Sylwia Burzykowska er 38 ára gömul og kemur frá Póllandi en hefur búið á Íslandi í fimmtán ár. Hún flutti hingað ásamt föður sínum og frænda. Fyrstu mánuðina á Íslandi svaf hún á gólfinu á hótelherbergi með þeim. „Á þessum tíma var pabbi háður alkóhóli og frændi minn líka,“ segir hún.
Sylwia bjó í stærsta herberginu á áfangaheimili Betra lífs á Kópavogsbraut 69 og herbergið allt frá gólfi og upp í loft var þakið listaverkum eftir hana, hún er listakona og hún hafði gert herbergið að sínu, búið til í því lítinn heim fyrir sig þar sem ljósaseríur í loftinu minntu á stjörnubjartan kvöldhimin. Sitjandi í rúmi við lítið borð útskýrði hún að herbergið væri hennar griðarstaður í húsinu og raun heiminum.
„Það er erfitt að borga það fyrir eina manneskju. Það eru mýs hérna, ég get ekki lokað á eftir mér í sturtu“
Fyrir herbergið greiddi hún 140 þúsund …
Athugasemdir (2)