Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

835 leituðu til Stígamóta í fyrra

Í fyrra leit­uðu alls 835 ein­stak­ling­ar til Stíga­móta í 3.264 við­töl. 376 voru að koma i fyrsta sinn. Körl­um sem sóttu Stíga­mót fjölg­aði á milli ára, úr 7,1% í 11,4% og telja sam­tök­in það tengj­ast mik­illi um­ræðu um þjóð­þekkta menn sem nídd­ust á börn­um á síð­asta ári.

835 leituðu til Stígamóta í fyrra

„Ef þú beitir kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi er líklegast að þú gerir það inni á þínu eigin heimili. Þú ert ekkert endilega undir áhrifum áfengis eða vímuefna en þó kemur það fyrir og það eru 95% líkur á að þú sért karlmaður. Það er líklegast að þú sért af íslensku bergi brotinn (76,6%) og að þú þekkir manneskjuna sem þú brýtur gegn, sennilega ertu vinur, kunningi eða maki.“

Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr nýútgefinni ársskýrslu Stígamóta ársins 2023. Í fyrra komu alls 835 einstaklingar í 3.264 viðtöl, þar af voru 376 að koma í fyrsta sinn til Stígamóta. Frá upphafi hefur 11.101 einstaklingur leitað aðstoðar hjá Stígamótum. Ofbeldismennirnir teljast vera 15.673 en eru væntanlega færri þar sem einhverjir þeirra hafa beitt fleiri en einn einstakling ofbeldi.

Í ársskýrslunni kemur fram að algengast er að fólk leiti til samtakanna til að vinna úr afleiðingum nauðgunar (69,5%) en kynferðisbrot gegn barni fylgir fast á hælana (52,1%). Körlum sem sóttu Stígamót fjölgaði á milli ára, úr 7,1% í 11,4%. „Getur það verið vegna mikillar umræðu um þjóðþekkta menn sem níddust á börnum á síðasta ári,“ segir í fréttatilkynningu Stígamóta. Sem fyrr eru það hins vegar konur sem eru helst brotaþolar kynbundins og kynferðislegs ofbeldis og þá einkum ungar konur.

Biðlisti eftir fyrsta viðtali styttist á milli ára í fyrsta sinn í þrjú ár. Enn voru þó 179 á biðlista um síðustu áramót sem samtökin segja ekki ásættanlegt því það getur þýtt þriggja mánaða bið eftir fyrsta viðtali.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu