Kostnaður vegna sölu á 22,5 prósent hlut íslenskra ríkisins í Íslandsbanka, sem fram fór í mars 2022, stendur nú í 439,5 milljónum króna. Hann gæti þó hækkað, velji Bankasýsla ríkisins að greiða út frekari valkvæðar þóknanir til söluráðgjafa útboðsins. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um greiðslu slíkra þóknana og þær verða ekki teknar fyrr en Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands lýkur athugun sinni á söluráðgjöfunum. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar um kostnað við útboðið.
Fjármálaeftirlitið hefur þegar lokið athugun sinni á hluta söluráðgjafanna og birt niðurstöður þeirra. Þar ber fyrst að nefna Íslandsbanka, sem eftirlitið komst að því að hefði framið alvarleg, kerfislæg og margþætt lögbrot í tengslum við söluna. Sú niðurstaða kostaði Birnu Einarsdóttur, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka frá árinu 2008, og tvo aðra stjórnendur starfið auk þess …
Er ég að skilja þetta rétt að lögunum varð breytt þannig að Bjarbi megi selja fjölskyldu sinni hlut í bankanum næst?