Huldufyrirtæki skráð í íbúðarhúsi á Álftanesi flytur inn stóran hluta alls nautakjöts á Íslandi. Fyrirtækið skaut óvænt upp kollinum þegar félagsmenn Kaupfélags Skagfirðinga gerðu uppreisn gegn innflutningi Kaupfélagsins, í beinni samkeppni við eigin félagsmenn.
Þrátt fyrir að vera ein umsvifasmesta heildverslun landsins með innflutt nauta-, svína- og kjúklingakjöt, er erfitt eða ómögulegt að nálgast fyrirtækið eða skráðan forsvarsmann þess, í því skyni að eiga við hann eða fyrirtæki hans viðskipti.
Enda bendir flest til þess að hulduheildsalan á Álftanesi sé lítið annað en milliliður, til málamynda. Gagngert til þess að KS eða dótturfyrirtæki þess flytji ekki inn kjötið á eigin nafni, sem í orði kveðnu hefur verið eitur í beinum forsvarsmanna Kaupfélagsins og meginþema í áróðursstríði og hagsmunagæslu KS undanfarna áratugi.
Rétt eins og annara stórfyrirtækja í landbúnaði.
Hlutdeild þeirra í kjötinnflutningi hefur þó sjaldan ef nokkurn tímann verið meiri en nú, eftir að þessi sömu fyrirtæki fengu leyfi til …
Athugasemdir (5)