Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
Umtöluð Frá árshátíð Landsvirkjunar. Mynd: Landsvirkjun

Matseðill árshátíðar Landsvirkjunar var klassískur: Lamb, þorskur, vanillupannacotta og vín með því. Engar gullhúðaðar kengúrulundir þó eða kampavín, bendir Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, á. 

Hvanndalsbræður spiluðu, Salka Sól og Jónsi í Svörtum fötum líka. Gísli Einarsson og Berglind Festival stýrðu herlegheitunum. 

Hátíðin var haldin í íþróttahúsi á Egilsstöðum og var starfsfólk af höfuðborgarsvæðinu flutt austur með farþegaþotu á föstudag og aftur til baka á sunnudag. Landsvirkjun bauð starfsfólkinu og mökum þeirra upp á það og gistingu á Egilsstöðum báðar næturnar. 

Alls stefnir í að þetta hafi kostað um 90 milljónir króna, samkvæmt svari Ragnhildar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, við fyrirspurn Heimildarinnar. Þar kemur jafnframt fram að um 430 manns hafi tekið þátt í árshátíðinni og voru 60 prósent þátttakenda starfsfólk. Því má ætla að hin 40 prósentin hafi verið makar. 

„Ísland er dýrt og við verðum bara að horfast í augu við það“
Þóra Arnórsdóttir
forstöðumaður samskipta hjá …
Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár