Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Á virkilega að láta hóp Grindvíkinga sitja uppi með stórkostlegt tjón?“

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tel­ur að rík­is­stjórn­in hafi ekki stað­ið við stóru orð­in um auk­inn stuðn­ing við Grind­vík­inga vegna nátt­úru­ham­far­anna í bæn­um.

„Á virkilega að láta hóp Grindvíkinga sitja uppi með stórkostlegt tjón?“

Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sagði á þingi í dag ekki útlit fyrir að stjórnvöld ætluðu sér að veita Grindvíkingum aukinn stuðning til þess að mæta því tjóni sem þeir hafa þegar orðið fyrir vegna jarðhræringa og eldgosa við bæinn. Tvö stjórnarfrumvörp um stuðning við Grindvíkinga voru til umræðu á Alþingi í gær. 

„Á þeim frumvörpum sem við ræddum í gær má skilja að ekki verði meira gert í stuðningi við Grindvíkinga,“ sagði Oddný og vísaði til stjórnarfrumvarps um framhald á núverandi stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga og stjórnarfrumvarps um afurðasjóð Grindavíkurbæjar.

„Frumvarpið var um framlengingu rekstrarstyrkja og húsnæðisstuðningi út árið ásamt framlengingu á stuðningi til fyrirtækja til að greiða laun starfsmanna út ágústmánuð. Hitt málið er um afurðasjóð ef tjón verður á matvælum og fóðri í næstu hamförum og er ekki ætlað að bæta tjón sem þegar hefur orðið,“ sagði Oddný sem telur að enn liggi ekki fyrir lausnir sem virki fyrir alla. 

„Stjórnarflokkarnir lofuðu að þeim sem ekki fengju lausn sinna mála yrði mætt síðar en það bólar ekkert á slíkum lausnum. Einstaklingarnir þurfa að standa skil á lánum og skuldbindingum og mörg þeirra eru komin í veruleg vandræði,“ sagði Oddný og spurði: 

„Á virkilega að láta hóp Grindvíkinga sitja uppi með stórkostlegt tjón eftir hamfarirnar?“ 

Síðasta framlengingin

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynnti frumvarpið um breytingar á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Í frumvarpinu er lagt til að ýmsar stuðningsaðgerðir verði framlengdar, mest til 31. janúar 2025. Þetta á að vera síðasta framlenging aðgerðanna, miðað við greinargerð með frumvarpinu. 

„Ekki eru uppi áform um að framlengja frekar umrætt tímabil umfram þann tíma sem gert er ráð fyrir í frumvarpi þessu.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði Lilju út í þetta í tvígang í gær. Þegar Lilja hafði verið innt eftir svörum öðru sinni sagði hún: „Vari þetta ástand áfram og við þurfum að aðstoða áfram munum við gera það.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kynnti jafnframt frumvarpið um afurðarsjóðinn í gær. 

„Markmiðið er að treysta áframhaldandi atvinnustarfsemi í Grindavíkurbæ með því að gefa atvinnurekendum kost á að sækja um fjárhagsaðstoð til að bæta meiriháttar óbeint tjón á afurðum og hráefni vegna hamfaranna,“ sagði Bjarkey. „Úrræðið er hluti af tillögum ríkisstjórnarinnar um frekari stuðning við heimili og fyrirtæki í Grindavík.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • trausti þórðarson skrifaði
    Mig grunar að eignir sem ríkið hefur leyst til sín fari sömu leiðina og eignir íbúðalánasjóðs daginn sem eldsumbrotum lýkur.Hanhafar veiðiheimilda í grindavík eru þegar farnir að nýta kvótann annarsstaðar en munu glaðir þiggja ríkisstyrki.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár