Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Sunna Valgerðardóttir ráðin til þingflokks VG

Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir, frétta- og dag­skrár­gerð­ar­kona á RÚV, hef­ur ver­ið ráð­in til starfa hjá þing­flokki Vinstri grænna. Í til­kynn­ingu sem birt er á vef VG seg­ist Sunna hlakka til þess að tak­ast á við spenn­andi tíma í póli­tík­inni á hinum enda borðs­ins.

Sunna Valgerðardóttir ráðin til þingflokks VG
Sunna Valgerðardóttir , tekur við nýju starfi hjá þingflokki VG og kveður fjölmiðla eftir 15 ára farsælt starf á þeim vettvangi

Sunna Valgerðardóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona á RÚV, hefur verið ráðin til starfa hjá þingflokki Vinstri grænna. Í tilkynningu sem birt var á vef VG fyrir skömmu segist Sunna vera spennt fyrir starfinu. 

„Það eru ótrúlega spennandi tímar fram undan í pólitíkinni og ég hlakka til að takast á við þá hinum megin borðsins. Blaðamennskunni fylgja þau forréttindi að geta bent á það sem betur má fara og látið svo aðra um að laga. Það er ekki auðvelt að segja skilið við þann dýrmæta skóla sem hefur kennt mér svo margt, en breytingar eru af hinu góða og þessi er tímabær.”

Sunna deildi tilkynningu VG í færslu á Facebook-síðu með stuttri yfirskrift: „Áfram gakk.“ 

Sunna hefur starfað í fjölmiðlum undanfarin 15 ár og hefur sérsvið hennar verið pólitískar fréttir. Lengst af hefur Sunna starfað hjá RÚV en á ferli sínum hefur hún komið við hjá fjölmiðlum á borð við Fréttablaðið, Kjarnann, fréttastofu Stöð 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem hún sá um fréttaskýringarþáttinn Kompás. 

Sunna hefur tvisvar sinnum unnið til Blaðamannaverðlauna fyrir störf sín. Fyrst árið 2012 og síðast árið 2022. Síðast vann hún verðlaun fyrir fréttaskýringar á miðlum Sýnar og RÚV. Þar sem hún fjallaði meðal annars um trúarofbeldi innan sértrúarsöfnuða og ópíóíðafaraldursins sem hér geisar hér á landi. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár