Talið er að um 4.000 úkraínskir hermenn séu enn í haldi Rússa. Sú tala er þó óstaðfest þar sem hvorki Rússland né Úkraína birta opinberar tölur um stríðsfanga. Þeir fangar sem hafa snúið til baka í fangaskiptum lýsa hörmulegum aðstæðum, víðtækum pyntingum og svelti. Stór fjöldi hefur verið dregin í gegnum kengúru-réttarhöld og verið dæmdir til áratuga fangelsisvistar – jafnvel til dauða.
Sögur af aftökum eru algengar og er helst hægt að vísa í það þegar allt að 65 stríðsfangar létust í sprengjuárás í fangabúðum í Olenivka og þegar slasaðir hermenn voru teknir af lífi þegar Rússar náðu yfir borgina Avdiivka í febrúar 2024.
Um helmingur stríðsfanga sem enn eru í haldi, koma frá borgarvörn Mariupol sem var umkringd í byrjun stríðs og hart barist um svo mánuðum skipti.
Miðaldra kreppa skilaði honum í stríð
Bretinn Shaun Pinner, er meðal þeirra sem snéri aftur heim í fangaskiptum. „Ég …
Athugasemdir (1)