Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
Aníta og Winter Mynd: Af Facebook-síðu Anítu

Aníta Björt Berkeley missti tæplega sjö vikna gamla dóttur sína Winter Ivý í nóvember síðastliðnum. Hún hefur nú deilt reynslusögu sinni í Facebook-færslu, þar sem hún segir farir sínar ekki sléttar af viðmóti og verklagi heilbrigðiskerfsins.

Að sögn Anítu hefur engin hreyfing orðið á máli hennar sem liggur á borði landlæknis síðan frá andláti dóttur hennar, en Aníta lýsir viðbragðsleysi og gaslýsingu af hálfu heilbrigðisstarfsfólks sem gert hafi lítið úr áhyggjum hennar og ásakað hana um að valda barni sínu kvölum þegar hún krafðist rannsókna á veikindum dóttur sinnar. Hún var send heim af spítalanum með dóttur sína ennþá veika og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“.

„Mér var tilkynnt að ég væri að pynta barnið mitt“

Aníta fór með dóttur sína Winter á bráðamóttöku barna 31. október 2023, „í bráðri neyð“, en Winter var þá farin að verða andstoppa og með bláma. Anítu grunaði að um flog væri að ræða. Hún segist strax hafa mætt andstöðu frá heilbrigðisstarfsfólki, „það var gert lítið úr mér sem foreldri, gert lítið úr mínum áhyggjum fyrir heilsu dóttur minnar“. Hún hafi þurft síendurtekið að biðja um og þrýsta á að rannsóknir yrðu gerðar á heilsu dóttur sinnar, sem voru þó fáar, heilbrigðisstarfsfólk hafi þannig neitað að taka þvagprufur og blóðprufur. Þvagprufur voru loks teknar eftir mikið þref, „en ekki fyrr en að mér var tilkynnt að ég væri að pynta barnið mitt með því“. Aníta segir að læknir á bráðamóttökunni hafi hellt sér yfir hana og ásakað hana um að vera „valdur allra kvala hennar [Winter]“. Í þvagprufu kom í ljós að sýkingarparametrar hefðu hækkað en aftur hafi hún mætt andstöðu starfsfólks sem hafi ekki viljað gera neitt í því. 

Winter var því útskrifuð og sögð vera við fulla heilsu, „þó svo að ástandið á henni var orðið verra en þegar að við komum inn á deild!“. Aníta segist hafa grátbeðið um frekari rannsóknir enda hafi barnið hennar verið sárkvalið á þessum tímapunkti, en enga frekari aðstoð fengið. Anítu var sagt að Winter væri „textbókar kveisubarn og lagast upp úr þriggja mánaða“, en aðeins tæpum hálfum sólarhringi síðar, eftir að hún var útskrifuð, lét Winter lífið.

Aníta segir í færslu sinni að niðurstöður krufningarskýrslu liggi nú fyrir og þar sé staðfest að heilaskemmdir hafi fundist, blettur í öðru lunga barnsins og merki um veirusýkingu í lungum og blóði. Umrædd veirusýking sé fær um að valda þeim einkennum sem Winter sýndi; „bláman, andstoppin, uppköstin, óværðina, ALLT!“. Sama veirusýking geti orðið börnum undir þriggja mánaða aldri að bana.

Aníta er ósátt við niðurstöðu skýrslunnar sem segir jafnframt að dánarorsök sé óljós og andláti Winter er lýst sem vöggudauða.

„6 vikna og 6 daga gömul dóttir mín. Sem stólaði á mig fyrir öryggi og líf. Sem að ég leitaði til ótal margra lækna og heilbrigðisstarfsmanna eftir að aðstoða hana… Var send heim til að deyja….“

Aníta segir svör heilbrigðiskerfisins tómleg, hún hafi setið tvo fundi með forstjóra Landspítalans, Runólfi Pálssyni, en hann hafi sagt henni að ekkert haldbært lægi fyrir til að senda umræddan lækni, sem útskrifaði dóttur hennar og hellti sér yfir Anítu, í leyfi. Einnig á Runólfur að hafa tjáð henni að starfsfólkið, hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir, sem horfði á hana „á hliðarlínunni grátbiðja í 3 sólarhringi að Winteri yrði hjálpað“ hafi orðið fyrir áfalli við það að heyra af andláti dóttur hennar. Anítu þykir það „mjög taktlaus alhæfing“, í ljósi aðstæðna.

Aníta segir að einnig hafi komið í ljós að ekkert af bráðaveikindaeinkennum dóttur hennar hafi verið skráð í sjúkraskýrslu hennar og spyr hún í lokin: „Þetta er heilbrigðiskerfið okkar… hvar er réttlætið fyrir börnin okkar? Hvenær verður ábyrgðinni skilað á faglærðu læknana sem framkvæma þessu óafturkræfu mistök?“

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, deilir færslu Anítu og kallar eftir að ábyrgð sé að lágmarki viðurkennd, „svo að syrgjandi foreldrar viti að þeirra upplifun sé ekki hundsuð og afskrifuð“. Dóra segist sjálf hafa upplifað „vöntun á gæðaferlum innan heilbrigðiskerfisins“ og segir engan reiðubúin að axla ábyrgð. „Ég veit að kerfið er fjársvelt og fólk undir ómennsku álagi. Það afsakar samt ekki það að viðurkenna ekki mistökin.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Örn Ægir Reynisson skrifaði
  Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón þegar ríkið á Íslandi er annarsvegar. Sjúkt þjóðfélag og fer bara versnandi þetta hefði aldrei gerst ef eitthvað af fyrir mennunum stelsjúku úr hruninu eða afkomendum þeirra hefðu lent í þessu
  0
 • ADA
  Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
  Hvar er landlæknir?
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
6
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
9
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
7
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár