„Það er draumur að koma til Ísafjarðar – alltaf“
Loks á heimaslóðum Sópransöngkonan Herdís Anna Jónsdóttir ólst upp á Ísafirði er þetta í fyrsta skipti sem hún kemur fram á ísfirsku tónlistarhátðinni Við Djúpið.

Hér er nánd á milli þeirra sem koma að hlusta og okkar sem hittumst á hátíðinni. Við erum að byggja brýr á milli Þýskalands, Íslands og Ameríku. Og auðvitað líka til áheyrenda – sem skiptir svo miklu máli. Það er bland. Heimamenn, túristar, íslenskt listafólk og alþjóðlegt listafólk,segir sópransöngkonan Herdís Anna Jónsdóttir um ísfirsku tónlistarhátíðina Við Djúpið.

Nú er sólin hæst á lofti og að vanda hefur verið blásið til tónlistarhátíðarinnar á Ísafirði. Þessa vikuna og þangað til 22. Júní er hægt að bregða sér á magnaða tónleika. Í ár einkennist hátíðin af komu þýsku kammersveitarinnar Orchester im Treppenhaus sem kemur bæði fram í minni hópum og sem heild. Eins eru Ísfirðingar áberandi í dagskránni að þessu sinni.

Greipur GíslasonGreipur Gíslason er stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið.

Að sögn Greips Gíslasonar, stjórnanda hátíðarinnar, er jafnframt áhersla lögð á bandaríska tónlist en tónskáldið Ellis Ludwig-Leone mætir á hátíðina. Eins er boðið upp á námskeið; þar á meðal nýtt námskeið fyrir börn, þar sem áhersla er lögð á tónlistarleiki, söng, raddanir og aðferðir við að semja tónlist og spuna.

Á sumarsólstöðum mun Orchester im Treppanhaus svo leika nýlega útsetningu á Vetrarferð Franz Schuberts og Herdís Anna verður þar í förmannshlutverkinu, eins og segir í kynningartexta hátíðarinnar. Hún á að baki langan og glæstan feril í óperuheimi Þýskalands. Þrátt fyrir að hafa alist upp á Ísafirði er þetta í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni. Á hádegistónleikum sama dag á þessari vel rómuðu sumarhátíð mun sellóleikarinn Sæunn Þorsteinsdóttir svo frumflytja nýtt verk eftir Veronique Vöku sem heitir Neige éternelle eða Eilífur snjór.

„Hvað er verið að hringja til Reykjavíkur til að redda sög?“
Herdís Anna Jónsdóttir

Auðveldara að redda sög á Ísafirði en í Þýskalandi

Ekki var úr vegi að heyra í stjórnandanum Greipi og sópransöngkonunni Herdísi til að taka púlsinn á hátíðinni. Herdís mun þar syngja á þrennum tónleikum, auk þess að kenna nemendum sem eru lengra komnir í tónlist. Aðeins er rúmt ár síðan hún flutti heim frá Þýskalandi þar sem hún bjó í sautján ár.  „Það er draumur að koma til Ísafjarðar – alltaf,segir hún aðspurð um hvernig það sé að syngja á Ísafirði samanborið við óperuhús í Þýskalandi. Að koma heim í heimahagana. Lífið gengur allt öðruvísi fyrir sig hér. Við vorum að tala um að ef það þarf að redda einhverju hér, þá bara reddar maður því. Sendir skilaboð eða hringir og þá er búið að redda. Í gær hringdi ég símtal til Reykjavíkur til að redda sög rétt fyrir tónleika. Eftir fimm mínútur var búið að redda söginni. Og spurt: Hvað er verið að hringja til Reykjavíkur til að redda sög?

Greipur grípur orðið:  „Við erum að tala um syngjandi sög, til að spila á. Ekki bara hvaða sög sem er.Spurð út í hvort það hefði verið erfiðara að redda söginni í Þýskalandi segir Herdís: „Já, ég hefði ekki vitað hvern ég hefði átt að tala við. Ekki verið með símanúmer. Allavega hefði það verið lengri leið. Hér eru boðleiðirnar svo stuttar.

Smitast það frelsi út í sköpunina?

Já, auðvitað ekki spurning. Maður sér það líka á erlendu gestunum hérna. Þau eru öll svo ánægð og vilja koma aftur. Allir æstir að koma aftur. Svo er svo stutt að fara allt og góður andi. Stutt í náttúru; sjóinn og fjöllin og fegurðina.

Barinn! Fiskinn!skýtur Greipur inn. Hann segir skemmtilegt að hluti gestanna séu brottfluttir Ísfirðingar. Þá er um að ræða fólk sem langar að koma hingað yfir sumarið en velur þessa viku því þá koma margir. Það er gaman að koma vestur þegar eru tónleikar á kvöldin. Svo geturðu bara farið inn í skóg á daginn og gert annað sem maður gerir í sumarfríinu,segir hann.

Að sögn hans er dagskráin þannig uppsett að það eru alltaf tvennir tónleikar á dag.

 „Venjulega í hádeginu og svo klukkan átta á kvöldin. Á hádegistónleikunum eru kannski um fjörutíu manns, um sjötíu á opnunartónleikunum og á þeim fjölmennustu mæta yfir hundrað manns.

 Hann segir að við þetta bætist að listafólkið sé að æfa og einhverjir að kenna. Og nemendurnir mæti á námskeiðin.  „Hér er hópur sem fer út að hlaupa á morgnana og annar í jóga. Það er meira prógramm en er sýnilegt öllum, hinum almennu gestum.

Herdís Anna samsinnir þessu:  „Svo er auðvitað farið á barinn. Og út að borða.

„Við erum að tala um syngjandi sög, til að spila á. Ekki bara hvaða sög sem er.“
Greipur Gíslason

Svona stór hljómsveit sjaldgæf á Ísafirði

Eins og áður sagði setur þýska kammarsveitin Orchester im Treppenhaus svip sinn á hátíðina. Áður hafði Herdís bæði unnið með hljómsveitinni og stjórnandanum svo hana langaði að fá þau hingað. Því þau eru einstök. Nú hingað komin og einstaklingar úr hljómsveitinni halda hér tónleika, bæði sóló og kvartett tónleika. Og líka hljómsveitartónleika. Jafnframt því að einhverjir kenna. Í fyrra gáfu þau út á geisladiski Vetrarferðina eftir Schubert í nýrri útsetningu. Ég er semsagt að fara að syngja það með þeim annað kvöld. Mæli með að allir tékki á þeim. Hægt að hlusta á Spotify, til dæmis, þar er mjög fallegt útgáfa.

Ellis Ludwig-LeoneÍ kvöld eru á dagskrá tónleikar með tónlist eftir tónskáldið Ellis Ludwig-Leone. Hann spilar með þeim svo það verður til brú, amerísk tónskáld og amerísk söngkona að hitta þýska tónlistarfólk í fyrsta sinn – og þau að flytja verk eftir hann.

Greipur segir komu hljómsveitarinnar vera ráðandi á hátíðinni í ár.

 „Hvað þau bjóða upp á, bæði sem heild og í minni hópum. Að því sögðu langar mig að nefna að á hátíðinni í gegnum árin höfum við lagt áherslu á bandaríska tónlistarmenn. Í ár er það engin undantekning. Og hér er líka ungt tríó. Amerískt tríó á hátíðinni sem var einmitt að spila í dag. Í kvöld eru svo á dagskránni heilir tónleikar með tónlist eftir tónskáldið Ellis Ludwig-Leone. Hann spilar með þeim svo það verður til brú, amerísk tónskáld og amerísk söngkona að hitta þýska tónlistarfólk í fyrsta sinn – og þau að flytja verk eftir hann. Tvö stór verk,útskýrir hann og tekur fram að það sé sjaldan sem Ísfirðingum gefist tækifæri á að sjá hljómsveit af þessari stærð.

 „Og svo er þetta ótrúlega fallegt tónverk, þessi útsetning er mjög flott og hefur aldrei heyrst áður á Íslandi, segir Greipur um Vetrarferðina sem verður flutt í kvöld, þ.e. fimmtudagskvöld.

„Í kvöld eru svo á dagskránni heilir tónleikar með tónlist eftir tónskáldið Ellis Ludwig-Leone. Hann spilar með þeim svo það verður til brú, amerísk tónskáld og amerísk söngkona að hitta þýska tónlistarfólk í fyrsta sinn – og þau að flytja verk eftir hann.“
Greipur Gíslason

Tónlistin stór partur af lífinu á Ísafirði

Ísafjörður hefur orð á sér fyrir að þar hafi verið ríkulegt tónlistarlíf í gegnum tíðina. Hefur Ísfirðingurinn Herdís orðið þess áskynja?

 „Já, ég ólst upp í tónlistarskólanum, segir hún og hlær. Ég er ekki alveg hlutlaus. Mamma var skólastjóri og pabbi kenndi þar, svo ég ólst í alvörunni upp þar. Starfið var líka á heimili okkar, ekki síður þar en í tónlistarbyggingunni sjálfri. Mér þykir ofboðslega vænt um að koma hingað og syngja fyrir Ísfirðinga. Ég finn að ég er komin heim, segir hún og staðfestir að óhætt sé að segja tónlistarlífið á Ísafirði hafa verið ríkulegt.

„Mér þykir ofboðslega vænt um að koma hingað og syngja fyrir Ísfirðinga. Ég finn að ég er komin heim.“
Herdís Anna Jónsdóttir

 „Ég man tónlistarlífið hérna síðan ég var krakki. Ég naut góðs af því þegar listamenninnir komu heim að borða. Man að ég sat við matarborðið og gat hlustað á þetta stórkostlega listafólk spjalla. Og síðan sá ég það á tónleikum. Var bara hversdagurinn, að tónlistin væri svona stór partur lífinu.

Nú gefst gestum hátíðarinnar kostur á að upplifað svipað á hátíðinni Við Djúpið.

Glæsilega og fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar: viddjupid.is. Á kvöldin fara tónleikar fram í Hömrum, sal Tónlistarfélags Ísafjarðar en hádegistónleikarnir fara fram í Bryggjusal Edinborgarhússins. Á kvöldin gefst fólki svo á að skella sér í matarveislu eða sigla í Vigur.

Hér er upptaka frá hátíðinni til að njóta en hún er frá liðinni hátíð, þó eilíf eins og sumarsólin:

 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Foreldri oftast gerandinn þegar barn er myrt
4
Fréttir

For­eldri oft­ast ger­and­inn þeg­ar barn er myrt

Sex mál, þar sem for­eldri hef­ur ráð­ið barni sínu bana, hafa kom­ið upp frá ár­inu 1970 – tvö þeirra á þessu ári. En hvers vegna á slík­ur harm­leik­ur sér stað? Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir af­brota­fræð­ing­ur seg­ir ójöfn­uð í sam­fé­lag­inu auka lík­urn­ar á of­beldi gegn börn­um. Sál­fræð­ing­ar hafa kom­ið auga á fimm megin­á­stæð­ur þess að for­eldr­ar ráði börn­um sín­um bana.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
3
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
6
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
„Ímyndaðu þér hvað Skagfirðingar yrðu hamingjusamir“
7
Fréttir

„Ímynd­aðu þér hvað Skag­firð­ing­ar yrðu ham­ingju­sam­ir“

Meiri­hlut­inn í skipu­lags­nefnd Skaga­fjarð­ar klofn­aði í af­stöðu sinni til til­lögu VG og óháðra um að lokka lág­vöru­verð­sversl­un inn á nýtt at­vinnu- og þjón­ustu­svæði á Sauð­ár­króki. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á fundi sveit­ar­stjórn­ar um miðj­an októ­ber. Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir full­trúi VG og óháðra kveðst spennt að sjá hver nið­ur­stað­an verði þar.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár