Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
Matvælaráðherra Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur gefið Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum árið 2024. Mynd: Golli

Í gær sagði Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Heimildina að þær 29 langreyðar sem leyfi væri fyrir að veiða milli Austur-Íslands og Færeyja árið 2024 yrðu aldrei veiddar sökum fjarlægðar frá hvalstöðinni. Sagði Árni að honum fyndist óábyrgt að blanda þessu svæði saman við svæðið milli Vestur-Íslands og Grænlands í veiðileyfinu. En á því svæði verður leyft að veiða 99 hvali í sumar. 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir aðspurð að svona hafi þetta verið gert í gegnum tíðina. Að leyfi hafi verið gefin út á báðum þessum svæðum þrátt fyrir að sennilega hafi þau aldrei verið nýtt á öðru þeirra. „Leyfisreglan hefur verið sú að gefa þetta út á báðum stöðum. Og við breyttum engu í því núna,“ segir hún.

Er þetta þá ekki smá villandi framsetning að tala um 128 þegar þetta eru þá í rauninni bara 99 dýr sem má veiða?

„Þetta hefur verið með þessum hætti fram til þessa. Við í rauninni breyttum engu í því varðandi framsetninguna. Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja,“ segir Bjarkey.

Hefur áður tekið langan tíma

Hún neitar að einhver sérstök hugsun eða mögulegur vilji liggi bak við það að draga ákvörðun sína svo lengi. „Ég kem hérna inn, það eru rétt um tveir mánuðir síðan. Þegar ég fékk þetta verkefni til mín þá óskaði ég eftir því að við myndum fara ofan í kjölinn á þessu máli. Og afla okkur gagna sem við höfum svo verið að gera“ segir hún.

„Ég vil halda því til haga að þetta er ekki í fyrsta sinn, þetta hefur gjarnan tekið talsverðan tíma.“ Hún bendir á að árið 2019 hafi Kristján Þór Júlíusson tekið sér fjóra mánuði í afgreiðslu málsins. „Án þess að nokkuð hefði í sjálfu sér breyst í lagaumhverfinu.“ Þá hafi leyfið ekki komið fyrr en 5. júlí.

Nú hafi þurft að taka tillit til álit umboðsmanns Alþingis frá í upphafi árs, sjónarmið og velferð dýra auk alþjóðlegra skuldbindinga. „Þetta erum við búin að vera að taka okkur tíma í að fara vel yfir. Þetta var til dæmis ekki undir á sínum tíma þegar þáverandi ráðherra tók sína ákvörðun.“

Nú hafa bæði þú og fulltrúar hinna stjórnarflokkanna vísað í að þessi ákvörðun sé tekin með vísun í lög. Það hefur verið mikill tími til að breyta lögum ef að vilji hefði verið til. Stóð vilji VG til þess að breyta lögum í þessa veru?

„Ég held að vilji Vinstri grænna liggi alveg fyrir í þessu máli. Vinstri græn hafa ályktað um það að hætta hvalveiðum. Ég kem eins og kunnugt er inn þegar vel er liðið á vorið og við erum u.þ.b. að ljúka þingi. Það er alveg ljóst að ég hefði ekki getað farið með jafn umdeilt mál inn á Alþingi og gert ráð fyrir því að fá afgreiðslu á því fyrir vorið.“

Bjarkey segir þó að halda þurfi áfram að taka samtal um málið í samfélaginu. 

Ekki alltaf hægt að hafa hlutina eftir eigin höfði

Ef ég skil þig rétt þá er þín sannfæring að Íslendingar ættu ekki að veiða hvali. Finnst þér rétt að sitja sem ráðherra málaflokks þegar þú ert í rauninni að taka ákvarðanir gegn þinni samvisku? 

„Í sjálfu sér er margt sem maður stendur frammi fyrir í stjórnsýslunni þegar maður þarf að taka ákvarðanir. Það er alveg ljóst að ráðherra hvers málaflokks á hverjum tíma getur aldrei búist við því að standa ekki frammi fyrir ákvörðunum sem honum falla alltaf í geð eða eru samkvæmt hans stjórnmálaskoðun. Þannig er það bara.“

Þá segir Bjarkey að sennilega væri enginn ráðherra ef hann þyrfti ekki að horfast í augu við það að hlutirnir væru ekki alltaf eftir hans eigin höfði. „Það væri heldur ekki gott ef það væri alltaf þannig að það gæti allt verið eftir manns eigin höfði. Þess vegna erum við nú með lög og reglur.“

Bjarkey vildi ekki svara því hvernig henni liði með ákvörðunina. „Í sjálfu sér er kannski tæplega hægt að tala um mína líðan, þetta er bara ákvörðun sem ég varð að taka og ég er svosem bara ósköp fegin að vera búin að taka hana og lítið meira um það að segja.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Ráðherra treystir sér ekki með hvalveiðina inn í þingið.
    Þetta mál er vel til þess fallið að setja í þjóðaratkvæði. Við höfum vel vit á því Íslendingar hvort leyfa skuli hvalveiði eða ekki. Og ef við kysum að leyfa ekki, þá má gefa Hvalamanninum 2 ár til að snúa sér að einhverju öðru. Ef við kysum að leyfa veiðar, þá það. Máli lokið.
    Að eyða tíma og fé þings og þjóðar í þetta mál lengur er fáfengilegt og raunar hlægilegt hvernig umræðan er nú.
    Hvað er þetta eiginlega með ísl. stjórnvöld og þjóðaratkvæði?
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
3
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
5
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár