Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
Sylwia upplifði ekki öryggi þegar hún bjó á Kópavogsbraut. Vinur hennar, sem er til vinstri á myndinni, þurfti oft að gista hjá henni þegar hún gat ekki sofið af ótta. Mynd: Golli

Sylwia Burzykowska  er 38 ára gömul og kemur frá Póllandi en hefur búið á Íslandi í fimmtán ár. Hún flutti hingað ásamt föður sínum og frænda. Fyrstu mánuðina á Íslandi svaf hún á gólfinu á hótelherbergi með þeim. „Á þessum tíma var pabbi háður alkóhóli og frændi minn líka,“ segir hún. 

Sylwia bjó í stærsta herberginu á áfangaheimili Betra lífs á Kópavogsbraut 69 og herbergið allt frá gólfi og upp í loft var þakið listaverkum eftir hana, hún er listakona og hún hafði gert herbergið að sínu, búið til í því lítinn heim fyrir sig þar sem ljósaseríur í loftinu minntu á stjörnubjartan kvöldhimin. Sitjandi í rúmi við lítið borð útskýrði hún að herbergið væri hennar griðarstaður í húsinu og raun heiminum.

„Það er erfitt að borga það fyrir eina manneskju. Það eru mýs hérna, ég get ekki lokað á eftir mér í sturtu“

Fyrir herbergið greiddi hún 140 þúsund …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • David Olafson skrifaði
    eg hef nú sed tessa sylwíu med glódur augu á bádum augum og ønnur hendin plástrud í bak og fyrir eftir einhver dóp slagsmálin
    0
  • David Olafson skrifaði
    tessa sylwíu á ad senda til póllands tar er hún med íbúd barn mømmu systur bil Hvad er hún ad gera á íslandi Tas vita allir sem hana tekkja Tad eru bæturnar sem hún sækir í Hún fær ørorku bætur húsaleigu bætur sertsakar húsaleigu bætur barnamedløg barna bætur í 8 ár er hún búin ad vera ad mjólka íslenska kervid Als sem hún tarfnast fær hún med betli Bordar hjá kaffistovunni fær bónus kort hjá mædrastirks nefnd føtin hjá rauda krossinum tennan 600 túsund sem vid borgum henni sendir hún úr landi fyrir utan 68 túsund sem vid borgum fyrir hana í leigu Allt annad er frítt og á tyngmanna launum Vid turvum ad losna vid svona betl lid Td af hverju fer hún til fóllands nokkrum sinnum á ári til ad heimsækja barnid sitt Vill hún ekki vera hjá barninu sýnu og hvad kemur hún med til baka Tøfluglas med 110 ópíum óda pillum kosta 2000 kall í póllandi en seljast á 660,000 á íslandi og hún er svo hissa ad fólk deyr í kringum hana Ein svona pilla getur drepid 100 kílóa mann audveldlega Hún var umtølud á betra líf sem dílermed pillur og spítt ásamt kærastanum sem býr nú í smáhýsi á okkar kosnad og er í tví sama og hún Sylwia Ungmenni á íslandi hrinja nydur út af tesssum baneitrudu tøflum Og sylwía spókar sig í frettunum Brotist inn hjá henni Væmtamlega var lidid ekki ad leita af føtum úr krossinum nei tad eru pillurnar sem inbrots lidid er ad leita af ópíum óda pillur Sjálf sagdi hún ad allir væru ad deya í kringum hana Skrítid tad eru engir ad deya á skýlunum ungt fólk deyr tar sem sylwía er Tad væri lands trif ad losna vid tessa konu sem fyrst úr landi okkar ungmenni verdum vid ad verja En hún vill annad smáhýsi vid hlid kærastans TÁ getru hún tekid á móti fleirum svona sem koma og fara ekki aftur fyrr en med fullar bætur og alles frá okkur islendingum Hversu augljóst getur tetta verid kanski of augljóst og einfalt Vid erum ad flytja inn dóp sala og opna markadinn fyrir tau Vogur er frægur veidistadur dópdílera sem koma erlendis frá og hún stimpladi sig inn á ísland med vogi og vík kúnahópurinn komin og stækkar ørt Einn fíkill á vogi tekkir 10 adra fíkla og svo framvegis
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Brostnar vonir á Betra lífi

Lögfræðingar borgarinnar skoða styrki til Betra lífs
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Lög­fræð­ing­ar borg­ar­inn­ar skoða styrki til Betra lífs

Lög­fræð­ing­ar vel­ferð­ar­sviðs eru að skoða styrki sem Reykja­vík­ur­borg veitti áfanga­heim­il­inu Betra líf á ár­un­um 2020-2023. Þetta kem­ur til eft­ir að Heim­ild­in fjall­aði um að rang­ar upp­lýs­ing­ar hefðu ver­ið í styrk­umsókn­um. Í fyr­ir­spurn vegna máls­ins er með­al ann­ars spurt hvort lit­ið sé á þetta sem til­raun til fjár­svika en eng­in svör fást að svo stöddu.
„Auðvitað fullkomlega galið“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Auð­vit­að full­kom­lega gal­ið“

Þing­mað­ur Vinstri grænna gagn­rýn­ir að hægt sé að reka áfanga­heim­ili án þess að þurfa til þess leyfi og að ekk­ert eft­ir­lit sé með rekstr­in­um. Hún hef­ur tví­veg­is lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu sem mið­ar að því að lög um slíkt séu sett. „Það verð­ur auð­vit­að að vera ljóst að all­ir spili eft­ir sömu reglu og það sé hvergi rek­ið nokk­urt úr­ræði þar sem að lífi og heilsu fólks er ógn­að af bara van­rækslu og eft­ir­lits­leysi,“ seg­ir Jó­dís Skúla­dótt­ir.
Brugðust ekki við ábendingum um „ógeðslegar“ aðstæður
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Brugð­ust ekki við ábend­ing­um um „ógeðs­leg­ar“ að­stæð­ur

Árni Dav­íðs­son, deild­ar­stjóri holl­ustu­eft­ir­lits hjá sam­eig­in­legu Heil­brigðis­eft­ir­liti Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness, seg­ir kall­að verði eft­ir breyt­ingu á lög­um til að bæta áfanga­heim­il­um á lista yf­ir eft­ir­lits-og starfs­leyf­is­skylda starf­semi. Auk þess mun eft­ir­lit­ið kalla eft­ir skýr­ari leið­bein­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un er varð­ar að­komu eft­ir­lits­ins að íbúð­ar­hús­næði.
Bæjarfulltrúi í Kópavogi telur áfangaheimili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi tel­ur áfanga­heim­ili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“

Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir kall­ar eft­ir heild­stæðri stefnu­mót­un þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra í Kópa­vogi. Hún seg­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar hafa neit­að að fjár­magna mála­flokk­inn í fjár­hags­áætl­un. Ekk­ert eft­ir­lit er með rekstri svo­nefndra áfanga­heim­ilia og bend­ir Sig­ur­björg Erla á að þau falli á milli kerfa þar sem áfanga­heim­il­in teljst hvorki til heil­brigð­isúr­ræða né gisti­þjón­ustu, þrátt fyr­ir að eiga að vera ein­hvers­kon­ar blanda af hvoru tveggja.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.
Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár