Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Söluráðgjafar fengu þóknun fyrir sölu á Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa brotið lög

Banka­sýsla rík­is­ins ætl­ar ekki að taka ákvörð­un um hvort hún greiði sölu­ráð­gjöf­um val­kvæða þókn­un fyr­ir að­komu sína að sölu á hlut í Ís­lands­banka fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um fyrr en at­hug­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þætti þeirra í sölu­ferl­inu ligg­ur fyr­ir. Eft­ir­lit­ið hef­ur þeg­ar lok­ið at­hug­un á tveim­ur ráð­gjöf­um og komst að þeirri nið­ur­stöðu að báð­ir hefðu brot­ið gegn lög­um.

Söluráðgjafar fengu þóknun fyrir sölu á Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa brotið lög
Forstjórinn Jón Gunnar Jónsson stýrir Bankasýslu ríkisins.

Kostnaður vegna sölu á 22,5 prósent hlut íslenskra ríkisins í Íslandsbanka, sem fram fór í mars 2022, stendur nú í 439,5 milljónum króna. Hann gæti þó hækkað, velji Bankasýsla ríkisins að greiða út frekari valkvæðar þóknanir til söluráðgjafa útboðsins. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um greiðslu slíkra þóknana og þær verða ekki teknar fyrr en Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands lýkur athugun sinni á söluráðgjöfunum. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar um kostnað við útboðið. 

Fjármálaeftirlitið hefur þegar lokið athugun sinni á hluta söluráðgjafanna og birt niðurstöður þeirra. Þar ber fyrst að nefna Íslandsbanka, sem eftirlitið komst að því að hefði framið alvarleg, kerfislæg og margþætt lögbrot í tengslum við söluna. Sú niðurstaða kostaði Birnu Einarsdóttur, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka frá árinu 2008, og tvo aðra stjórnendur starfið auk þess …

Kjósa
58
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    "Þá munu reglur um sérstakt hæfi, þær sem Bjarni Benediktsson braut gegn, ekki gilda um næstu Íslandsbankasölu."

    Er ég að skilja þetta rétt að lögunum varð breytt þannig að Bjarbi megi selja fjölskyldu sinni hlut í bankanum næst?
    1
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Gamla sagan úr Hruninu: svindlaðu og þú færð greitt, svindlaðu meira og þú færð greitt meira.
    2
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er reyndar furðulegt að fólkið sem stjórnaði störfum bankans er ekki sektað
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár