Fyrir ári fylgdist heimurinn í ofvæni með afdrifum kafbátarins Titan sem fyrirtækið OceanGate gerði út til að heimsækja flak Titanic á hafsbotni. Skipið, sem sökk á leið sinni til Bandaríkjanna frá Bretlandi árið 1912, hvílir á 3.800 metra dýpi um 600 kílómetra frá strönd Kanada.
Um borð í Titan voru fimm karlar sem höfðu freistað þess að berja flakið augum. Sá elsti var 77 ára, sá yngsti 19 ára. Innanborðs var stofnandi OceanGate, maður að nafni Stockton Rush. Ferðalagið kostaði á fjórða hundrað milljónir króna fyrir hvern farþega, eða um 250 þúsund Bandaríkjadollara á haus.
Héldu að mennirnir hefðu týnst
Morguninn 18. júní 2023 lagði kafbáturinn af stað. Klukkutíma …
Athugasemdir