Í byrjun viku höfðu 837 einstaklingar sótt um vernd á Íslandi það sem af er árinu 2024. Það eru 38 prósent þess fjölda sem það hafði gert í lok maí í fyrra. Haldi þessi þróun áfram út árið má gera ráð fyrir að fjöldi flóttamanna sem sæki um vernd hérlendis verði um 2.200 í ár, eða rúmlega helmingi færri en í fyrra þegar 4.494 gerðu slíkt.
Af þeim sem þegar eru komnir til Íslands á þessu ári eru 523 frá Úkraínu, en ákveðin grein í lögum um útlendinga var virkjuð hérlendis vorið 2022 sem veitir Úkraínufólki nánast skilyrðislausa vernd hérlendis. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra framlengdi þá fjöldaflóttavernd um eitt ár í mars síðastliðnum. Sá fjöldi sem hefur leitað eftir vernd á Íslandi, að frátöldu fólki frá Úkraínu, var 314 á fyrstu fjórum og hálfum mánuði ársins.
Miðað við þessar tölur má búast við að flóttamenn sem sækjast eftir vernd á Íslandi …
Athugasemdir