Ertu ekki kvíðin fyrir starfinu?” þessa spurningu segist Alma Möller hafa fengið stuttu eftir að hún tók við starfi landlæknis árið 2018, fyrst kvenna. „Það er útilokað að Birgir Jakobsson, [fyrrverandi landlæknir] hefði fengið þessa spurningu,“ segir Alma sem á kvennafrídaginn í fyrra skrifaði niður nokkrar örsögur úr viðtölum sem hún segir að endurspegli staðalímyndir kvenna.
Þar nefndi hún að þegar Guðrún Aspelund var nýtekin við sem sóttvarnarlæknir hafi hún verið spurð hvort hún væri hvergi bangin og að þegar Drífa Snædal var nýorðin forseti ASÍ hafi verið sagt við hana að hún væri bara að fara út í djúpu laugina. „Er til efs að karlar hefðu fengið þessar spurningar og athugasemdir,“ skrifaði Alma á Facebook á kvennafrídaginn í fyrra.
„Slíkt lifir góðu lífi“
Hún segir í viðtali …
Athugasemdir