Matseðill árshátíðar Landsvirkjunar var klassískur: Lamb, þorskur, vanillupannacotta og vín með því. Engar gullhúðaðar kengúrulundir þó eða kampavín, bendir Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, á.
Hvanndalsbræður spiluðu, Salka Sól og Jónsi í Svörtum fötum líka. Gísli Einarsson og Berglind Festival stýrðu herlegheitunum.
Hátíðin var haldin í íþróttahúsi á Egilsstöðum og var starfsfólk af höfuðborgarsvæðinu flutt austur með farþegaþotu á föstudag og aftur til baka á sunnudag. Landsvirkjun bauð starfsfólkinu og mökum þeirra upp á það og gistingu á Egilsstöðum báðar næturnar.
Alls stefnir í að þetta hafi kostað um 90 milljónir króna, samkvæmt svari Ragnhildar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, við fyrirspurn Heimildarinnar. Þar kemur jafnframt fram að um 430 manns hafi tekið þátt í árshátíðinni og voru 60 prósent þátttakenda starfsfólk. Því má ætla að hin 40 prósentin hafi verið makar.
„Ísland er dýrt og við verðum bara að horfast í augu við það“
Athugasemdir