Á meðan framleitt er margfalt meira af rafmagni en þarf til grunnþarfa samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort, sagði Bjarni Bjarnason, jarðfræðingur og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, á aðalfundi Landverndar nýverið. Engu að síður hafi flest orkufyrirtæki landsins stundað gegndarlausan áróður um að sú sé raunin og að jafnvel gæti komið til þess að skerða þurfi rafmagn til heimila. „Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“
Reyndar sé það svo að Íslendingar búi við meira orkuöryggi en nokkur önnur þjóð „vegna þess að við framleiðum fimm sinnum meira heldur en þarf til grunnþarfa alls samfélagsins. Þar með eru talin öll heimilin í landinu, allur landbúnaður, allur sjávarútvegur, það er að segja verkun í landi, sjúkrahúsin okkar og hvað eina. Fimm sinnum meira rafmagn en grunnþarfir samfélagsins þurfa á að halda.“
Sjálfur talar Bjarni um orkuskort í þessu erindi:
" Þannig að það gæti orðið skortur á heitu vatni eftir 40–50 ár, hugsanlega, til hitaveitu.“
Heitt vatn til húshitunar er líka orka og ef heitt vatn eða varma skortir, þá er hér orkuskortur og orkuóöryggi fyrir almenning.