Spurningaþraut Illuga 24. maí 2024 — Hver er konan? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 24. maí.

Spurningaþraut Illuga 24. maí 2024 — Hver er konan? — og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hvað heitir konan?

Seinni mynd: Hvaða fjall er þetta? Svarið þarf að vera nákvæmt.

Almennar spurningar:

  1. Hvað heitir höfuðborg Írlands?
  2. Hversu margir voru riddararnir ógurlegu sem koma við sögu í Opinberunarbók Biblíunnar?
  3. Hver orti vísuna frægu: „Fljúga hvítu fiðrildin / fyrir utan gluggann,“ o.s.frv.?
  4. Friðrik nokkur tók við konungstign í Danmörku nýlega. Númer hvað er hann?
  5. Hvaða ár stigu menn fyrst á tind Everestfjalls, svo vitað sé? Skeika má einu ári.
  6. Hver lék aðal karlhlutverkið í myndinni Terminator frá 1984?
  7. Um munn þess leikara fór frægur frasi þegar hann kvaddi á lögreglustöð einni, og hefur oft verið notaður síðan. Hvernig var frasinn?
  8. Hver skrifaði skáldsöguna Austurlandahraðlestina?
  9. Hver þýddi Hómerskviður á óbundið mál á 19. öldinni?
  10. Claude Monet var franskur listamaður. Hvaða listgrein stundaði hann?
  11. Með hvaða fótboltaliði hefur Jóhann Berg Guðmundsson leikið að undanförnu?
  12. Félagsmálaráðherra. Heilbrigðisráðherra. Innviðaráðherra. Matvælaráðherra. Menntamálaráðherra. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Umhverfis- og auðlindaráðherra. Hverju af þessum ráðherraembættum hefur Svandís Svavarsdóttir EKKI gegnt?
  13. Hvað heitir höfuðborgin í Ástralíu?
  14. Joni Mitchell, Justin Bieber, Drake, Avril Lavigne, Neil Young og Alanis Morrisette. Hver af þessum tónlistarmönnum er frá Kanada?
  15. Hvaða fjörður á Íslandi er sagður nefndur eftir biskupi á Suðureyjum við Skotlandsstrendur?


Svör við myndaspurningum:
Mary heitir konan á fyrri myndinni, hún er Danadrottning. Á neðri myndinni er Öræfajökull. Vatnajökull dugar ekki.

Svör við almennum spurningum:
1.  Dublin.  —  2.  Fjórir.  —  3.  Sveinbjörn Egilsson.  —  4.  Tíu.  —  5.  1953, svo rétt er 1952–1954.  —  6.  Schwarzenegger.  —  7.  „I'll be back.“  —  8.  Agatha Christie.  —  9.  Sveinbjörn Egilsson.  —  10.  Málaralist.  —  11.  Burnley. Hann er að vísu að hætta núna. —  12.  Hún hefur aldrei verið félagsmálaráðherra (var menntamálaráðherra í fæðingarorlofi Katrínar Jakobsdóttur).  —  13.  Canberra.  —  14.  Þau eru öll kanadísk.  —  15.  Patreksfjörður.
Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    Nánast fullt hús í dag. 14/15 + 2. Það var bara árans fótboltinn sem kostaði stig...
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár