Tommie Smith er áttræður: Fæddur sama dag og innrásin í Normandý, rekinn af ólympíuleikum fyrir mótmæli

Tommie Smith er áttræður: Fæddur sama dag og innrásin í Normandý, rekinn af ólympíuleikum fyrir mótmæli
Tommie Smith og John Carlos lyfta höndum í mótmælaskyni við mannréttindabrot gegn svörtum íbúum Bandaríkjanna og víðar í veröldinni. Þar var Suður-Afríka gjarnan nefnd sérstaklega.

Í dag, 6. júní 2024, er haldið upp á að rétt 80 ár eru liðin frá því að herir hinna vestrænu Bandamanna gegn Hitlers-Þýskalandi gerðu innrás á Normandý-skaga í Frakklandi 6. júní 1944. Þessi innrás ein og sér réði ekki úrslitum í síðari heimsstyrjöld en hún stytti þó áreiðanlega stríðið um að minnsta kosti eitt eða tvö ár.

En sama dag og bandarískir dátar ösluðu að landi á strönd Normandý fæddist svörtum hjónum í Clarksville í Texas sjöunda barnið af alls tólf. Þetta var piltur og fékk skírnarnafnið Tommie.

Hann varð geysiöflugur íþróttamaður og sérhæfði sig í 200 metra hlaupi. Snemma árs 1968 setti hann heimsmet í greininni og var því vitaskuld sigurstranglegur á ólympíuleikunum í Mexíkó-borg um haustið.

Enda vann Tommie Smith hlaupið á leikunum og setti frábært heimsmet.

Smith lyftir höndum á síðustu metrum 200 metra hlaupsins í Mexíkó.Ástralinn Peter Norman (sést mjög óljóst!) skýst fram úr John Carlos og nær öðru sæti. Heimsmet Smiths var 19,83. Núverandi heimsmet setti Usain Bolt 2009, það er 19,19.

Hann varð fyrsti maðurinn til að hlaupa 200 metrana undir 20 sekúndum og það tókst honum þótt hann lyfti höndum sem sigurtákni þegar hann átti 10 metra eftir í mark sem eflaust kostaði hann þó nokkur sekúndubrot.

Tommie Smith á velmektardögum sínum sem hlaupari.

En þegar Tommie Smith lyfti svo aftur hendi við verðlaunaafhendinguna, þá fóru myndir af því um alla heimsbyggðina.

Smith var þá nefnilega með svartan hanska á hægri hendi og engum gat dulist að þetta var ekki sigurtákn, heldur tákn um stuðning hans við baráttu gegn mannréttindabrotum er svartir íbúar Bandaríkjanna (og víðar) áttu við að stríða.

Félagi Smiths, vinur og keppinautur, John Carlos, sem varð í þriðja sæti í hlaupinu lyfti líka hanskaklæddri hendi í sama skyni og báðir hneigðu höfuð sín þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður Smith til heiðurs.

Þá höfðu þeir báðir farið úr skónum og stóðu á verðlaunapallinum í svörtum sokkum, sem var sérstakt tákn um fátæktargildruna sem svartir íbúar Bandaríkjanna sátu svo margir fastir í vegna kynþáttafordóma.

Þeir báru fleiri tákn — Smith var svartan klút um hálsinn og var það tákn um stolt svartra íbúa í Bandaríkjunum en Carlos var með perlufesti þar sem hver perla táknaði svartan mann sem hafði verið tekinn af lífi án dóms og laga í Bandaríkjunum. Báðir voru og með merki bandarísku samtakanna OPHR (Olympic Project for Human Rights) sem höfðu látið mikið í sér heyra í aðdraganda ólympíuleikanna.

Tommie Smith árið 2009.

Eini hvíti hlauparinn á verðlaunapallinum, Ástralinn Peter Norman, bar reyndar einnig merki OPHR, þeim Smith og Carlos til stuðnings.

Þessi mótmæli afmælisbarns dagsins og félaga hans vöktu sem fyrr segir gríðarlega athygli. Alþjóðaólympíunefndin heimtaði að Smith og Carlos yrðu reknir úr bandaríska ólympíuliðinu fyrir þessa „pólitísku yfirlýsingu“ sem ekki ætti heima á ólympíuleikunum. Bandaríska ólympíunefndin neitaði í fyrstu en þegar henni var hótað að allt lið Bandaríkjanna yrði þá rekið frá leikunum lét hún undan og Smith og Carlos voru sendir heim.

Smith þurfti að gjalda verknaðar síns í ýmsu en átti þó prýðilegan íþróttaferil og gerðist síðan félagsfræðikennari og íþróttaþjálfari.

Árið 2010 hélt hann uppboð á gullmedalíunni sem hann fékk fyrir sigur sinn á leikunum í Mexíkó.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Hvers vegna stöðvuðust friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna?
Flækjusagan

Hvers vegna stöðv­uð­ust frið­ar­við­ræð­ur Rússa og Úkraínu­manna?

Fyrstu vik­urn­ar eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu 24. fe­brú­ar 2022 áttu samn­inga­menn ríkj­anna við­ræð­ur um frið­ar­samn­inga sem virt­ust á tíma­bili lík­leg­ar til að skila ár­angri. Þær fóru þó út um þúf­ur að lok­um. Banda­ríska blað­ið The New York Times hef­ur rann­sak­að ástæð­ur þess og hér er fjall­að um nið­ur­stöð­ur blaðs­ins.

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
7
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
10
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
7
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár