Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sunna Valgerðardóttir ráðin til þingflokks VG

Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir, frétta- og dag­skrár­gerð­ar­kona á RÚV, hef­ur ver­ið ráð­in til starfa hjá þing­flokki Vinstri grænna. Í til­kynn­ingu sem birt er á vef VG seg­ist Sunna hlakka til þess að tak­ast á við spenn­andi tíma í póli­tík­inni á hinum enda borðs­ins.

Sunna Valgerðardóttir ráðin til þingflokks VG
Sunna Valgerðardóttir , tekur við nýju starfi hjá þingflokki VG og kveður fjölmiðla eftir 15 ára farsælt starf á þeim vettvangi

Sunna Valgerðardóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona á RÚV, hefur verið ráðin til starfa hjá þingflokki Vinstri grænna. Í tilkynningu sem birt var á vef VG fyrir skömmu segist Sunna vera spennt fyrir starfinu. 

„Það eru ótrúlega spennandi tímar fram undan í pólitíkinni og ég hlakka til að takast á við þá hinum megin borðsins. Blaðamennskunni fylgja þau forréttindi að geta bent á það sem betur má fara og látið svo aðra um að laga. Það er ekki auðvelt að segja skilið við þann dýrmæta skóla sem hefur kennt mér svo margt, en breytingar eru af hinu góða og þessi er tímabær.”

Sunna deildi tilkynningu VG í færslu á Facebook-síðu með stuttri yfirskrift: „Áfram gakk.“ 

Sunna hefur starfað í fjölmiðlum undanfarin 15 ár og hefur sérsvið hennar verið pólitískar fréttir. Lengst af hefur Sunna starfað hjá RÚV en á ferli sínum hefur hún komið við hjá fjölmiðlum á borð við Fréttablaðið, Kjarnann, fréttastofu Stöð 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem hún sá um fréttaskýringarþáttinn Kompás. 

Sunna hefur tvisvar sinnum unnið til Blaðamannaverðlauna fyrir störf sín. Fyrst árið 2012 og síðast árið 2022. Síðast vann hún verðlaun fyrir fréttaskýringar á miðlum Sýnar og RÚV. Þar sem hún fjallaði meðal annars um trúarofbeldi innan sértrúarsöfnuða og ópíóíðafaraldursins sem hér geisar hér á landi. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár