Það er eftirspurn í gangi - þetta er hulduheimur. Eins og ég nefndi áðan þá vill enginn tala um þetta og það er slæmt vegna þess að þá fær þetta að vera svolítið í friði en það er verið að búa til fórnarlömb. Og það verður aldrei þannig að þessi hópur sem sækist í þetta muni sætta sig við: ja ég næ mér bara í efni sem er 10 ára gamalt. Það verður aldrei þannig. Það verður alltaf reynt að ná í nýtt efni - það verður alltaf þannig. Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipulagður og skipulagður sem vinnur við það að reyna að búa til ný fórnarlömb og þeir svífast bókstaflega einskis. Og þetta veldur því að líf fólks eyðilegst …
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
„Ég fæ bara gæsahúð sjálf þegar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síðan ég sá þetta myndskeið,“ segir Bylgja lögreglufulltrúi sem hefur það hlutverk að myndgreina barnaníðsefni. Það felur meðal annars í sér að hún þarf að horfa á myndskeið þar sem verið er að beita börn ofbeldi. Jóhannes Kr. Kristjánsson er á vettvangi og fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.
Eftirfarandi er textaútgáfa annars þáttar Á vettvangi, nýrrar hlaðvarpsþáttaraðar í umsjón Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, sem aðgengilegur er vef Heimildarinnar. Þáttinn má nálgast hér.
Athugasemdir (2)