Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
Aníta og Winter Mynd: Af Facebook-síðu Anítu

Aníta Björt Berkeley missti tæplega sjö vikna gamla dóttur sína Winter Ivý í nóvember síðastliðnum. Hún hefur nú deilt reynslusögu sinni í Facebook-færslu, þar sem hún segir farir sínar ekki sléttar af viðmóti og verklagi heilbrigðiskerfsins.

Að sögn Anítu hefur engin hreyfing orðið á máli hennar sem liggur á borði landlæknis síðan frá andláti dóttur hennar, en Aníta lýsir viðbragðsleysi og gaslýsingu af hálfu heilbrigðisstarfsfólks sem gert hafi lítið úr áhyggjum hennar og ásakað hana um að valda barni sínu kvölum þegar hún krafðist rannsókna á veikindum dóttur sinnar. Hún var send heim af spítalanum með dóttur sína ennþá veika og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“.

„Mér var tilkynnt að ég væri að pynta barnið mitt“

Aníta fór með dóttur sína Winter á bráðamóttöku barna 31. október 2023, „í bráðri neyð“, en Winter var þá farin að verða andstoppa og með bláma. Anítu grunaði að um flog væri að ræða. Hún segist strax hafa mætt andstöðu frá heilbrigðisstarfsfólki, „það var gert lítið úr mér sem foreldri, gert lítið úr mínum áhyggjum fyrir heilsu dóttur minnar“. Hún hafi þurft síendurtekið að biðja um og þrýsta á að rannsóknir yrðu gerðar á heilsu dóttur sinnar, sem voru þó fáar, heilbrigðisstarfsfólk hafi þannig neitað að taka þvagprufur og blóðprufur. Þvagprufur voru loks teknar eftir mikið þref, „en ekki fyrr en að mér var tilkynnt að ég væri að pynta barnið mitt með því“. Aníta segir að læknir á bráðamóttökunni hafi hellt sér yfir hana og ásakað hana um að vera „valdur allra kvala hennar [Winter]“. Í þvagprufu kom í ljós að sýkingarparametrar hefðu hækkað en aftur hafi hún mætt andstöðu starfsfólks sem hafi ekki viljað gera neitt í því. 

Winter var því útskrifuð og sögð vera við fulla heilsu, „þó svo að ástandið á henni var orðið verra en þegar að við komum inn á deild!“. Aníta segist hafa grátbeðið um frekari rannsóknir enda hafi barnið hennar verið sárkvalið á þessum tímapunkti, en enga frekari aðstoð fengið. Anítu var sagt að Winter væri „textbókar kveisubarn og lagast upp úr þriggja mánaða“, en aðeins tæpum hálfum sólarhringi síðar, eftir að hún var útskrifuð, lét Winter lífið.

Aníta segir í færslu sinni að niðurstöður krufningarskýrslu liggi nú fyrir og þar sé staðfest að heilaskemmdir hafi fundist, blettur í öðru lunga barnsins og merki um veirusýkingu í lungum og blóði. Umrædd veirusýking sé fær um að valda þeim einkennum sem Winter sýndi; „bláman, andstoppin, uppköstin, óværðina, ALLT!“. Sama veirusýking geti orðið börnum undir þriggja mánaða aldri að bana.

Aníta er ósátt við niðurstöðu skýrslunnar sem segir jafnframt að dánarorsök sé óljós og andláti Winter er lýst sem vöggudauða.

„6 vikna og 6 daga gömul dóttir mín. Sem stólaði á mig fyrir öryggi og líf. Sem að ég leitaði til ótal margra lækna og heilbrigðisstarfsmanna eftir að aðstoða hana… Var send heim til að deyja….“

Aníta segir svör heilbrigðiskerfisins tómleg, hún hafi setið tvo fundi með forstjóra Landspítalans, Runólfi Pálssyni, en hann hafi sagt henni að ekkert haldbært lægi fyrir til að senda umræddan lækni, sem útskrifaði dóttur hennar og hellti sér yfir Anítu, í leyfi. Einnig á Runólfur að hafa tjáð henni að starfsfólkið, hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir, sem horfði á hana „á hliðarlínunni grátbiðja í 3 sólarhringi að Winteri yrði hjálpað“ hafi orðið fyrir áfalli við það að heyra af andláti dóttur hennar. Anítu þykir það „mjög taktlaus alhæfing“, í ljósi aðstæðna.

Aníta segir að einnig hafi komið í ljós að ekkert af bráðaveikindaeinkennum dóttur hennar hafi verið skráð í sjúkraskýrslu hennar og spyr hún í lokin: „Þetta er heilbrigðiskerfið okkar… hvar er réttlætið fyrir börnin okkar? Hvenær verður ábyrgðinni skilað á faglærðu læknana sem framkvæma þessu óafturkræfu mistök?“

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, deilir færslu Anítu og kallar eftir að ábyrgð sé að lágmarki viðurkennd, „svo að syrgjandi foreldrar viti að þeirra upplifun sé ekki hundsuð og afskrifuð“. Dóra segist sjálf hafa upplifað „vöntun á gæðaferlum innan heilbrigðiskerfisins“ og segir engan reiðubúin að axla ábyrgð. „Ég veit að kerfið er fjársvelt og fólk undir ómennsku álagi. Það afsakar samt ekki það að viðurkenna ekki mistökin.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón þegar ríkið á Íslandi er annarsvegar. Sjúkt þjóðfélag og fer bara versnandi þetta hefði aldrei gerst ef eitthvað af fyrir mennunum stelsjúku úr hruninu eða afkomendum þeirra hefðu lent í þessu
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Hvar er landlæknir?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
1
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
4
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
9
Fréttir

Fer í leyfi til þess að geta sinnt að­stoð­ar­mennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár