Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Eftirfarandi er textaútgáfa annars þáttar Á vettvangi, nýrrar hlaðvarpsþáttaraðar í umsjón Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, sem aðgengilegur er vef Heimildarinnar. Þáttinn má nálgast hér.

Það er eftirspurn í gangi - þetta er hulduheimur. Eins og ég nefndi áðan þá vill enginn tala um þetta og það er slæmt vegna þess að þá fær þetta að vera svolítið í friði en það er verið að búa til fórnarlömb. Og það verður aldrei þannig að þessi hópur sem sækist í þetta muni sætta sig við: ja ég næ mér bara í efni sem er 10 ára gamalt. Það verður aldrei þannig. Það verður alltaf reynt að ná í nýtt efni - það verður alltaf þannig. Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipulagður og skipulagður sem vinnur við það að reyna að búa til ný fórnarlömb og þeir svífast bókstaflega einskis. Og þetta veldur því að líf fólks eyðilegst …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • David Olafson skrifaði
    eru bara neikvædar frettir á tessum frettamidli Heimildin sorg barnaníd klikkada mømmu og pabbinn huldumadur í noregi Hvad med kína tar er hægt ad fynna hellings bull eins og kínverskur rottuhveitis kastala eigandi
    -1
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Það ágætt að hafa lögreglu ef eitthva óvænt kemur uppa hjá fólki svo er lika mjög traustvekjandi að vita af löggæslunni í nagrenninu
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Mæðgur á vaktinni
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.
Bráðafjölskylda á vaktinni
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.
Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.
Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár