Björgólfur borgar milljarð en Róbert fær ekkert

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son fjár­fest­ir hef­ur sam­ið sig frá hóp­mál­sókn­um út af Lands­banka Ís­lands. Hann greið­ir stefn­end­um sam­tals 1050 millj­ón­ir króna. Lið­ur í upp­gjör­inu er að Ró­bert Wessman fái ekk­ert af þess­um pen­ing­um.

Björgólfur borgar milljarð en Róbert fær ekkert
Máli lokið með sátt Björgólfur Thor Björgólfsson ætlar að ljúka málum sem hluthafar Landsbanka Íslands höfðuðu gegn honum með greiðslu 1050 til þeirra. Róbert Wessman fær ekkert af þessum peningum en þeir Björgólfur hafa eldað grátt silfur um árabil. Mynd: mbl/Brynjar Gauti

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir hefur ákveðið að greiða 1050 milljónir króna til að binda endi á hópmálsóknir sem fyrrverandi hluthafar í Landsbanka Íslands höfuðuðu gegn honum vegna þess hvernig hann rak bankann á árunum fyrir bankahrunið 2008. Umrædd mál hafa verið til meðferðar í dómskerfinu um árabil. Frá þessu greinir fjárfestingarfélag Björgólfs Thors, Novator, í tilkynningu. Málið á sér 12 ára langa sögu, hófst árið 2012. 

Liður í samningnum um greiðslur vegna hópmálsóknanna er að félag í eigu Róberts Wessman fái engan hlut af þessum peningum.  Þeir Björgólfur og Róbert hafa eldað grátt silfur um árabil eftir að hafa unnið saman í samheitalyfjafyrirtækinu Actavis þar sem Róbert var forstjóri og Björgólfur eigandi. Félag Róberts var eitt þeirra sem tók þátt í hópmálsóknunum gegn Björgólfi Thor. 

„Mat ég það því sem þjóðþrifaverk að binda enda á þessa lönguvitleysu.“
Björgólfur Thor Björgólfsson,
fjárfestir um endalok málsins

Í tilkynningunni um uppgjörið segir …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
5
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár