Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 10. maí 2024 — Hver málaði málverkið? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 10. maí.

Spurningaþraut Illuga 10. maí 2024 — Hver málaði málverkið? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hver málaði málverkið sem hér sést hluti af?

Seinni mynd:

Hvað heitir konan? 

Almennar spurningar:

  1. Á þessum degi 1957 fæddist tónlistarmaður sem kallaði sig lengst af Sid Vicious. Hann varð skammlífur en í hvaða hljómsveit var hann?
  2. Í hvaða stríði var Tet-sóknin?
  3. Dr. Robert Banner er hæglátur og væskilslegur maður sem gerbreytist ef hann verður fyrir miklu álagi. Þá öðlast hann ofurkrafta og er hinn versti viðureignar, auk þess að skipta litum. Hvað kallast hann þá?
  4. Hversu oft baulaði Búkolla?
  5. Hver var elstur Bítlanna?
  6. Hardeep Singh heitir karlmaður einn. Hvaða trú er líklegast að hann játi?
  7. Frétta- og dagskrárgerðarkona hjá RÚV lét nýlega af störfum og stefnir á þing fyrir VG. Hvað heitir hún?
  8. Hvaða stofnun var í Viðey á miðöldum?
  9. Winston Churchill var tekinn inn í bresku ríkisstjórnina í september 1939. Hvaða ráðherraembætti tók hann þá að sér?
  10. Milljónaborg í Evrópu er svo í sveit sett að tvö mjög öflug eldfjöll í jaðri borgarinnar og geta gosið nánast hvenær sem er. Hvaða borg er það?
  11. Hvaða ár var Gamli sáttmáli samþykktur á Alþingi, samkvæmt hefðbundinni söguskoðun? Hér má engu muna.
  12. Hvaða ár hóf Ísland þátttöku í Eurovision? Hér má heldur engu muna.
  13. Mjög fræg söngstjarna hefur tekið upp á því síðustu tvö árin að taka upp nýja útgáfu af fjórum elstu plötum sínum. Hver er þetta?
  14. Hver samdi óperuna Brúðkaup Fígarós?
  15. Hvað heitir lengsta á á Íslandi?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er hluti verks eftir Rembrandt. Á seinni myndinni er Steinunn Ása Þorvaldsdóttir en Steinunn dugar í þessu tilfelli.

Svör við almennum spurningum:
1.  Sex Pistols.  —  2.  Víetnamstríðinu.  —  3.  Hulk.  —  4.  Þrisvar.  —  5.  Ringo Starr.  —  6.  Hann er nokkuð örugglega Síkhi. Þeir ber allir nafnið Singh.  —  7.  Sunna Valgerðardóttir.  —  8.  Klaustur.  —  9.  Flotamálaráðherra.  —  10.  Napólí.  —  11.  1262.  —  12.  1986.  —  13.  Taylor Swift.  —  14.  Mozart.  —  15.  Þjórsá.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár