Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 24. maí 2024 — Hver er konan? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 24. maí.

Spurningaþraut Illuga 24. maí 2024 — Hver er konan? — og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hvað heitir konan?

Seinni mynd: Hvaða fjall er þetta? Svarið þarf að vera nákvæmt.

Almennar spurningar:

  1. Hvað heitir höfuðborg Írlands?
  2. Hversu margir voru riddararnir ógurlegu sem koma við sögu í Opinberunarbók Biblíunnar?
  3. Hver orti vísuna frægu: „Fljúga hvítu fiðrildin / fyrir utan gluggann,“ o.s.frv.?
  4. Friðrik nokkur tók við konungstign í Danmörku nýlega. Númer hvað er hann?
  5. Hvaða ár stigu menn fyrst á tind Everestfjalls, svo vitað sé? Skeika má einu ári.
  6. Hver lék aðal karlhlutverkið í myndinni Terminator frá 1984?
  7. Um munn þess leikara fór frægur frasi þegar hann kvaddi á lögreglustöð einni, og hefur oft verið notaður síðan. Hvernig var frasinn?
  8. Hver skrifaði skáldsöguna Austurlandahraðlestina?
  9. Hver þýddi Hómerskviður á óbundið mál á 19. öldinni?
  10. Claude Monet var franskur listamaður. Hvaða listgrein stundaði hann?
  11. Með hvaða fótboltaliði hefur Jóhann Berg Guðmundsson leikið að undanförnu?
  12. Félagsmálaráðherra. Heilbrigðisráðherra. Innviðaráðherra. Matvælaráðherra. Menntamálaráðherra. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Umhverfis- og auðlindaráðherra. Hverju af þessum ráðherraembættum hefur Svandís Svavarsdóttir EKKI gegnt?
  13. Hvað heitir höfuðborgin í Ástralíu?
  14. Joni Mitchell, Justin Bieber, Drake, Avril Lavigne, Neil Young og Alanis Morrisette. Hver af þessum tónlistarmönnum er frá Kanada?
  15. Hvaða fjörður á Íslandi er sagður nefndur eftir biskupi á Suðureyjum við Skotlandsstrendur?


Svör við myndaspurningum:
Mary heitir konan á fyrri myndinni, hún er Danadrottning. Á neðri myndinni er Öræfajökull. Vatnajökull dugar ekki.

Svör við almennum spurningum:
1.  Dublin.  —  2.  Fjórir.  —  3.  Sveinbjörn Egilsson.  —  4.  Tíu.  —  5.  1953, svo rétt er 1952–1954.  —  6.  Schwarzenegger.  —  7.  „I'll be back.“  —  8.  Agatha Christie.  —  9.  Sveinbjörn Egilsson.  —  10.  Málaralist.  —  11.  Burnley. Hann er að vísu að hætta núna. —  12.  Hún hefur aldrei verið félagsmálaráðherra (var menntamálaráðherra í fæðingarorlofi Katrínar Jakobsdóttur).  —  13.  Canberra.  —  14.  Þau eru öll kanadísk.  —  15.  Patreksfjörður.
Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    Nánast fullt hús í dag. 14/15 + 2. Það var bara árans fótboltinn sem kostaði stig...
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár