Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ellý Katrín er látin: „Kveðjustundin var jafn falleg og allt hennar líf“

„Hún Ellý mín hef­ur kvatt þenn­an heim,“ skrif­ar Magnús Karl Magnús­son í minn­ingu eig­in­konu sinn­ar heit­inn­ar, Ellýj­ar Katrín­ar Guð­munds­dótt­ur. Hún veitti mörg­um hug­rekki og inn­blást­ur þeg­ar hún ræddi op­in­skátt um reynslu sína af því að grein­ast með Alzheimer að­eins 51s árs göm­ul.

Ellý Katrín er látin: „Kveðjustundin var jafn falleg og allt hennar líf“
Magnús og Ellý heitin ræddu opinskátt um Alzheimer eftir að hún fékk greininguna og veitti það öðrum hugrekki og innblástur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ellý Katrín Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarritari Reykjavíkurborgar, lést á fimmtudag, 59 ára að aldri.  Eiginmaður hennar, Magnús Karl Magnússon, minnist hennar hjá hjartnæman hátt þar sem hann greinir frá andláti hennar á Facebook:

„Hún Ellý mín hefur kvatt þennan heim. Hún var einstök. Hennar fallegu eiginleikar lýstu í gegnum bæði skin og skúri í lífinu. Fyrir átta árum mætti óvæntur gestur inn í líf okkar, erfiður sjúkdómur. Ellý tók þeirri heimsókn af ótrúlegu æðruleysi og reisn. Við fjölskyldan höfum lært svo margt af Ellý okkar, enda var hún sönn fyrirmynd í öllu. Mín mesta huggun er að horfa á hæfileika hennar, persónu og útlit lifa áfram í börnunum. Þau eru einstök og hafa stutt mig í gegnum allt eins og fjölmargir ættingjar og vinir. “

Magnús segir þar ennfremur: „Kveðjustundin var jafn falleg og allt hennar líf. Allir hennar nánustu kvöddu hana, þar á meðal Pétur bróðir hennar sem kom í gær frá Bandaríkjunum og litli Almar Elí, tveggja vikna ömmu- og afabarnið okkar sem fékk að hvíla í fangi hennar.“

Ellý fæddist í Reykjavík 15. september árið 1964. Hún var lögfræðingur að mennt, með meistarapróf í umhverfis- og alþjóðarétti frá University of Wisconsin. Ellý gegndi ýmsum stjórnunarstöðum hjá Reykjavíkurborg áður en hún var ráðin borgarritari árið 2011. 

Gaf öðrum hugrekki með sögu sinni

Mörgum er sú stund minnisstæð þegar Ellý Katrín steig í pontu á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í byrjun árs 2017 og lýsti þar reynslu sinni af því að greinast með Alzheimer. Sérfræðingar í málefnum fólks með heilabilun segja að fordæmi Ellýjar hafi verið afar mikilvægt, því það hafi gefið mörgum öðrum hugrekki til að hætta feluleiknum og viðurkenna að þeir hafi verið greindir með heilabilun. 

„Ellý talaði um Alzheimer og hún hélt áfram að lifa með sjúkdóminn með gleði í hjarta“

Í lok færslunnar um Ellý skrifar Magnús: „Ellý talaði um Alzheimer og hún hélt áfram að lifa með sjúkdóminn með gleði í hjarta. Við megum aldrei gleyma að þeir sem fá slíkt í fangið eiga skilið stuðning og ást okkar allra. Það skynjuðum við fjölskyldan frá fjöldskyldu og vinum en einnig frá fjölmörgu samferðafólki sem við þekkjum ekki. Fyrir það þakka ég ykkur öllum frá dýpstu hjartarótum.“

Lýsti aðdraganda þess að hún greindist

Ellý og Magnús komu saman í viðtal hjá Stundinni, annars forvera Heimildarinnar, árið 2020. Þar lýsti hún aðdraganda þess að hún greindist með Alzheimer. „Ég var orðin svo þreytt eitthvað og var ekki nógu hamingjusöm. Það var eitthvað sem lá á mér. Svo ákvað ég að fara í rannsókn og þá kom í ljós að ég væri komin með Alzheimer. Ég hélt kannski að þetta væru tíðahvörf eða kulnun. Ég var einhvern veginn ekki alveg með sjálfri mér.“

Magnús sagði í viðtalinu að sjúkdómurinn hefði læðst aftan að þeim en þegar greiningarferlið hófst var hann farinn að gruna að niðurstaðan yrði alvarleg. „Greiningarferlið hjá okkur var svo sem ekki langt miðað við hjá mörgum, eða svona hálft ár. Mig grunaði strax að þetta væri eitthvað alvarlegt en hélt alltaf í vonina. Niðurstaðan varð svo auðvitað mikið sjokk en Ellý hefur sýnt þessu ótrúlegt æðruleysi.”

„Mig grunaði strax að þetta væri eitthvað alvarlegt en hélt alltaf í vonina“

Hann sagði það hafa verið þeim báðum afar mikilvægt hversu opin hún var með veikindi sín. „Það var svo mikil skömm sem fylgdi þessum sjúkdómi, þannig að það var mjög gott að geta farið með það út,“ segir hún og hann bætir við: „Þegar hún talaði um þetta opinberlega fann ég hvað þetta var mikilvægt fyrir marga. Fljótlega fór fólk í svipaðri stöðu að hafa samband við okkur. Umræðan um sjúkdóminn var á þessum tíma ágætlega mikil en andlit hans hafði alltaf verið mjög fjarri, aðstandendur kannski komið fram en sjaldan sjúklingar. Ellý kom fram með andlit hins venjulega borgara.“

Kjósa
80
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Mennskan í sinni fallegustu mynd 😇 Kærleikur, tryggð og staðfesta❤ Ég dáist að Magnúsi um leið og ég votta honum mína dýpstu samúð❤
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár