Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.

Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
Bent á að eftirlit mætti vera meira Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, hefur meðal annars bent á að eftirlit með þeim fjármunum sem ríkið greiðir til einkaaðila fyrir heilbrigðisþjónustu mætti vera meira. Sigurður Helgi Helgason er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.

Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, segir að eftirlit Sjúkratrygginga Íslands með þeirri heilbrigðisþjónustu sem stofnunin kaupir af einkaaðilum sé „kerfisbundið“ og ítarlegt. Þetta kemur fram í svörum frá ráðherranum við spurningum Oddnýjar Harðarsdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands sem birt var á vef Alþingis um miðjan mánuðinn. 

Spurði ráðherra um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinuOddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, spurði Willum Þór Þórsson um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og eftirlit með henni.

Stóraukin einkarekstrarvæðing hefur verið í heilbrigðiskerfinu eftir að Willum Þór Þórsson tók við sem heilbrigðisráðherra og er stöðugt verið að útvista nýjum aðgerðaforum til einkaaðila. Meðal annars liðskiptaaðgerðum í fyrra og brjósklosaðgerðum. Þessari auknu einkavæðingu hefur ekki fylgt aukið eftirlit með þeim fjármunum sem fara frá ríkinu til einkaaðila. 

Orðrétt sagði Willum Þór um eftirlit Sjúkratrygginga Íslands með einkarekinni heilbrigðisþjónustu: „Sjúkratryggingar eru með kerfisbundið eftirlit með þjónustu sem veitt er samkvæmt samningum við stofnunina. Eftirlitið felst m.a. í greiningu innsendra gagna, skoðun frávika sem fram koma og yfirferð ábendinga sem berast utan frá. Eftir atvikum er málum fylgt eftir með því að óska skýringa og frekari upplýsinga frá veitendum heilbrigðisþjónustu og með heimsóknum á starfstofur. Komi í ljós frávik frá samningum eða frá viðmiðum um gagnreynda meðferð er því fylgt eftir með viðeigandi úrræðum sem lög um sjúkratryggingar skilgreina.“

„Það er fyllsta ástæða til að hafa meira eftirlit með þeirri þjónustu sem greitt er fyrir úr opinberum sjóðum á Íslandi.“
Runólfur Pálsson,
forstjóri Landspítalans

Skortur á eftirliti gagnrýndur

Einn af þeim sem hefur tjáð sig um eftirlitið með keyptri heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu almennt séð er Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Hann hefur bæði áhyggjur af því að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu geti orðið „stjórnlaus“, og kallar eftir allsherjarendurskoðun á heilbrigðisþjónustu í landinu, en bendir líka á að eftirlit með þeim peningum sem greiddir eru frá ríkinu sé ekki nægilega gott: „Það er fyllsta ástæða til að hafa meira eftirlit með þeirri þjónustu sem greitt er fyrir úr opinberum sjóðum á Íslandi.“

Heimildin hefur meðal annars greint frá því að reikningar frá einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu Klíníkinni hafi verið til skoðunar hjá Sjúkratryggingum Íslands. Í slíkum tilfellum getur verið um ofrukkanir að ræða fyrir veitta heilbrigðisþjónustu eða að rukkað sé fyrir þjónustu sem ekki var veitt með réttum hætti. Ekkert hefur frést af því hvert sú skoðun hefur leitt þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki viljað svara spurningum um málið. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Ólafsdóttir skrifaði
    Ég óttast mjög þesa einkavæðingu í heilbrigðisráðuneytinu. Það mun gerast það sama og gerist t.d. þegar fólk eins og ég eldri borgari fæ meiri niðurgreiðslur frá ríkinu, þá nýta tannlæknar það til að hækka reikningana sína.
    Það hefur angrað mig mikið. Ég þurfti að skipta um tannlækni og komin á flotta stofu í Kópavogi, þar sem sjúklindurinn fær meðhöndlun eins og verið sé slökunarmeðferð. Það eru heitir vettlingar og teppi. Heimsóknin getur tekið 1-2 klt. af því að þetta er svona færibandavinna, margir læknar koma að. Svo kemur reikningur t.d. eins og hjá mér fyrir viðgerð sem var bara tanntaka, mjög einföld án skurðhnífa, og deyfingu. En reikningurinn var fyrir tanntöku og skurðaðgerð o.fl. man ekki hvað ég held að ég hafi borgað tæp 30.000 af heildarreikningi sem var yfir 90.000.
    Vil ekki einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Eftirlit verður aldrei almennilegt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.
Lóð keypt af hjúkrunarheimilinu fyrir fimmtung af því sem hún seldist á
Viðskipti

Lóð keypt af hjúkr­un­ar­heim­il­inu fyr­ir fimmt­ung af því sem hún seld­ist á

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún var not­að til að veita dótt­ur­fé­lagi þess selj­endalán ár­ið 2014 til að kaupa lóð af því. Verð­ið sem hjúkr­un­ar­heim­il­ið seldi lóð­ina á nam ein­ung­is tæp­lega 1/5 hluta af því sem lóð­in var á end­an­um seld á ár­ið 2022. Með þessu móti mynd­að­ist hagn­að­ur­inn af sölu lóð­ar­inn­ar í öðru fé­lagi en hjúkr­un­ar­heim­il­inu.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár