Frambjóðendurnir fjórir sem hafa mælst líklegastir til sigurs í forsetakosningunum 1. júní næstkomandi áttu í mestu vandræðum með nokkrar spurningar blaðamannanna Helga Seljan og Aðalsteins Kjartanssonar í síðustu viku. Hér eru nokkur dæmi um spurningar sem þau áttu erfitt með en listinn er ekki tæmandi:
Halla Hrund Logadóttir
Halla Hrund var ítrekað spurð um það hvort hún hefði orðið fyrir þrýstingi frá ráðherrum vegna áherslna hennar í orkumálum. Þeirri spurningu svaraði hún aldrei beint, heldur sagðist hafa orðið fyrir „blæstri úr ólíkum áttum“ og að sá blástur hafi m.a. komið úr stjórnmálum og atvinnulífi.
Helgi Seljan: Hefur þú verið með svona blástur frá ráðherrum, svo ég spyrji þig í þriðja skipti?
Halla Hrund: Ég hef orðið fyrir blæstri úr ólíkum áttum.
Helgi Seljan: Þannig að þú vilt ekki svara þessu?
Halla …
Athugasemdir