Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti í dag útlistun á markmiðum flokksins sem hann myndi framkvæmda kæmist hann í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Markmiðin snúa mest að orku-, atvinnu- og samgöngumálum.
Flokkurinn er gagnrýninn á aðgerðaleysi núverandi ríkisstjórnar í málaflokkunum og segist vera tilbúinn „til framkvæmda frá fyrsta degi í nýrri ríkisstjórn – fáum við þess umboð í kosningum.“ En núverandi ríkisstjórn hóf framkvæmdir við engin jarðgöng og engar virkjanir yfir 10 MW óháð tegund.
Vilja auka ársframleiðslu á raforku um 5 TWh á 10 árum
Samfylkingin hyggst halda sig við rammaáætun hvað við kemur virkjunum. Hún vill gæta jafnvægis milli orkunýtingar og náttúruverndar með rammaáætlun og tryggja að virkjunarkostir í nýtingarflokki geti staðið undir markmiðum um orkuöflun.
Hún vill þó fjölga kostum í nýtingarflokki og flýta orkuframkvæmdum sem hafa verið samþykktar í nýtingarflokk rammaáætlunar. Samfylkingin vill auka ársframleiðslu á raforku um 5 TWh á ári á næstu 10 árum. Enn …
Athugasemdir (1)