Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Grátrana sást á Vestfjörðum

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Grátrana sást á Vestfjörðum
Grátrana Kristján Sigurjónsson náði mynd af grátrönunni en tókst ekki að komast nær fuglinum án að styggja hann. Mynd: Aðsent/Kristján Sigurjónsson

Kristján Sigurjónsson, fyrrum útvarpsmaður RÚV, og eiginkona hans Áslaug Óttarsdóttir, kennari og bókasafnsfræðingur, rákust stóran og einkennilegan fugl á ferðum sínum á Vestfjörðum í gær. Í ljós kom að um væri að ræða grátrönu, sem hefur aldrei sést á þessum slóðum áður svo vitað sé. 

Í færslu sem Kristján birti á Facebook-síðu sinni segir hann frá tíðindunum deilir myndum af grátrönunni sem hjónunum tókst að taka með snjallsíma áður en fuglinn flaug á brott. 

Héldu fyrst að um gráhegra væri að ræða

Í samtali við Heimildina segir Kristján að hjónin hafi rekist á fuglinn á túninu á Langadalsströnd við Ísafjarðardjúp. Þau hafi í fyrstu talið að fuglinn væri gráhegri, sem er svipaður útliti. 

„Bara fyrir tilviljun sáum við stóran fugl, sem við héldum fyrst að væri hegri. Við náðum myndum af honum, bara á farsíma, frekar óskýrar. Við erum nú engir fuglafræðingar, við erum svona þokkalegt fuglaáhugafólk.“

Hjónin hafi kjölfarið sent myndirnar á kunningja sem er mikill fuglaáhugamaður sem var fljótur að greina fuglinn sem grátrönu. Myndirnar voru síðan senda til tveggja fuglafræðinga sem staðfestu að um grátrönu að væri að ræða.

Þá segir Kristján að fuglinn hafi verið einn síns liðs og hann hafi ekki séð aðra trönu á kreiki. 

„Hún var ein sem var þarna á túni. Það voru reyndar fullt af öðrum fuglum þarna sem kipptu sér ekkert upp við þetta. Þarna voru lóur og stelkar, svartbakur og meira að segja hrafn. Það voru bara allir þarna saman í sátt og samlyndi.“

Kristján segir að þau hafi fylgst með grátrönunni í um tíu mínútur og þeim sýndist fuglinn hafa verið að éta eitthvað á túninu. Þegar hann hafi reynt að komast nær til að taka skýrari myndir af trönunni hafi fuglinn orðið var við hann fælst í burtu.

Stórtíðindi fyrir fuglafræðinga

Kristján segir að hann hafi skömmu seinna haft samband við systurson sinn Snorra Sigurðsson sem er fuglafræðingur og sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Snorra hafi þótt þetta merkileg tíðindi en grátrönur hafa aldrei sést á þessum slóðum svo vitað sé til. 

Heimildin hafði samband við Jóhann Óla Hilmarsson, fuglafræðing og ljósmyndara, sem tók undir með starfsbróðir sínum og taldi þetta vera óvæntar og spennandi fréttir.  

Jóhann Óli segir grátrönur vera afar áhugaverðan fugl sem hafi lengst um sinni flækst hingað til lands einstaka sinnum en sjaldan staldrað lengi við.

„Þetta er mjög sérkennilegur fugl, stór og mikill, sem var flækingsfugl hérna þangað til fyrir svona 10 eða 12 árum, þá tóku þær upp á því að verpa. Austur á héraði og þar hafa verið eitt til tvö pör alveg síðan,“ segir Jóhann Óli og bætir við að einnig hafi sést til fuglsins í Kelduhverfi á Norð-Austurlandi.

Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á Vísindavefnum kemur fram að varpheimkynni grátrönu (Grus grus) séu staðsett í norðanverðri Evrópu og Norður-Asíu.

Stór hluti af tegundinni verpir í Rússlandi, Norðurlöndunum og þá er einnig vitað til um lítinn varpstofn í Englandi og Skotlandi. Fuglinn getur orðið allt 130 sentimetra á lengd með vænghaf á bilinu 180 til 240 sentimetra sem sé sambærilegt vænghafi hafarnar.

Trönur hugsanlega að nema land

Grátrönur eru alætur sem éta bæði jurtafæði og smádýr á borð við froska, skordýr og aðra hryggleysingja. Jóhann Óli segir það vera merkilegt að fuglinn hafi getað komið upp ungum á þessum slóðum sökum mataræðisins. En lítið er til af þeim smádýrum sem trönurnar éta á þessum slóðum.

Í samtali hvetur Jóhann Óli ferðalanga og fuglaáhugamenn til þess að tilkynna viðeigandi stofnun um sjaldgæfa flækingsfugla sem verða á vegi þeirri. Hann segir það vera spennandi að fylgjast með ferðum fuglsins hér á landi og hvort hann sé kominn hingað til að vera. 

„Svo vil ég benda á Flækingsfuglanefnd sem heldur utan um þetta. Hún er um þessar mundir að klára vef þar sem verður hægt að skrá beint inn athuganir.“ nálgast má vefslóð Flækingsfuglanefndarinnar á vefslóðinni hér.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár