Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ár síðan kafbáturinn Titan féll saman á millisekúndu

Fyr­ir ári fang­aði hvarf kaf­bát­ar­ins Tit­an at­hygli heims­byggð­ar­inn­ar. Fimm menn fór­ust þeg­ar hann féll sam­an í köf­un­ar­leið­angri að flaki óláns­sama far­þega­skips­ins Tit­anic.

Ár síðan kafbáturinn Titan féll saman á millisekúndu
Titan sem ætlaði að skoða Titanic Kafbáturinn Titan hvarf af ratsjá út fyrir Nýfundnalandi fyrir ári síðan. Fimm farþegar voru um borð í bátnum, þar á meðal stofnandi OceanGate, sem gerði út ferðir að braki Titanic. Talið er víst að báturinn hafi fallið saman vegna vatnsþrýstings. Mynd: Facebook

Fyrir ári fylgdist heimurinn í ofvæni með afdrifum kafbátarins Titan sem fyrirtækið OceanGate gerði út til að heimsækja flak Titanic á hafsbotni. Skipið, sem sökk á leið sinni til Bandaríkjanna frá Bretlandi árið 1912, hvílir á 3.800 metra dýpi um 600 kílómetra frá strönd Kanada.

Um borð í Titan voru fimm karlar sem höfðu freistað þess að berja flakið augum. Sá elsti var 77 ára, sá yngsti 19 ára. Innanborðs var stofnandi OceanGate, maður að nafni Stockton Rush. Ferðalagið kostaði á fjórða hundrað milljónir króna fyrir hvern farþega, eða um 250 þúsund Bandaríkjadollara á haus.

Ævintýraþrá eða háskaför? Stockton Rush stofnaði OceanGate árið 2009 og skipulagði fjölda ferða til að skoða brak Titanic. Eftir að Rush hvarf voru grafin upp viðtöl við hann þar sem hann lýsti yfir nokkuð kærulausri afstöðu sinni til öryggismála.

Héldu að mennirnir hefðu týnst

Morguninn 18. júní 2023 lagði kafbáturinn af stað. Klukkutíma …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár