Seinni mynd:
Hvað heitir konan?
Almennar spurningar:
- Á þessum degi 1957 fæddist tónlistarmaður sem kallaði sig lengst af Sid Vicious. Hann varð skammlífur en í hvaða hljómsveit var hann?
- Í hvaða stríði var Tet-sóknin?
- Dr. Robert Banner er hæglátur og væskilslegur maður sem gerbreytist ef hann verður fyrir miklu álagi. Þá öðlast hann ofurkrafta og er hinn versti viðureignar, auk þess að skipta litum. Hvað kallast hann þá?
- Hversu oft baulaði Búkolla?
- Hver var elstur Bítlanna?
- Hardeep Singh heitir karlmaður einn. Hvaða trú er líklegast að hann játi?
- Frétta- og dagskrárgerðarkona hjá RÚV lét nýlega af störfum og stefnir á þing fyrir VG. Hvað heitir hún?
- Hvaða stofnun var í Viðey á miðöldum?
- Winston Churchill var tekinn inn í bresku ríkisstjórnina í september 1939. Hvaða ráðherraembætti tók hann þá að sér?
- Milljónaborg í Evrópu er svo í sveit sett að tvö mjög öflug eldfjöll í jaðri borgarinnar og geta gosið nánast hvenær sem er. Hvaða borg er það?
- Hvaða ár var Gamli sáttmáli samþykktur á Alþingi, samkvæmt hefðbundinni söguskoðun? Hér má engu muna.
- Hvaða ár hóf Ísland þátttöku í Eurovision? Hér má heldur engu muna.
- Mjög fræg söngstjarna hefur tekið upp á því síðustu tvö árin að taka upp nýja útgáfu af fjórum elstu plötum sínum. Hver er þetta?
- Hver samdi óperuna Brúðkaup Fígarós?
- Hvað heitir lengsta á á Íslandi?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er hluti verks eftir Rembrandt. Á seinni myndinni er Steinunn Ása Þorvaldsdóttir en Steinunn dugar í þessu tilfelli.
Svör við almennum spurningum:
1. Sex Pistols. — 2. Víetnamstríðinu. — 3. Hulk. — 4. Þrisvar. — 5. Ringo Starr. — 6. Hann er nokkuð örugglega Síkhi. Þeir ber allir nafnið Singh. — 7. Sunna Valgerðardóttir. — 8. Klaustur. — 9. Flotamálaráðherra. — 10. Napólí. — 11. 1262. — 12. 1986. — 13. Taylor Swift. — 14. Mozart. — 15. Þjórsá.
Athugasemdir (1)