Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Telur „gegndarlausan áróður“ orkufyrirtækja „forkastanlegan“

Bjarni Bjarna­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, seg­ir flest orku­fyr­ir­tæki lands­ins hafa við­haft áróð­ur um að orku­skort­ur sé yf­ir­vof­andi. Fyr­ir því sé eng­inn fót­ur. „Reynd­ar er það svo að við bú­um við meira orku­ör­yggi en nokk­ur önn­ur þjóð.“

Telur „gegndarlausan áróður“ orkufyrirtækja „forkastanlegan“
Norskt vindorkuver Vindorkuver hafa verið byggð á heiðum og í fjalllendi í Noregi. Slík ver hafa mikil og óafturkræf umhverfisáhrif, segir Bjarni. Mynd: Sveinulf Vågene

Á meðan framleitt er margfalt meira af rafmagni en þarf til grunnþarfa samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort, sagði Bjarni Bjarnason, jarðfræðingur og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, á aðalfundi Landverndar nýverið. Engu að síður hafi flest orkufyrirtæki landsins stundað gegndarlausan áróður um að sú sé raunin og að jafnvel gæti komið til þess að skerða þurfi rafmagn til heimila. „Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“

Reyndar sé það svo að Íslendingar búi við meira orkuöryggi en nokkur önnur þjóð „vegna þess að við framleiðum fimm sinnum meira heldur en þarf til grunnþarfa alls samfélagsins. Þar með eru talin öll heimilin í landinu, allur landbúnaður, allur sjávarútvegur, það er að segja verkun í landi, sjúkrahúsin okkar og hvað eina. Fimm sinnum meira rafmagn en grunnþarfir samfélagsins þurfa á að halda.“

HugvekjaBjarni Bjarnason, …
Kjósa
121
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er áróður fjárfesta sem vilja komast yfir náttúruauðlindir okkar. Náttúran er auðlind sem við eigum saman. xD mafían og xB mafían selur það hverjum sem er þeir eru einfaldlega melludólgar. Hverjir eru það nákvæmlega (nöfn og myndir) eru að berjast fyrir þessu og hvað munu þeir fá fyrir sinn snúð. Það þarf að rannsaka og taka saman.
    0
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Ef orkufyrirtæki finna fyrir aukinni eftirspurn eftir raforku til nýrrar atvinnustarfsemi, meiri eftirspurn en þau geta framleitt í dag, þá er eðlilegt að forsvarsmenn þeirra tali um orkuskort, jafnvel þó hægt sé að fullnægja þörfum núverandi orkunotenda með miklu öryggi.
    Sjálfur talar Bjarni um orkuskort í þessu erindi:
    " Þannig að það gæti orðið skortur á heitu vatni eftir 40–50 ár, hugsanlega, til hitaveitu.“
    Heitt vatn til húshitunar er líka orka og ef heitt vatn eða varma skortir, þá er hér orkuskortur og orkuóöryggi fyrir almenning.
    -1
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Það gleymist kannski, eða kannski ekki, að nú eru hin nýju trúarbrögð varðandi laxeldi þau, að allt skuli upp á land. Laxeldi á landi er gríðarlega orkufrekur iðnaður og hlýtur að hafa mikil ruðningsáhrif á orkumarkað. Við öll þau áform varðandi laxeldi á landi stækkar enn sá hluti sem orkfrek stóriðja tekur til sín. Er það tekið inn í þarfapakkann? Er það þjóðhagslega hagkvæmt að setja enn hærra hlutfall raforkunnar í stóriðju?
    1
    • Helga Óskarsdóttir skrifaði
      það er matvælaframleiðsla og ætti að vera betri en laxeldi í sjó.
      0
  • Katrín Jónsdóttir skrifaði
    Takk Bjarni fyrir þessa grein, drottinn minn dýri ef á að eyðileggja landið með vindmyllum, það er hræðilegt
    2
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Hvers vegna þarf fjöldi fjarvarmaveitna og fiskimjölsverksmiðja að brenna milljónum lítra af olíu fyrir milljarða ef ekki er raforkuskortur? Raforkuskorturinn stafar af of fáum og smáum miðlunarlónum sem tæmast nær árlega síðla vetrar. Ísland geyma aðeins 25% árlegrar raforkuframleiðslu í lónum, 5 TWh, meðan Norðmenn geyma 87 TWh sem samsvara 58% af árlegri raforkuframleiðslu. Þeir geyma meira en við miðað við hina frægu höfðatölu!!
    -5
    • RA
      Reykjavíkur Akademían skrifaði
      Síldarverksmiðjur ganga fyrir afgangsorku. Keyptu þær forgangsorku eis og annar iðnaður væri ekki brennd olía.
      4
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Það ætti að vera skylda að Íslendingar lesi DRAUMALANDIÐ eftir Andra Snæ, betri samantekt af orkubrjálæði stjórnvalda er ekki að finna fyrir uta það að bókin er skemtileg að auki.
    7
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Gott að vita, en hvers vegna nennir enginn fjölmiðlamaður að spyrja orkumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um sín orð vegna orkuvöntunar ?
    15
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
2
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
9
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
8
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
10
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
8
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
9
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu