Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lífið breyttist þegar ég eignaðist litla systur

Krist­ín var að dimmitera þeg­ar blaða­mað­ur náði tali af henni. Hún seg­ir að líf sitt hafi breyst mest við það að hafa eign­ast litla syst­ur, þá hafi hún lært að elska.

Lífið breyttist þegar ég eignaðist litla systur

Ég heiti Kristín og við erum á Lækjartorgi. Ég er ekki að drekka. Ég er að dimmitera. Það er rosagaman. Vinkona mín, hún Ingibjörg, fann upp á því að við myndum vera í þessum búningum, hún elskar Borat, við erum Ali G., sem er einn af karakterum Borats. Ég man samt ekki hvað leikarinn heitir í alvörunni. 

Það sem er búið að vera mér efst í huga síðustu vikur er hvernig okkur tekst að gera þennan búning. Við þurftum að lita hann, setja skeggið á okkur, vorum að plana áskoranirnar, hver eigi að gera hvað. 

Augnablikið sem breytti lífi mínu var þegar litla systir mín fæddist. Ég var búin að vera yngst svo lengi, ég og eldri systir mín, við erum 19 og 20 ára. Svo fæddist hún bara og það kenndi mér að vera góð upp á nýtt. Ég elskaði hana bara svo mikið um leið og hún fæddist. Þetta var svo fallegt augnablik. Hún er fimm ára í dag. 

„Ef ég ætti ekki þessa litlu systur væri líf mitt frekar „boring“.“

Það sem ég hef lært mest af því að vera stóra systir er þolinmæði og hvernig á að elska. Ef ég ætti ekki þessa litlu systur væri líf mitt frekar „boring“. Hún gerir svo skemmtilega hluti, ég er að kenna henni að hjóla og alls konar. Það gefur mér ástæðu til að fara út úr húsi. Ég er mikið með henni. Skólinn er reyndar svolítið stór núna, hún er minna með okkur, af því hún á engin systkini á sínum aldri þá eru ég og stóra systir mín eiginlega það eina sem hún hefur. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár