Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sunna Valgerðardóttir ráðin til þingflokks VG

Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir, frétta- og dag­skrár­gerð­ar­kona á RÚV, hef­ur ver­ið ráð­in til starfa hjá þing­flokki Vinstri grænna. Í til­kynn­ingu sem birt er á vef VG seg­ist Sunna hlakka til þess að tak­ast á við spenn­andi tíma í póli­tík­inni á hinum enda borðs­ins.

Sunna Valgerðardóttir ráðin til þingflokks VG
Sunna Valgerðardóttir , tekur við nýju starfi hjá þingflokki VG og kveður fjölmiðla eftir 15 ára farsælt starf á þeim vettvangi

Sunna Valgerðardóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona á RÚV, hefur verið ráðin til starfa hjá þingflokki Vinstri grænna. Í tilkynningu sem birt var á vef VG fyrir skömmu segist Sunna vera spennt fyrir starfinu. 

„Það eru ótrúlega spennandi tímar fram undan í pólitíkinni og ég hlakka til að takast á við þá hinum megin borðsins. Blaðamennskunni fylgja þau forréttindi að geta bent á það sem betur má fara og látið svo aðra um að laga. Það er ekki auðvelt að segja skilið við þann dýrmæta skóla sem hefur kennt mér svo margt, en breytingar eru af hinu góða og þessi er tímabær.”

Sunna deildi tilkynningu VG í færslu á Facebook-síðu með stuttri yfirskrift: „Áfram gakk.“ 

Sunna hefur starfað í fjölmiðlum undanfarin 15 ár og hefur sérsvið hennar verið pólitískar fréttir. Lengst af hefur Sunna starfað hjá RÚV en á ferli sínum hefur hún komið við hjá fjölmiðlum á borð við Fréttablaðið, Kjarnann, fréttastofu Stöð 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem hún sá um fréttaskýringarþáttinn Kompás. 

Sunna hefur tvisvar sinnum unnið til Blaðamannaverðlauna fyrir störf sín. Fyrst árið 2012 og síðast árið 2022. Síðast vann hún verðlaun fyrir fréttaskýringar á miðlum Sýnar og RÚV. Þar sem hún fjallaði meðal annars um trúarofbeldi innan sértrúarsöfnuða og ópíóíðafaraldursins sem hér geisar hér á landi. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár