Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
Umtöluð Frá árshátíð Landsvirkjunar. Mynd: Landsvirkjun

Matseðill árshátíðar Landsvirkjunar var klassískur: Lamb, þorskur, vanillupannacotta og vín með því. Engar gullhúðaðar kengúrulundir þó eða kampavín, bendir Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, á. 

Hvanndalsbræður spiluðu, Salka Sól og Jónsi í Svörtum fötum líka. Gísli Einarsson og Berglind Festival stýrðu herlegheitunum. 

Hátíðin var haldin í íþróttahúsi á Egilsstöðum og var starfsfólk af höfuðborgarsvæðinu flutt austur með farþegaþotu á föstudag og aftur til baka á sunnudag. Landsvirkjun bauð starfsfólkinu og mökum þeirra upp á það og gistingu á Egilsstöðum báðar næturnar. 

Alls stefnir í að þetta hafi kostað um 90 milljónir króna, samkvæmt svari Ragnhildar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, við fyrirspurn Heimildarinnar. Þar kemur jafnframt fram að um 430 manns hafi tekið þátt í árshátíðinni og voru 60 prósent þátttakenda starfsfólk. Því má ætla að hin 40 prósentin hafi verið makar. 

„Ísland er dýrt og við verðum bara að horfast í augu við það“
Þóra Arnórsdóttir
forstöðumaður samskipta hjá …
Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár