Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Á virkilega að láta hóp Grindvíkinga sitja uppi með stórkostlegt tjón?“

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tel­ur að rík­is­stjórn­in hafi ekki stað­ið við stóru orð­in um auk­inn stuðn­ing við Grind­vík­inga vegna nátt­úru­ham­far­anna í bæn­um.

„Á virkilega að láta hóp Grindvíkinga sitja uppi með stórkostlegt tjón?“

Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sagði á þingi í dag ekki útlit fyrir að stjórnvöld ætluðu sér að veita Grindvíkingum aukinn stuðning til þess að mæta því tjóni sem þeir hafa þegar orðið fyrir vegna jarðhræringa og eldgosa við bæinn. Tvö stjórnarfrumvörp um stuðning við Grindvíkinga voru til umræðu á Alþingi í gær. 

„Á þeim frumvörpum sem við ræddum í gær má skilja að ekki verði meira gert í stuðningi við Grindvíkinga,“ sagði Oddný og vísaði til stjórnarfrumvarps um framhald á núverandi stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga og stjórnarfrumvarps um afurðasjóð Grindavíkurbæjar.

„Frumvarpið var um framlengingu rekstrarstyrkja og húsnæðisstuðningi út árið ásamt framlengingu á stuðningi til fyrirtækja til að greiða laun starfsmanna út ágústmánuð. Hitt málið er um afurðasjóð ef tjón verður á matvælum og fóðri í næstu hamförum og er ekki ætlað að bæta tjón sem þegar hefur orðið,“ sagði Oddný sem telur að enn liggi ekki fyrir lausnir sem virki fyrir alla. 

„Stjórnarflokkarnir lofuðu að þeim sem ekki fengju lausn sinna mála yrði mætt síðar en það bólar ekkert á slíkum lausnum. Einstaklingarnir þurfa að standa skil á lánum og skuldbindingum og mörg þeirra eru komin í veruleg vandræði,“ sagði Oddný og spurði: 

„Á virkilega að láta hóp Grindvíkinga sitja uppi með stórkostlegt tjón eftir hamfarirnar?“ 

Síðasta framlengingin

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynnti frumvarpið um breytingar á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Í frumvarpinu er lagt til að ýmsar stuðningsaðgerðir verði framlengdar, mest til 31. janúar 2025. Þetta á að vera síðasta framlenging aðgerðanna, miðað við greinargerð með frumvarpinu. 

„Ekki eru uppi áform um að framlengja frekar umrætt tímabil umfram þann tíma sem gert er ráð fyrir í frumvarpi þessu.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði Lilju út í þetta í tvígang í gær. Þegar Lilja hafði verið innt eftir svörum öðru sinni sagði hún: „Vari þetta ástand áfram og við þurfum að aðstoða áfram munum við gera það.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kynnti jafnframt frumvarpið um afurðarsjóðinn í gær. 

„Markmiðið er að treysta áframhaldandi atvinnustarfsemi í Grindavíkurbæ með því að gefa atvinnurekendum kost á að sækja um fjárhagsaðstoð til að bæta meiriháttar óbeint tjón á afurðum og hráefni vegna hamfaranna,“ sagði Bjarkey. „Úrræðið er hluti af tillögum ríkisstjórnarinnar um frekari stuðning við heimili og fyrirtæki í Grindavík.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • trausti þórðarson skrifaði
    Mig grunar að eignir sem ríkið hefur leyst til sín fari sömu leiðina og eignir íbúðalánasjóðs daginn sem eldsumbrotum lýkur.Hanhafar veiðiheimilda í grindavík eru þegar farnir að nýta kvótann annarsstaðar en munu glaðir þiggja ríkisstyrki.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár