Halla Tómasdóttir sker sig úr þeim hópi sem sækist eftir því að verða næsti forseti Íslands. Hún gerir það vegna þess að hún er eini frambjóðandinn sem mælist með umtalsvert fylgi sem er að reyna að komast á Bessastaði í annað sinn. Hún bauð sig líka fram árið 2016 og endaði þá önnur, með 27,9 prósent atkvæða, tæpum ellefu prósentustigum á eftir sigurvegaranum, Guðna Th. Jóhannessyni.
Það er vart hægt að lýsa því framboði Höllu öðruvísi en sem sígandi lukku. Framan af baráttunni mældist hún með sáralítið fylgi, klauf ekki tveggja tölustafa múrinn fyrr en rúmri viku fyrir kosningarnar og endaði svo með rúmlega 50 prósent meira fylgi en hún mældist með í síðustu könnunum.
Halla segir að þegar hún tók ákvörðun um að bjóða sig fram aftur þá hefði hún rætt við starfsmann hjá fyrirtæki sem framkvæmir skoðanakannanir, sem hafi sagt henni að ef takturinn hefði haldið áfram þá …
Athugasemdir (3)