Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
Aníta og Winter Mynd: Af Facebook-síðu Anítu

Aníta Björt Berkeley missti tæplega sjö vikna gamla dóttur sína Winter Ivý í nóvember síðastliðnum. Hún hefur nú deilt reynslusögu sinni í Facebook-færslu, þar sem hún segir farir sínar ekki sléttar af viðmóti og verklagi heilbrigðiskerfsins.

Að sögn Anítu hefur engin hreyfing orðið á máli hennar sem liggur á borði landlæknis síðan frá andláti dóttur hennar, en Aníta lýsir viðbragðsleysi og gaslýsingu af hálfu heilbrigðisstarfsfólks sem gert hafi lítið úr áhyggjum hennar og ásakað hana um að valda barni sínu kvölum þegar hún krafðist rannsókna á veikindum dóttur sinnar. Hún var send heim af spítalanum með dóttur sína ennþá veika og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“.

„Mér var tilkynnt að ég væri að pynta barnið mitt“

Aníta fór með dóttur sína Winter á bráðamóttöku barna 31. október 2023, „í bráðri neyð“, en Winter var þá farin að verða andstoppa og með bláma. Anítu grunaði að um flog væri að ræða. Hún segist strax hafa mætt andstöðu frá heilbrigðisstarfsfólki, „það var gert lítið úr mér sem foreldri, gert lítið úr mínum áhyggjum fyrir heilsu dóttur minnar“. Hún hafi þurft síendurtekið að biðja um og þrýsta á að rannsóknir yrðu gerðar á heilsu dóttur sinnar, sem voru þó fáar, heilbrigðisstarfsfólk hafi þannig neitað að taka þvagprufur og blóðprufur. Þvagprufur voru loks teknar eftir mikið þref, „en ekki fyrr en að mér var tilkynnt að ég væri að pynta barnið mitt með því“. Aníta segir að læknir á bráðamóttökunni hafi hellt sér yfir hana og ásakað hana um að vera „valdur allra kvala hennar [Winter]“. Í þvagprufu kom í ljós að sýkingarparametrar hefðu hækkað en aftur hafi hún mætt andstöðu starfsfólks sem hafi ekki viljað gera neitt í því. 

Winter var því útskrifuð og sögð vera við fulla heilsu, „þó svo að ástandið á henni var orðið verra en þegar að við komum inn á deild!“. Aníta segist hafa grátbeðið um frekari rannsóknir enda hafi barnið hennar verið sárkvalið á þessum tímapunkti, en enga frekari aðstoð fengið. Anítu var sagt að Winter væri „textbókar kveisubarn og lagast upp úr þriggja mánaða“, en aðeins tæpum hálfum sólarhringi síðar, eftir að hún var útskrifuð, lét Winter lífið.

Aníta segir í færslu sinni að niðurstöður krufningarskýrslu liggi nú fyrir og þar sé staðfest að heilaskemmdir hafi fundist, blettur í öðru lunga barnsins og merki um veirusýkingu í lungum og blóði. Umrædd veirusýking sé fær um að valda þeim einkennum sem Winter sýndi; „bláman, andstoppin, uppköstin, óværðina, ALLT!“. Sama veirusýking geti orðið börnum undir þriggja mánaða aldri að bana.

Aníta er ósátt við niðurstöðu skýrslunnar sem segir jafnframt að dánarorsök sé óljós og andláti Winter er lýst sem vöggudauða.

„6 vikna og 6 daga gömul dóttir mín. Sem stólaði á mig fyrir öryggi og líf. Sem að ég leitaði til ótal margra lækna og heilbrigðisstarfsmanna eftir að aðstoða hana… Var send heim til að deyja….“

Aníta segir svör heilbrigðiskerfisins tómleg, hún hafi setið tvo fundi með forstjóra Landspítalans, Runólfi Pálssyni, en hann hafi sagt henni að ekkert haldbært lægi fyrir til að senda umræddan lækni, sem útskrifaði dóttur hennar og hellti sér yfir Anítu, í leyfi. Einnig á Runólfur að hafa tjáð henni að starfsfólkið, hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir, sem horfði á hana „á hliðarlínunni grátbiðja í 3 sólarhringi að Winteri yrði hjálpað“ hafi orðið fyrir áfalli við það að heyra af andláti dóttur hennar. Anítu þykir það „mjög taktlaus alhæfing“, í ljósi aðstæðna.

Aníta segir að einnig hafi komið í ljós að ekkert af bráðaveikindaeinkennum dóttur hennar hafi verið skráð í sjúkraskýrslu hennar og spyr hún í lokin: „Þetta er heilbrigðiskerfið okkar… hvar er réttlætið fyrir börnin okkar? Hvenær verður ábyrgðinni skilað á faglærðu læknana sem framkvæma þessu óafturkræfu mistök?“

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, deilir færslu Anítu og kallar eftir að ábyrgð sé að lágmarki viðurkennd, „svo að syrgjandi foreldrar viti að þeirra upplifun sé ekki hundsuð og afskrifuð“. Dóra segist sjálf hafa upplifað „vöntun á gæðaferlum innan heilbrigðiskerfisins“ og segir engan reiðubúin að axla ábyrgð. „Ég veit að kerfið er fjársvelt og fólk undir ómennsku álagi. Það afsakar samt ekki það að viðurkenna ekki mistökin.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón þegar ríkið á Íslandi er annarsvegar. Sjúkt þjóðfélag og fer bara versnandi þetta hefði aldrei gerst ef eitthvað af fyrir mennunum stelsjúku úr hruninu eða afkomendum þeirra hefðu lent í þessu
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Hvar er landlæknir?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár