Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.

Huldufyrirtæki skráð í íbúðarhúsi á Álftanesi flytur inn stóran hluta alls nautakjöts á Íslandi. Fyrirtækið skaut óvænt upp kollinum þegar félagsmenn Kaupfélags Skagfirðinga gerðu uppreisn gegn innflutningi Kaupfélagsins, í beinni samkeppni við eigin félagsmenn.

Þrátt fyrir að vera ein umsvifasmesta heildverslun landsins með innflutt nauta-, svína- og kjúklingakjöt, er erfitt eða ómögulegt að nálgast fyrirtækið eða skráðan forsvarsmann þess, í því skyni að eiga við hann eða fyrirtæki hans viðskipti.

Enda bendir flest til þess að hulduheildsalan á Álftanesi sé lítið annað en milliliður, til málamynda. Gagngert til þess að KS eða dótturfyrirtæki þess flytji ekki inn kjötið á eigin nafni, sem í orði kveðnu hefur verið eitur í beinum forsvarsmanna Kaupfélagsins og meginþema í áróðursstríði og hagsmunagæslu KS undanfarna áratugi.

Rétt eins og annara stórfyrirtækja í landbúnaði.
Hlutdeild þeirra í kjötinnflutningi hefur þó sjaldan ef nokkurn tímann verið meiri en nú, eftir að þessi sömu fyrirtæki fengu leyfi til …

Kjósa
103
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Ég hef aldrei skilið hvers vegna þessir ,,tollkvótar" hafa aldrei stuðlað að lægra verði en hér kemur skýringin á mannamáli. Meira að segja Costco er ofurselt þessum sérreglum íslenzka fákeppnismarkaðarins.
    1
  • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
    Ekkert sem kemur óvart hér, maður býst orðið varla við að heiðarleiki þekkist í íslenskum viðskiptum
    5
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Segir ýmislegt þegar samtök sem segist hafa þann tilgang að vernda hagsmuni félagsmanna er í raun að blóðmjólka þá. Hver er raunverulegur tilgangur KS?
    6
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Höft og undanþágur eru ávísun á sukk og spillingu. Umsvifalaust á að afnema allar hömlur á samkeppni með landbúnaðarvörur, enda væri það ein besta og skjótfengnasta kjarabót almennings í landinu, sem völ er á.
    6
  • Friðrik Helgason skrifaði
    Það er ekkert lát á sukkinu og svínaríinu á Skerinu.Þetta lið virðist aldrei,aldrei fá nóg og "Alþingi"hjálpar "Snillingunum"
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samkeppnisundanþága í Landbúnaði

Svör Íslands til ESA óljós - svöruðu með hlekk á lagasafn þingsins
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Svör Ís­lands til ESA óljós - svör­uðu með hlekk á laga­safn þings­ins

Ís­lensk stjórn­völd svara því ekki með af­ger­andi hætti í svari til ESA hvort þau telji sam­keppn­isund­an­þág­ur sem al­þingi sam­þykkti í vor, stand­ast EES-samn­ing­inn. Loð­in og óskýr svör eru við flest­um spurn­ing­um ESA. Mat­væla­ráðu­neyt­ið svar­aði spurn­ing­um um harð­ort bréf sitt til Al­þing­is með því að senda ESA bréf­ið og hlekk á laga­safn þings­ins.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
Formaður BÍ: Innflutningur afurðastöðva „ekki beint í samkeppni við bændur“
ViðtalSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Formað­ur BÍ: Inn­flutn­ing­ur af­urða­stöðva „ekki beint í sam­keppni við bænd­ur“

Formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist treysta því að stór­fyr­ir­tæk­in í land­bún­aði muni skila bænd­um ávinn­ingi af nýj­um und­an­þág­um frá sam­keppn­is­lög­um. Hann við­ur­kenn­ir að litl­ar sem eng­ar trygg­ing­ar séu þó fyr­ir því. Það hafi þó ver­ið mat hans og nýrr­ar stjórn­ar að mæla með breyt­ing­un­um.
Treystir KS og SS til að skila ávinningi til bænda
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Treyst­ir KS og SS til að skila ávinn­ingi til bænda

Ný­kjör­inn formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist bera fyllsta traust til þess að stór­fyr­ir­tæki í land­bún­aði skili bænd­um hag­ræð­ingu sem þau fá með um­deild­um lög­um. Hann sé ósam­mála mati yf­ir­lög­fræð­ings sam­tak­anna. Seg­ir ekki sitt að meta að­komu lög­manns fyr­ir­tækja að um­deild­um lög­um. Eðli­legt sé að skipt sé um fram­kvæmda­stjóra með breyttri stjórn.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár