Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir hefur ákveðið að greiða 1050 milljónir króna til að binda endi á hópmálsóknir sem fyrrverandi hluthafar í Landsbanka Íslands höfuðuðu gegn honum vegna þess hvernig hann rak bankann á árunum fyrir bankahrunið 2008. Umrædd mál hafa verið til meðferðar í dómskerfinu um árabil. Frá þessu greinir fjárfestingarfélag Björgólfs Thors, Novator, í tilkynningu. Málið á sér 12 ára langa sögu, hófst árið 2012.
Liður í samningnum um greiðslur vegna hópmálsóknanna er að félag í eigu Róberts Wessman fái engan hlut af þessum peningum. Þeir Björgólfur og Róbert hafa eldað grátt silfur um árabil eftir að hafa unnið saman í samheitalyfjafyrirtækinu Actavis þar sem Róbert var forstjóri og Björgólfur eigandi. Félag Róberts var eitt þeirra sem tók þátt í hópmálsóknunum gegn Björgólfi Thor.
„Mat ég það því sem þjóðþrifaverk að binda enda á þessa lönguvitleysu.“
Í tilkynningunni um uppgjörið segir …
Athugasemdir