Frá því að Andri Freyr Sigurpálsson man eftir sér hefur hann langað til að vera leikari. Leiðin hans að því marki hefur ekki verið bein og hefur hann kynnst harkinu sem fylgir leiklistarbransanum. Með þrautseigju og ástríðu fyrir leiklistinni að leiðarljósi hefur Andri þó loks náð árangri í hörðum heimi leiklistarinnar.
Í október verður kvikmyndin Eftirleikir frumsýnd í bíó þar sem Andri fer með aðalhlutverkið. Myndin hefur verið í bígerð í átta ár og það hefur verið mikið þolinmæðisverk fyrir Andra að taka þátt í því framleiðsluferli.
Vinir á skjánum
Þegar Andri var lítill var pabbi hans á sjó og fjölskyldan flutti mikið. Hann missti því oft samband við vinahópa. „Þannig ég held að ég hafi sem barn leitað mjög oft í sjónvarp, kvikmyndir og þætti. Einhvern veginn svona „vini og kunnugleg andlit“ sem maður gat leitað til.“
„Eftir það fann ég það í mér að ég vil vera …
Athugasemdir