Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flóttafólki fækkað um meira en 60 prósent milli ára

Haldi sú þró­un í komu flótta­fólks sem ver­ið hef­ur það sem af er ári áfram mun kostn­að­ur hins op­in­bera vegna þjón­ustu við um­sækj­end­ur um vernd drag­ast sam­an um sjö­unda millj­arð króna milli ára.

Flóttafólki fækkað um meira en 60 prósent milli ára
Ráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra.

Í byrjun viku höfðu 837 einstaklingar sótt um vernd á Íslandi það sem af er árinu 2024. Það eru 38 prósent þess fjölda sem það hafði gert í lok maí í fyrra. Haldi þessi þróun áfram út árið má gera ráð fyrir að fjöldi flóttamanna sem sæki um vernd hérlendis verði um 2.200 í ár, eða rúmlega helmingi færri en í fyrra þegar 4.494 gerðu slíkt. 

Af þeim sem þegar eru komnir til Íslands á þessu ári eru 523 frá Úkraínu, en ákveðin grein í lögum um útlendinga var virkjuð hérlendis vorið 2022 sem veitir Úkraínufólki nánast skilyrðislausa vernd hérlendis. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra framlengdi þá fjöldaflóttavernd um eitt ár í mars síðastliðnum. Sá fjöldi sem hefur leitað eftir vernd á Íslandi, að frátöldu fólki frá Úkraínu, var 314 á fyrstu fjórum og hálfum mánuði ársins. 

Miðað við þessar tölur má búast við að flóttamenn sem sækjast eftir vernd á Íslandi …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár