Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Norrænu læknafélögin kalla eftir vopnahléi á Gaza

Stjórn­ir nor­rænu lækna­fé­lag­anna senda frá sér álykt­un þar sem stjórn­völd eru hvött til að beita sér fyr­ir því að far­ið sé eft­ir al­þjóða­lög­um í Gaza. Lækna­fé­lög­in kalla eft­ir taf­ar­lausu vopna­hlé og frels­un gísla. Mynd­ir með frétt­inni eru ekki fyr­ir við­kvæma.

Norrænu læknafélögin kalla eftir vopnahléi á Gaza
Íbúar líða skort Læknafélögin ítreka kröfur um að tryggja aðgengi að nauðsynjum, en víða eru íbúar illa haldnir. Mynd: AFP

Stjórnir læknafélaga Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands sendu nýverið frá sér sameiginlega ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnir og þingmenn allra norræna ríkja til þess að beita sér fyrir því að alþjóðalögum verði framfylgt á átakasvæðinu, án allra undantekninga. Áríðandi sé stöðva frekara mannfall og limlestingar á meðal óbreyttra borgara í Gaza og heilbrigðisstarfsfólks sem þar starfar. 

Norrænu læknafélögin kalla eftir tafarlausu vopnahléi og frelsun á öllum gíslum. Þá segir einnig í ályktuninni að nauðsynlegt sé að tryggja reglulega flutninga á nauðþurftum til að koma í veg fyrir frekari þjáningar og dauðsföll af völdum vatnsskorts, hungurs eða skjólleysis á meðal óbreyttra borgara.

Auk þess þurfi að ráðast tafarlaust í aðgerðir til þess að endurreisa heilbrigðiskerfið á svæðinu. Loks ítreka norrænu læknafélögin kröfur Alþjóðafélags lækna um að standa þurfi vörð um heilbrigðisþjónustu á Gasa.

Nauðsynjar af skornum skammtiHjálpargögnum og helstu nauðsynjum hefur verið haldið frá óbreyttum borgurum og börn hafa látist af völdum næringarskorts.
SkelfingarástandLæknafélögin segja áríðandi að stöðva frekari dauðsföll og limlestingar. Myndin var tekin á Gaza fyrr í vikunni.
Heilbrigðiskerfi í molumÍ ályktuninni ítreka læknafélögin kröfu Alþjóðafélags lækna um nauðsyn þess að endurreisa heilbrigðiskerfið á Gaza.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár