Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Þingsályktun um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið lögð fram

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um rann­sókn á Súð­ar­vík­ur­flóð­inu 1995. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa kall­að eft­ir óháðri rann­sókn á að­drag­anda og eft­ir­mál­um ham­far­anna í fjölda ára.

Þingsályktun um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið lögð fram
Fjórtán létust í Súðavík þegar snjóflóð féll á bæinn í janúar 1995. Mynd: RAX

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lagði í dag fram þingsályktunartillögu um skipun þriggja manna nefndar til að rannsaka málsatvik í tengslum við snjóflóðið sem féll á Súðavík 16. janúar 1995. 

Hljóti tillagan brautargengi yrði rannsóknarnefndinni gert að draga saman og útbúa upplýsingar um málsatvik til að varpa ljósi á ákvarðanir og verklag stjórnvalda. Á það meðal annars um hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir og upplýsingagjöf um hættu til íbúa, framkvæmd almannavarna í aðdraganda og kjölfar flóðsins og eftirfylgni stjórnvalda.

Í þingsályktuninni segir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd meti það að mikilvægt sé að hlutlæg og óháð rannsókn fari fram. En ljóst sé að ekki hafi farið fram óhlutdræg rannsókn í kjölfar snjóðflóðsins á Súðavík 1995. „Hefur það skapað tortryggni og vantraust gagnvart stjórnvöldum sem mikilvægt er að eyða. Taka þarf til rannsóknar málsatvik svo að leiða megi í ljós hvernig staðið var að ákvörðunum og verklagi stjórnvalda í tengslum við snjóflóðið í Súðavík.“

Á grundvelli slíkrar athugunar geta Alþingi og stjórnvöld metið hvort af atburðunum hafi verið dreginn lærdómur og hvort úrbóta sé þörf. Tekið er fram að nefndin hafi ekki orðið þess áskynja að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.

Ítrekuðum beiðnum um rannsókn hafði verið hafnað

Tillagan að rannsókninni er gerð í kjölfar beiðni aðstandenda þrettán þeirra sem fórust í snjóflóðinu. En þeir vilja að fram fari opinber rannsókn á bæði aðdraganda og eftirmálum flóðsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti beiðnina um skipun nefndar til að fara með rannsóknina í janúar. Síðan þá hefur málið beðið formlegrar afgreiðslu. 

Snjóflóðið sem féll á Súðavík árið 1995 varð 14 manns að bana. Þar af voru 8 börn. Stuttu eftir að flóðið féll fóru ættingjar þeirra látnu fram á að óháð opinber rannsókn yrði gerð á viðbrögðum yfirvalda við yfirvofandi hættu, misserin og dagana fyrir flóðið.

Beiðnum aðstandenda var hafnað af ráðherrum, ríkissaksóknara og umboðsmanni Alþingis allt til ársins 2005. Var það rökstutt með þeim hætti að rannsókn hefði þegar farið fram af hálfu almannavarna sem birtist 1996. 

Almannavarnir komust þar að því að ekki hefði verið hægt að forða manntjóni í flóðunum. Rannsóknin var harðlega gagnrýnd fyrir innra ósamræmi og það að sömu aðilar og borið hefðu ábyrgð væru að rýna eigin verk. Enn fremur hafði skýrsla almannavarna verið unnin með talsverðum hraða.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafði málið til umfjöllunar síðan í júní 2023. En þá sendi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra formanni þingnefndarinnar bréf þar sem hún sagðist telja að rannsóknarnefnd gæti skapað traust um niðurstöður rannsóknar á aðdraganda og eftirmálum snjóflóðanna.  

Vanræksla í aðdraganda flóðsins

Í fyrra rannsakaði Heimildin aðdraganda og eftirmál Súðavíkurflóðsins. Úr rannsókninni komu þó nokkrar vísbendingar um að yfirvöld hefðu sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda flóðsins. Til dæmis gerði hættumat á svæðinu ráð fyrir snjóflóðavarnargörðum sem aldrei risu, enn fremur hefðu mistök verið gerð þegar hættumatskort var teiknað.

Hafði þetta í för með sér að almannavarnir töldu ranglega að ekkert þeirra húsa sem lentu í flóðinu væru á hættusvæði.  Í reynd voru þrjú íbúðarhús og leikskóli inni á hættusvæðinu og fóru öll húsin undir flóðið.

Þetta er í fimmta sinn sem Alþingi skipar rannsóknarnefnd en í fyrsta skipti sem nefnd er falið að rannsaka mál sem ekki tengist falli bankanna eða aðdraganda þess með einhverjum hætti.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Súðavíkurflóðið

Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.
Almannavarnir rannsaka sjálfar sig eftir að rannsóknarnefnd var aflögð
Fréttir

Al­manna­varn­ir rann­saka sjálf­ar sig eft­ir að rann­sókn­ar­nefnd var af­lögð

Þrátt fyr­ir ít­rek­að al­manna­varn­ar­ástand á und­an­förn­um ár­um og for­dæma­laus­ar íþyngj­andi að­gerð­ir í tengsl­um við þær, lögðu stjórn­völd nið­ur nefnd sem ætl­að var að rann­saka hvernig yf­ir­völd al­manna­varna færu að í slíku ástandi. Dóms­mála­ráð­herra færði eft­ir­lit­ið yf­ir til al­manna­varna sjálfra eft­ir að hafa rök­stutt það að leggja af nefnd­ina, með þeim rök­um að hans eig­in ráðu­neyt­ið hefði aldrei gert henni kleift að sinna skyld­um sín­um.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Hættan í Súðavík skjalfest áratug fyrr af sérfræðingi Veðurstofu
ViðtalSúðavíkurflóðið

Hætt­an í Súða­vík skjalfest ára­tug fyrr af sér­fræð­ingi Veð­ur­stofu

Vinnu­gögn snjóflóða­sér­fræð­ings sem starf­aði á Veð­ur­stof­unni til 1984 sýna að snjóflóða­hætta í Súða­vík var mun meiri á því svæði sem seinna var sagt hættu­laust en fór und­ir snjóflóð ár­ið 1995. Höf­und­ur þess furð­ar sig á því að yf­ir­völd hafi sett fram hættumat, sem stang­að­ist á við þeirra eig­in gögn.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
3
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár