Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Eftirfarandi er textaútgáfa annars þáttar Á vettvangi, nýrrar hlaðvarpsþáttaraðar í umsjón Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, sem aðgengilegur er vef Heimildarinnar. Þáttinn má nálgast hér.

Það er eftirspurn í gangi - þetta er hulduheimur. Eins og ég nefndi áðan þá vill enginn tala um þetta og það er slæmt vegna þess að þá fær þetta að vera svolítið í friði en það er verið að búa til fórnarlömb. Og það verður aldrei þannig að þessi hópur sem sækist í þetta muni sætta sig við: ja ég næ mér bara í efni sem er 10 ára gamalt. Það verður aldrei þannig. Það verður alltaf reynt að ná í nýtt efni - það verður alltaf þannig. Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipulagður og skipulagður sem vinnur við það að reyna að búa til ný fórnarlömb og þeir svífast bókstaflega einskis. Og þetta veldur því að líf fólks eyðilegst …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • David Olafson skrifaði
    eru bara neikvædar frettir á tessum frettamidli Heimildin sorg barnaníd klikkada mømmu og pabbinn huldumadur í noregi Hvad med kína tar er hægt ad fynna hellings bull eins og kínverskur rottuhveitis kastala eigandi
    -1
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Það ágætt að hafa lögreglu ef eitthva óvænt kemur uppa hjá fólki svo er lika mjög traustvekjandi að vita af löggæslunni í nagrenninu
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár