Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
Umtöluð Frá árshátíð Landsvirkjunar. Mynd: Landsvirkjun

Matseðill árshátíðar Landsvirkjunar var klassískur: Lamb, þorskur, vanillupannacotta og vín með því. Engar gullhúðaðar kengúrulundir þó eða kampavín, bendir Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, á. 

Hvanndalsbræður spiluðu, Salka Sól og Jónsi í Svörtum fötum líka. Gísli Einarsson og Berglind Festival stýrðu herlegheitunum. 

Hátíðin var haldin í íþróttahúsi á Egilsstöðum og var starfsfólk af höfuðborgarsvæðinu flutt austur með farþegaþotu á föstudag og aftur til baka á sunnudag. Landsvirkjun bauð starfsfólkinu og mökum þeirra upp á það og gistingu á Egilsstöðum báðar næturnar. 

Alls stefnir í að þetta hafi kostað um 90 milljónir króna, samkvæmt svari Ragnhildar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, við fyrirspurn Heimildarinnar. Þar kemur jafnframt fram að um 430 manns hafi tekið þátt í árshátíðinni og voru 60 prósent þátttakenda starfsfólk. Því má ætla að hin 40 prósentin hafi verið makar. 

„Ísland er dýrt og við verðum bara að horfast í augu við það“
Þóra Arnórsdóttir
forstöðumaður samskipta hjá …
Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár