Bíógestir skynja umhverfið með misjöfnum hætti, rétt eins og fólk upplifir kvikmyndir á ólíkan hátt. „Við erum misnæm fyrir áreiti í umhverfinu og eins er virkni skynfæranna ólík. Skynsegin sýning er löguð að fólk á þann hátt að öllu áreiti í húsinu er stillt í hóf,“ segir Lísa Attensperger verkefnastjóri hjá Bíó Paradís aðspurð hvernig staðið er að slíkri sýningu.
Núna á föstudaginn 24. maí verður sérstök skynsegin sýning á Grease klukkan 18:30 með Sing-A-Long söngtextum sem birtast undir lögunum.
Lísa útskýrir að dempuð sé bæði tónlist og umgangur fólks – og annað hljóðbært. Jafnframt er hugsað út í tímasetningar, til dæmis séu engar auglýsingar eða sýnishorn á undan myndinni. „Og ljósin í salnum eru kveikt til hálfs allan tímann. Eins er hálfopið fram svo fólk fái frelsi til að standa upp og hreyfa sig þegar það vill. Það er heldur ekkert hlé á myndinni. Svo reynum …
Athugasemdir