Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Grátrana sást á Vestfjörðum

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Grátrana sást á Vestfjörðum
Grátrana Kristján Sigurjónsson náði mynd af grátrönunni en tókst ekki að komast nær fuglinum án að styggja hann. Mynd: Aðsent/Kristján Sigurjónsson

Kristján Sigurjónsson, fyrrum útvarpsmaður RÚV, og eiginkona hans Áslaug Óttarsdóttir, kennari og bókasafnsfræðingur, rákust stóran og einkennilegan fugl á ferðum sínum á Vestfjörðum í gær. Í ljós kom að um væri að ræða grátrönu, sem hefur aldrei sést á þessum slóðum áður svo vitað sé. 

Í færslu sem Kristján birti á Facebook-síðu sinni segir hann frá tíðindunum deilir myndum af grátrönunni sem hjónunum tókst að taka með snjallsíma áður en fuglinn flaug á brott. 

Héldu fyrst að um gráhegra væri að ræða

Í samtali við Heimildina segir Kristján að hjónin hafi rekist á fuglinn á túninu á Langadalsströnd við Ísafjarðardjúp. Þau hafi í fyrstu talið að fuglinn væri gráhegri, sem er svipaður útliti. 

„Bara fyrir tilviljun sáum við stóran fugl, sem við héldum fyrst að væri hegri. Við náðum myndum af honum, bara á farsíma, frekar óskýrar. Við erum nú engir fuglafræðingar, við erum svona þokkalegt fuglaáhugafólk.“

Hjónin hafi kjölfarið sent myndirnar á kunningja sem er mikill fuglaáhugamaður sem var fljótur að greina fuglinn sem grátrönu. Myndirnar voru síðan senda til tveggja fuglafræðinga sem staðfestu að um grátrönu að væri að ræða.

Þá segir Kristján að fuglinn hafi verið einn síns liðs og hann hafi ekki séð aðra trönu á kreiki. 

„Hún var ein sem var þarna á túni. Það voru reyndar fullt af öðrum fuglum þarna sem kipptu sér ekkert upp við þetta. Þarna voru lóur og stelkar, svartbakur og meira að segja hrafn. Það voru bara allir þarna saman í sátt og samlyndi.“

Kristján segir að þau hafi fylgst með grátrönunni í um tíu mínútur og þeim sýndist fuglinn hafa verið að éta eitthvað á túninu. Þegar hann hafi reynt að komast nær til að taka skýrari myndir af trönunni hafi fuglinn orðið var við hann fælst í burtu.

Stórtíðindi fyrir fuglafræðinga

Kristján segir að hann hafi skömmu seinna haft samband við systurson sinn Snorra Sigurðsson sem er fuglafræðingur og sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Snorra hafi þótt þetta merkileg tíðindi en grátrönur hafa aldrei sést á þessum slóðum svo vitað sé til. 

Heimildin hafði samband við Jóhann Óla Hilmarsson, fuglafræðing og ljósmyndara, sem tók undir með starfsbróðir sínum og taldi þetta vera óvæntar og spennandi fréttir.  

Jóhann Óli segir grátrönur vera afar áhugaverðan fugl sem hafi lengst um sinni flækst hingað til lands einstaka sinnum en sjaldan staldrað lengi við.

„Þetta er mjög sérkennilegur fugl, stór og mikill, sem var flækingsfugl hérna þangað til fyrir svona 10 eða 12 árum, þá tóku þær upp á því að verpa. Austur á héraði og þar hafa verið eitt til tvö pör alveg síðan,“ segir Jóhann Óli og bætir við að einnig hafi sést til fuglsins í Kelduhverfi á Norð-Austurlandi.

Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á Vísindavefnum kemur fram að varpheimkynni grátrönu (Grus grus) séu staðsett í norðanverðri Evrópu og Norður-Asíu.

Stór hluti af tegundinni verpir í Rússlandi, Norðurlöndunum og þá er einnig vitað til um lítinn varpstofn í Englandi og Skotlandi. Fuglinn getur orðið allt 130 sentimetra á lengd með vænghaf á bilinu 180 til 240 sentimetra sem sé sambærilegt vænghafi hafarnar.

Trönur hugsanlega að nema land

Grátrönur eru alætur sem éta bæði jurtafæði og smádýr á borð við froska, skordýr og aðra hryggleysingja. Jóhann Óli segir það vera merkilegt að fuglinn hafi getað komið upp ungum á þessum slóðum sökum mataræðisins. En lítið er til af þeim smádýrum sem trönurnar éta á þessum slóðum.

Í samtali hvetur Jóhann Óli ferðalanga og fuglaáhugamenn til þess að tilkynna viðeigandi stofnun um sjaldgæfa flækingsfugla sem verða á vegi þeirri. Hann segir það vera spennandi að fylgjast með ferðum fuglsins hér á landi og hvort hann sé kominn hingað til að vera. 

„Svo vil ég benda á Flækingsfuglanefnd sem heldur utan um þetta. Hún er um þessar mundir að klára vef þar sem verður hægt að skrá beint inn athuganir.“ nálgast má vefslóð Flækingsfuglanefndarinnar á vefslóðinni hér.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár