Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.

Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
Það tók sex sólarhringa frá því að rannsókn málsins hófst þangað til að báðir sakborningar höfðu verið úrskurðaðir í farbann. Mynd: Jóhannes Kr.

Í febrúar voru tveir menn handteknir vegna rannsóknar á grófu kynferðisbroti á konu. Annar sakborninganna er leigubílstjóri. Brotaþoli hafði verið mjög ölvuð og tekið leigubíl þar sem hún taldi sig vera örugga. Hún rankaði hins vegar við sér á ókunnugum stað úti í bæ og taldi að brotið hefði verið á sér. 

Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson fékk að fylgjast með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Afraksturinn er fyrsti þáttur nýrrar hlaðvarpsseríu á Heimildinni, Á vettvangi

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tengil hér til hliðar.

Litlar upplýsingar í upphafi

Í þættinum kynnist Jóhannes störfum deildarinnar og fylgir henni allt frá því að hún fer að leita að þeim sem grunaðir voru um aðild að kynferðisbrotinu. Í upphafi hafði lögreglan úr mjög litlu að moða vegna þess að ekki var vitað hver vettvangur glæpsins var eða um hvaða leigubíl væri að ræða.

„Það voru í rauninni engar upplýsingar, þannig að við þurfum að fikra okkur svolítið áfram og skoða myndavélar eða reyna að komast að því hvernig hún borgaði. Og það er svolítið erfitt að elta þetta og tekur mikinn tíma,“ sagði einn rannsóknarlögreglumaðurinn við Jóhannes þegar byrjað var að rannsaka málið. 

Leigubílstjórinn samvinnuþýður en lyginn

Upplýsingarnar um leigubílinn fengust með dómsúrskurði frá posafyrirtækjum en þannig var hægt að komast að því hvaða nafn væri að baki greiðslunni.

Eftir þó nokkra leit að umræddum bíl fannst hann og eigandi hans í leigubílaröðinni við Keflavík. Hann var þar handtekinn, tveimur dögum eftir meint brot. Leigubílstjórinn reyndist mjög samvinnuþýður og var tilbúinn að gefa DNA. Eftir fyrstu skýrslutöku varð þó ljóst að ræða þurfti við hann aftur.

„Hann er ekki að segja okkur satt – mögulega hefur hann ekki viljað skipta sér af þessu eða hlífa vini sínum,“ sagði lögreglan við Jóhannes að fyrri skýrslutöku lokinni.

Sá handtekni hafði nýlega eytt símanúmeri sem hann hafði verið í miklum samskiptum við. Taldi lögreglan að það væri hinn maðurinn sem hún leitaði að. 

Seinni sakborningurinn virtist ætla að flýja handtöku

Fékk Jóhannes að koma með í ómerktum lögreglubíl með tveimur rannsóknarlögreglumönnum sem leituðu að seinni grunaða manninum.

Maðurinn fannst eftir nokkra leit á mögulegum vettvangi glæpsins, en Jóhannes varð vitni að handtökunni sitjandi inni í lögreglubíl. Sá grunaði var í kjölfar handtökunnar færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu ásamt vitni.

Vitnið, félagi þess grunaða, virtist hafa verið að taka saman dót með hinum grunaða. Voru þeir að þessu þegar þeir voru handteknir. Af samtölum Jóhannesar við lögregluna má greina að lögreglan taldi að hinn grunaði hafi verið að reyna að koma sér burt þegar hann náðist. 

Stuttu síðar var farið fram á farbann yfir báðum sakborningum – bæði leigubílstjóranum og seinni manninum.

Eftir seinni handtökuna fékk Jóhannes að sjá þegar meintur vettvangur glæpsins var rannsakaður. Þar var ferðataska á rúmi þar sem greinilega hafði verið að pakka einhverju saman. Vettvangur er pínulítið herbergi og eitt klósett, en aðstæður virtust stemma alveg við lýsingu þolanda. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Vont að senda varnarlausar konur aftur í sömu stöðu
Á vettvangi

Vont að senda varn­ar­laus­ar kon­ur aft­ur í sömu stöðu

Jó­hanna Erla Guð­jóns­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans. Þar tekst hún á við myrk­ustu hlið­ar mann­lífs­ins, en seg­ist helst reið­ast yf­ir því að rek­ast á sömu vegg­ina aft­ur og aft­ur, þeg­ar úr­ræð­in eru eng­in. Til dæm­is varð­andi kon­ur sem búa á göt­unni, verða fyr­ir of­beldi og eiga sér hvergi skjól. Þrátt fyr­ir áskor­an­ir seg­ir hún starf­ið það besta í heimi.
Mæðgur á vaktinni
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.
Bráðafjölskylda á vaktinni
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.
Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár