Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Um 100 manns nýta yfirgefið fiskvinnsluhús til nýsköpunar

Eft­ir að fisk­vinnsla lagð­ist af á Breið­inni á Akra­nesi þurfti að finna nýtt hlut­verk fyr­ir stórt hús­næði sem þar er stað­sett. Fyr­ir þrem­ur ár­um var því breytt í ný­sköp­un­ar­set­ur og ið­ar nú af lifi og hug­mynd­um.

Um 100 manns nýta yfirgefið fiskvinnsluhús til nýsköpunar
Margskonar aðstaða Í húsnæðinu eru samvinnurými í takt við störf án staðsetningar þar sem einstaklingar leigja sér skrifborð, auk sameiginlegra fundarherbergja og svokölluð fljótandi skrifborð fyrir þá sem eru í rannsóknarvinnu. Mynd: Aðsend

Það iðar allt af lífi og fjöri í nýsköpunarsetri sem staðsett er á svæði sem nefnt er Breiðin á Akranesi. Þar stunda á annað hundrað einstaklingar rannsóknir og vinnu sína og sýna heimamönnum að lífið getur snúist um meira en fiskvinnslu. Það var Breið þróunarfélag sem kom setrinu á fót, en þróunarfélagið var stofnað sumarið 2020 af Brim hf. og Akraneskaupstað. Brim hf., sem hét áður HB Grandi, hafði verið með mikla starfsemi á Breiðinni á Akranesi, var með fiskvinnsluhúsnæði og töluverða vinnslu sem lagðist af árið 2018. Eftir stóð stórt húsnæði og miklar lóðir og fannst forsvarsfólki Brim hf. þau bera ábyrgð á að skilja ekki of stórt skarð eftir sig í samfélaginu, en á þriðja hundrað störf töpuðust er vinnslan var lögð niður. 

Að sögn Valdísar Fjölnisdóttur, framkvæmdastjóra Breiðar þróunarfélags, var farið í hugmyndasamkeppni um hvað hægt væri að gera við svæðið ásamt því að breyta fiskvinnsluhúsnæðinu í nýsköpunarsetur. „Það gekk ótrúlega vel, og á um þremur árum vorum við komin með um 100 manns í húsið. Þar er mjög fjölbreytt starfsemi, þetta eru helst frumkvöðlar og ýmis nýsköpunarstarfsemi en svo er einnig hefðbundin starfsemi hjá okkur, KPMG er til dæmis hér hjá okkur. Svo erum við með samvinnurými í takt við störf án staðsetningar þar sem einstaklingar leigja sér skrifborð, auk sameiginlegra fundarherbergja og svokölluð fljótandi skrifborð fyrir þá sem eru í rannsóknarvinnu. Hér er líka eldhúsaðstaða og það myndast ákveðinn kjarni, félagslega er þetta mjög sterk og skemmtileg blanda því það er svo fjölbreytt flóra af starfsemi í húsinu,“ segir Valdís. 

Ekki of langt frá höfuðborgarsvæðinu

Valdís segir að fyrir tveimur árum hafi svo aftur verið farið í hugmyndasamkeppni og þar vann tillaga frá Nordic arkitektum og er í undirbúningi nú að vinna deiliskipulag varðandi þá hugmynd. Um er að ræða blandaða byggð, íbúðir, atvinnustarfsemi og hótel og lögð er áhersla á sjálfbærni, umhverfismál og nýsköpun hvað varðar atvinnustarfsemina.

Valdís segir að rýmið í nýsköpunarsetrinu sé nánast fullbókað, en það sé þó smá pláss í viðbót fyrir þá sem hafa áhuga. „Viðtökurnar hafa verið frábærar og við fundum að það var mikil eftirspurn eftir svona vettvangi. Við erum ekki of langt frá höfuðborgarsvæðinu, sem getur verið kostir og gallar, en við sáum að marga vantaði stað fyrir sína vinnu. Við stofnuðum líka Breið líftæknismiðju, fyrir aðila sem þurfa rými fyrir plássfrekari rannsóknir og vinnslusvæði fyrir sína starfsemi. Þangað geta aðilar komið í styttri eða lengri tíma og fengið afnot af tækjum hjá okkur og þurfa þá ekki sjálf að fjárfesta í stærri tækjum upp á rannsókn sem þeir vita ekki hvort fari lengra eða ekki,“ segir Valdís. 

Ný nýtingGísli Gíslason, stjórnarformaður Breið þróunarfélags, og Valdís Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri.

Að sögn Valdísar eru þeir sem vinna í samvinnurýmunum fyrst og fremst heimamenn sem vinna fjarvinnu frá fyrirtækjum úr Reykjavík. „Svo eru fyrirtæki sem vinna að rannsóknum eins og Running Tide, sem eru með loftslags- og þararannsóknir. Þeir keyra oft frá bænum, en það er ekki mikið úrval af rýmum eins og þau þurfa á höfuðborgarsvæðinu. Það eru svokölluð blautrými, sem eru rými þar sem þú getur spúlað á eftir þér, þar sem þú ert t.d. að vinna með sjávarþang, þara, ensím og í alls kyns rannsóknum,“ segir Valdís.

Mikil áhrif á nærsamfélagið

Valdís segir að svona aðstaða hafi gríðarleg áhrif á nærsamfélagið og segir hún að þau hjá Breið fái margar heimsóknir alls staðar að, fólk sem leiti ráða hjá þeim og hafi áhuga á að sjá hvað sé að virka og hvað ekki. 

„það var erfitt þegar fjöldi manns missti vinnuna skyndilega þegar fiskvinnslan var lögð niður á sínum tíma. Það var áfall fyrir bæjarfélagið og fólk horfir til gamalla tíma og vill fá aftur sinn sjávarútveg“
Valdís Fjölnisdóttir

Hún segir að það sé gaman að sjá að sams konar nýsköpunarsetur hafi sprottið upp víða um land og að upplagt væri að hefja eitthvert samstarf milli landshluta. „Við erum líka með FabLab smiðju hér sem er mikið sótt af heimafólki, þá bæði eldra fólk og börn úr skólunum. Fólki finnst gaman að sjá starfsemina og kraftinn hér, en það var erfitt þegar fjöldi manns missti vinnuna skyndilega þegar fiskvinnslan var lögð niður á sínum tíma. Það var áfall fyrir bæjarfélagið og fólk horfir til gamalla tíma og vill fá aftur sinn sjávarútveg. En við finnum samt að það er breytt hljóð í heimamönnum, þau sjá að það er fullt annað hægt að gera en að vera með fiskvinnslu og við höfum náð að snúa við viðhorfi fólks og fengið það til að horfa til framtíðarinnar. Við berum auðvitað virðingu fyrir sögunni og við breyttum húsinu eins lítið og við gátum, við héldum til að mynda í gömlu flísarnar hér í húsinu. Við vorum með opið hús síðastliðinn föstudag þar sem við vorum með svokallað minningarhorn, þar  hengdum við upp myndir frá gamla tímanum og það fylltist húsið af gömlu starfsfólki sem var að skoða starfsemina. Ef við gerum þetta með þessum hætti þá eru meiri líkur á að maður fái fólk með sér í lið, sem skiptir auðvitað miklu máli,“ segir Valdís að lokum.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár