Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gefur ekkert upp um hvort skoðun hafi hafist á viðskiptum Kviku banka með breska veðlánafyrirtækið Ortus Secured Finance árið 2022. Heimildin beindi spurningu um þetta til Seðlabanka Íslands í kjölfar umfjöllunar blaðsins um þessi viðskipti síðustu vikurnar.
Fyrirtækið var meðal annars í eigu Ármanns Þorvaldssonar, forstjóra Kviku, og starfaði hann hjá því í nokkur ár eftir efnahagshrunið 2008. Kvika ákvað að kaupa meirihlutann í Ortus fyrir tveimur árum á 5,5 milljarða króna og var bókfærð viðskiptavild stór hlut kaupverðsins. Meðfjárfestar og viðskiptafélagar Ármanns til margra ára, meðal annars Örvar Kærnested og Kjartan Gunnarsson, högnuðst þá vel. Mest hagnaðist fjárfestingarfélagið Stoðir, sem hafði keypt hlutabréf Ármanns af honum árið 2018, en það seldi bréf fyrir 1.800 milljónir króna.
Í svari Seðlabanka Íslands segir orðrétt: „Sá lagarammi sem fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vinnur eftir takmarkar möguleika okkar …
Athugasemdir