Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Söluráðgjafar fengu þóknun fyrir sölu á Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa brotið lög

Banka­sýsla rík­is­ins ætl­ar ekki að taka ákvörð­un um hvort hún greiði sölu­ráð­gjöf­um val­kvæða þókn­un fyr­ir að­komu sína að sölu á hlut í Ís­lands­banka fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um fyrr en at­hug­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þætti þeirra í sölu­ferl­inu ligg­ur fyr­ir. Eft­ir­lit­ið hef­ur þeg­ar lok­ið at­hug­un á tveim­ur ráð­gjöf­um og komst að þeirri nið­ur­stöðu að báð­ir hefðu brot­ið gegn lög­um.

Söluráðgjafar fengu þóknun fyrir sölu á Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa brotið lög
Forstjórinn Jón Gunnar Jónsson stýrir Bankasýslu ríkisins.

Kostnaður vegna sölu á 22,5 prósent hlut íslenskra ríkisins í Íslandsbanka, sem fram fór í mars 2022, stendur nú í 439,5 milljónum króna. Hann gæti þó hækkað, velji Bankasýsla ríkisins að greiða út frekari valkvæðar þóknanir til söluráðgjafa útboðsins. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um greiðslu slíkra þóknana og þær verða ekki teknar fyrr en Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands lýkur athugun sinni á söluráðgjöfunum. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar um kostnað við útboðið. 

Fjármálaeftirlitið hefur þegar lokið athugun sinni á hluta söluráðgjafanna og birt niðurstöður þeirra. Þar ber fyrst að nefna Íslandsbanka, sem eftirlitið komst að því að hefði framið alvarleg, kerfislæg og margþætt lögbrot í tengslum við söluna. Sú niðurstaða kostaði Birnu Einarsdóttur, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka frá árinu 2008, og tvo aðra stjórnendur starfið auk þess …

Kjósa
58
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    "Þá munu reglur um sérstakt hæfi, þær sem Bjarni Benediktsson braut gegn, ekki gilda um næstu Íslandsbankasölu."

    Er ég að skilja þetta rétt að lögunum varð breytt þannig að Bjarbi megi selja fjölskyldu sinni hlut í bankanum næst?
    1
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Gamla sagan úr Hruninu: svindlaðu og þú færð greitt, svindlaðu meira og þú færð greitt meira.
    2
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er reyndar furðulegt að fólkið sem stjórnaði störfum bankans er ekki sektað
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
3
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Kallar saman þingmenn og sérfræðinga vegna varnarmála
5
Viðtal

Kall­ar sam­an þing­menn og sér­fræð­inga vegna varn­ar­mála

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir nýj­um áskor­un­um í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um í breyttu al­þjóð­legu um­hverfi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra trú­ir að varn­ar­samn­ing­ur Ís­lands við Banda­rík­in haldi enn, en tel­ur nauð­syn­legt að bæta við stoð­um í vörn­um lands­ins og úti­lok­ar ekki var­an­legt varn­ar­lið. Hún vill að Ís­land efli eig­in grein­ing­ar­getu í stað þess að treysta al­far­ið á önn­ur ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár