Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Tommie Smith er áttræður: Fæddur sama dag og innrásin í Normandý, rekinn af ólympíuleikum fyrir mótmæli

Tommie Smith er áttræður: Fæddur sama dag og innrásin í Normandý, rekinn af ólympíuleikum fyrir mótmæli
Tommie Smith og John Carlos lyfta höndum í mótmælaskyni við mannréttindabrot gegn svörtum íbúum Bandaríkjanna og víðar í veröldinni. Þar var Suður-Afríka gjarnan nefnd sérstaklega.

Í dag, 6. júní 2024, er haldið upp á að rétt 80 ár eru liðin frá því að herir hinna vestrænu Bandamanna gegn Hitlers-Þýskalandi gerðu innrás á Normandý-skaga í Frakklandi 6. júní 1944. Þessi innrás ein og sér réði ekki úrslitum í síðari heimsstyrjöld en hún stytti þó áreiðanlega stríðið um að minnsta kosti eitt eða tvö ár.

En sama dag og bandarískir dátar ösluðu að landi á strönd Normandý fæddist svörtum hjónum í Clarksville í Texas sjöunda barnið af alls tólf. Þetta var piltur og fékk skírnarnafnið Tommie.

Hann varð geysiöflugur íþróttamaður og sérhæfði sig í 200 metra hlaupi. Snemma árs 1968 setti hann heimsmet í greininni og var því vitaskuld sigurstranglegur á ólympíuleikunum í Mexíkó-borg um haustið.

Enda vann Tommie Smith hlaupið á leikunum og setti frábært heimsmet.

Smith lyftir höndum á síðustu metrum 200 metra hlaupsins í Mexíkó.Ástralinn Peter Norman (sést mjög óljóst!) skýst fram úr John Carlos og nær öðru sæti. Heimsmet Smiths var 19,83. Núverandi heimsmet setti Usain Bolt 2009, það er 19,19.

Hann varð fyrsti maðurinn til að hlaupa 200 metrana undir 20 sekúndum og það tókst honum þótt hann lyfti höndum sem sigurtákni þegar hann átti 10 metra eftir í mark sem eflaust kostaði hann þó nokkur sekúndubrot.

Tommie Smith á velmektardögum sínum sem hlaupari.

En þegar Tommie Smith lyfti svo aftur hendi við verðlaunaafhendinguna, þá fóru myndir af því um alla heimsbyggðina.

Smith var þá nefnilega með svartan hanska á hægri hendi og engum gat dulist að þetta var ekki sigurtákn, heldur tákn um stuðning hans við baráttu gegn mannréttindabrotum er svartir íbúar Bandaríkjanna (og víðar) áttu við að stríða.

Félagi Smiths, vinur og keppinautur, John Carlos, sem varð í þriðja sæti í hlaupinu lyfti líka hanskaklæddri hendi í sama skyni og báðir hneigðu höfuð sín þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður Smith til heiðurs.

Þá höfðu þeir báðir farið úr skónum og stóðu á verðlaunapallinum í svörtum sokkum, sem var sérstakt tákn um fátæktargildruna sem svartir íbúar Bandaríkjanna sátu svo margir fastir í vegna kynþáttafordóma.

Þeir báru fleiri tákn — Smith var svartan klút um hálsinn og var það tákn um stolt svartra íbúa í Bandaríkjunum en Carlos var með perlufesti þar sem hver perla táknaði svartan mann sem hafði verið tekinn af lífi án dóms og laga í Bandaríkjunum. Báðir voru og með merki bandarísku samtakanna OPHR (Olympic Project for Human Rights) sem höfðu látið mikið í sér heyra í aðdraganda ólympíuleikanna.

Tommie Smith árið 2009.

Eini hvíti hlauparinn á verðlaunapallinum, Ástralinn Peter Norman, bar reyndar einnig merki OPHR, þeim Smith og Carlos til stuðnings.

Þessi mótmæli afmælisbarns dagsins og félaga hans vöktu sem fyrr segir gríðarlega athygli. Alþjóðaólympíunefndin heimtaði að Smith og Carlos yrðu reknir úr bandaríska ólympíuliðinu fyrir þessa „pólitísku yfirlýsingu“ sem ekki ætti heima á ólympíuleikunum. Bandaríska ólympíunefndin neitaði í fyrstu en þegar henni var hótað að allt lið Bandaríkjanna yrði þá rekið frá leikunum lét hún undan og Smith og Carlos voru sendir heim.

Smith þurfti að gjalda verknaðar síns í ýmsu en átti þó prýðilegan íþróttaferil og gerðist síðan félagsfræðikennari og íþróttaþjálfari.

Árið 2010 hélt hann uppboð á gullmedalíunni sem hann fékk fyrir sigur sinn á leikunum í Mexíkó.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár