Hraundís Guðmundsdóttir útskrifaðist sem ilmolíufræðingur árið 2007 og hóf nokkrum árum síðar að framleiða og selja íslenskar ilmkjarnaolíur. Hún er sú eina hér á landi sem framleiðir og selur slíkar olíur og segir að fólk þurfi að gæta þess að kaupa olíur sem eru náttúrulegar í stað þeirra sem framleiddar eru á rannsóknarstofum.
Að sögn Hraundísar vann hún mikið með olíuna eftir útskrift, var að nudda og hjálpa fólki varðandi ýmsa kvilla og segist hafa vitað nánast allt um olíurnar, en hana langaði gjarnan að búa þær til, sem var eitthvað sem hún kunni ekki. „Ég fann stað í Arizona og fór þangað árið 2015 til að læra að eima. Ég var svo heppin að fólkið sem kenndi mér kom svo til Íslands og hjálpaði mér með fyrstu skrefin til að koma mér af stað. Ég fór svo í framhaldsmenntun til Washington í fyrrasumar og kynntist þar miklum snillingum alls …
Athugasemdir