Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Telur „gegndarlausan áróður“ orkufyrirtækja „forkastanlegan“

Bjarni Bjarna­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, seg­ir flest orku­fyr­ir­tæki lands­ins hafa við­haft áróð­ur um að orku­skort­ur sé yf­ir­vof­andi. Fyr­ir því sé eng­inn fót­ur. „Reynd­ar er það svo að við bú­um við meira orku­ör­yggi en nokk­ur önn­ur þjóð.“

Telur „gegndarlausan áróður“ orkufyrirtækja „forkastanlegan“
Norskt vindorkuver Vindorkuver hafa verið byggð á heiðum og í fjalllendi í Noregi. Slík ver hafa mikil og óafturkræf umhverfisáhrif, segir Bjarni. Mynd: Sveinulf Vågene

Á meðan framleitt er margfalt meira af rafmagni en þarf til grunnþarfa samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort, sagði Bjarni Bjarnason, jarðfræðingur og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, á aðalfundi Landverndar nýverið. Engu að síður hafi flest orkufyrirtæki landsins stundað gegndarlausan áróður um að sú sé raunin og að jafnvel gæti komið til þess að skerða þurfi rafmagn til heimila. „Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“

Reyndar sé það svo að Íslendingar búi við meira orkuöryggi en nokkur önnur þjóð „vegna þess að við framleiðum fimm sinnum meira heldur en þarf til grunnþarfa alls samfélagsins. Þar með eru talin öll heimilin í landinu, allur landbúnaður, allur sjávarútvegur, það er að segja verkun í landi, sjúkrahúsin okkar og hvað eina. Fimm sinnum meira rafmagn en grunnþarfir samfélagsins þurfa á að halda.“

HugvekjaBjarni Bjarnason, …
Kjósa
121
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er áróður fjárfesta sem vilja komast yfir náttúruauðlindir okkar. Náttúran er auðlind sem við eigum saman. xD mafían og xB mafían selur það hverjum sem er þeir eru einfaldlega melludólgar. Hverjir eru það nákvæmlega (nöfn og myndir) eru að berjast fyrir þessu og hvað munu þeir fá fyrir sinn snúð. Það þarf að rannsaka og taka saman.
    0
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Ef orkufyrirtæki finna fyrir aukinni eftirspurn eftir raforku til nýrrar atvinnustarfsemi, meiri eftirspurn en þau geta framleitt í dag, þá er eðlilegt að forsvarsmenn þeirra tali um orkuskort, jafnvel þó hægt sé að fullnægja þörfum núverandi orkunotenda með miklu öryggi.
    Sjálfur talar Bjarni um orkuskort í þessu erindi:
    " Þannig að það gæti orðið skortur á heitu vatni eftir 40–50 ár, hugsanlega, til hitaveitu.“
    Heitt vatn til húshitunar er líka orka og ef heitt vatn eða varma skortir, þá er hér orkuskortur og orkuóöryggi fyrir almenning.
    -1
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Það gleymist kannski, eða kannski ekki, að nú eru hin nýju trúarbrögð varðandi laxeldi þau, að allt skuli upp á land. Laxeldi á landi er gríðarlega orkufrekur iðnaður og hlýtur að hafa mikil ruðningsáhrif á orkumarkað. Við öll þau áform varðandi laxeldi á landi stækkar enn sá hluti sem orkfrek stóriðja tekur til sín. Er það tekið inn í þarfapakkann? Er það þjóðhagslega hagkvæmt að setja enn hærra hlutfall raforkunnar í stóriðju?
    1
    • Helga Óskarsdóttir skrifaði
      það er matvælaframleiðsla og ætti að vera betri en laxeldi í sjó.
      0
  • Katrín Jónsdóttir skrifaði
    Takk Bjarni fyrir þessa grein, drottinn minn dýri ef á að eyðileggja landið með vindmyllum, það er hræðilegt
    2
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Hvers vegna þarf fjöldi fjarvarmaveitna og fiskimjölsverksmiðja að brenna milljónum lítra af olíu fyrir milljarða ef ekki er raforkuskortur? Raforkuskorturinn stafar af of fáum og smáum miðlunarlónum sem tæmast nær árlega síðla vetrar. Ísland geyma aðeins 25% árlegrar raforkuframleiðslu í lónum, 5 TWh, meðan Norðmenn geyma 87 TWh sem samsvara 58% af árlegri raforkuframleiðslu. Þeir geyma meira en við miðað við hina frægu höfðatölu!!
    -5
    • RA
      Reykjavíkur Akademían skrifaði
      Síldarverksmiðjur ganga fyrir afgangsorku. Keyptu þær forgangsorku eis og annar iðnaður væri ekki brennd olía.
      4
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Það ætti að vera skylda að Íslendingar lesi DRAUMALANDIÐ eftir Andra Snæ, betri samantekt af orkubrjálæði stjórnvalda er ekki að finna fyrir uta það að bókin er skemtileg að auki.
    7
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Gott að vita, en hvers vegna nennir enginn fjölmiðlamaður að spyrja orkumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um sín orð vegna orkuvöntunar ?
    15
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár