Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en ári.

Skattfrjálsar úttektir lífeyris í Portúgal leiddu til skoðunar ráðuneytis

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fól skatta­skrif­stofu ráðu­neyt­is­ins í upp­hafi árs 2020 að taka sam­an minn­is­blað um mögu­leika Ís­lands til að skatt­leggja líf­eyri sem greidd­ur var til ein­stak­linga með bú­setu í Portúgal, í ljósi þess að Portúgal gerði það ekki.

Skattfrjálsar úttektir lífeyris í Portúgal leiddu til skoðunar ráðuneytis
Á árinu 2019 nam meðalgreiðslan til hvers einstakling sem fékk greiddan lífeyri frá Íslandi til Portúgal 3,6 milljónum króna. Mynd: Mynd: Pexels

Tugir Íslendinga hafa á undanförnum árum flutt lögheimili sitt til Portúgal og tekið þar út lífeyrissparnað og séreignarlífeyrissparnað, að miklu leyti skattfrjálst, á grundvelli tvísköttunarsamnings á milli Íslands og Portúgals.

Umfang þessara skattfrjálsu úttekta var orðið svo mikið á árinu 2019 að í upphafi árs 2020 fól Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra skrifstofu skattamála í fjármálaráðuneytinu að taka sérstaklega saman minnisblað um möguleika Íslands til þess að skattleggja þessar úttektir.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Samkvæmt ráðuneytinu var tekið til skoðunar hvort ástæða væri til að hafna ívílnun tvísköttunarsamnings á þeim grundvelli að greiðslurnar væru ekki skattlagðar, en niðurstaðan var sú að það myndi að öllum líkindum ekki standast.

Ekki var svo talin ástæða til að aðhafast í framhaldinu, sökum þess að portúgölsk stjórnvöld voru áform með um, og hafa síðan komið á, 10 prósenta skattlagningu lífeyrisgreiðslna. „Sú skattlagning er þó nýtilkomin en fyrir þann tíma var ekki lagður skattur á lífeyri hjá erlendum ríkisborgurum sem fluttu til landsins,“ segir í svari ráðuneytisins til Kjarnans.

Samkvæmt tvísköttunarsamningnum á milli Íslands og Portúgal, sem gerður var árið 2002, má einungis heimaríki móttakanda skattleggja lífeyri. Samkvæmt fjármála- og efnahagsráðuneytinu er það í samræmi við samningsfyrirmynd OECD og flesta tvísköttunarsamninga sem Ísland og önnur ríki hafa gert sín á milli, en heimaríki móttakanda er talið betur í stakk búið til að skattleggja greiðslur sem þessar sem ætlað er að standa undir framfærslu.

63 milljónir að mestu skattfrjálst úr séreign árið 2019

Samkvæmt minnisblaði skattaskrifstofunnar, sem Kjarninn fékk afhent frá ráðuneytinu fyrir skemmstu, fengu 24 einstaklingar með skráð lögheimili í Portúgal greitt úr íslenskum lífeyrissjóðum árið 2018, alls 40 milljónir króna úr sameign og 12 milljónir króna úr séreign. Árið 2019 hins vegar voru einstaklingarnir 41 talsins, og fengu þeir 86 milljónir króna greiddar úr sameign og 63 milljónir króna úr séreign.

Í samantekt frá Skattinum sem finna má í minnisblaðinu kemur fram að hlutfall séreignarúttekta og sömuleiðis meðalgreiðslan á mann hefði verið hæst til þeirra sem voru með heimilisfesti í Portúgal, samanborið við önnur lönd, en meðalgreiðslan til þeirra sem voru í Portúgal árið 2019 nam 3,6 milljónum króna og var hún næsthæst til þeirra sem voru í Þýskalandi, eða 1,3 milljónir króna.

Samkvæmt skattaskrifstofu ráðuneytisins lá ekki fyrir hve miklu var haldið eftir í staðgreiðslu í Portúgal, en líklega væri þó um „óverulega upphæð að ræða“.

Myndi brjóta gegn EES-samningum að neita ívilnun samningsins

Farið var yfir það í minnisblaðinu að tvísköttunarsamningurinn við Portúgal takmarkaði að fullu rétt Íslands til skattlagningar á lífeyri úr sameign eða séreign einkarekinna sjóða. Hið sama ætti við um eingreiðslur á séreign úr opinberum sjóðum sem og bótum almannatrygginga. Ísland væri hins vegar ekki takmarkað þegar kæmi að jöfnum greiðslum á sameign eða séreign úr opinberum sjóðum.

Í svari sem Kjarninn fékk frá ráðuneytinu kemur fram að það sé ekkert því til fyrirstöðu fyrir íslenska ríkisborgara að taka út séreignarsparnað sinn í Portúgal, enda sé Ísland hluti af hinu sameiginlega efnahagssvæði í gegnum EES-samninginn. Að koma í veg fyrir úttektirnar væri brot á samningnum.

Í minnisblaðinu til ráðherra kom skattaskrifstofa ráðuneytisins því þó á framfæri að það væri „rík ástæða“ til „að fara í heildstæða skoðun á skattframkvæmd og tekjuöflun af lífeyrisgreiðslum og bótum sem greiddar eru til erlendra manna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár