Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingsályktun um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið lögð fram

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um rann­sókn á Súð­ar­vík­ur­flóð­inu 1995. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa kall­að eft­ir óháðri rann­sókn á að­drag­anda og eft­ir­mál­um ham­far­anna í fjölda ára.

Þingsályktun um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið lögð fram
Fjórtán létust í Súðavík þegar snjóflóð féll á bæinn í janúar 1995. Mynd: RAX

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lagði í dag fram þingsályktunartillögu um skipun þriggja manna nefndar til að rannsaka málsatvik í tengslum við snjóflóðið sem féll á Súðavík 16. janúar 1995. 

Hljóti tillagan brautargengi yrði rannsóknarnefndinni gert að draga saman og útbúa upplýsingar um málsatvik til að varpa ljósi á ákvarðanir og verklag stjórnvalda. Á það meðal annars um hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir og upplýsingagjöf um hættu til íbúa, framkvæmd almannavarna í aðdraganda og kjölfar flóðsins og eftirfylgni stjórnvalda.

Í þingsályktuninni segir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd meti það að mikilvægt sé að hlutlæg og óháð rannsókn fari fram. En ljóst sé að ekki hafi farið fram óhlutdræg rannsókn í kjölfar snjóðflóðsins á Súðavík 1995. „Hefur það skapað tortryggni og vantraust gagnvart stjórnvöldum sem mikilvægt er að eyða. Taka þarf til rannsóknar málsatvik svo að leiða megi í ljós hvernig staðið var að ákvörðunum og verklagi stjórnvalda í tengslum við snjóflóðið í Súðavík.“

Á grundvelli slíkrar athugunar geta Alþingi og stjórnvöld metið hvort af atburðunum hafi verið dreginn lærdómur og hvort úrbóta sé þörf. Tekið er fram að nefndin hafi ekki orðið þess áskynja að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.

Ítrekuðum beiðnum um rannsókn hafði verið hafnað

Tillagan að rannsókninni er gerð í kjölfar beiðni aðstandenda þrettán þeirra sem fórust í snjóflóðinu. En þeir vilja að fram fari opinber rannsókn á bæði aðdraganda og eftirmálum flóðsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti beiðnina um skipun nefndar til að fara með rannsóknina í janúar. Síðan þá hefur málið beðið formlegrar afgreiðslu. 

Snjóflóðið sem féll á Súðavík árið 1995 varð 14 manns að bana. Þar af voru 8 börn. Stuttu eftir að flóðið féll fóru ættingjar þeirra látnu fram á að óháð opinber rannsókn yrði gerð á viðbrögðum yfirvalda við yfirvofandi hættu, misserin og dagana fyrir flóðið.

Beiðnum aðstandenda var hafnað af ráðherrum, ríkissaksóknara og umboðsmanni Alþingis allt til ársins 2005. Var það rökstutt með þeim hætti að rannsókn hefði þegar farið fram af hálfu almannavarna sem birtist 1996. 

Almannavarnir komust þar að því að ekki hefði verið hægt að forða manntjóni í flóðunum. Rannsóknin var harðlega gagnrýnd fyrir innra ósamræmi og það að sömu aðilar og borið hefðu ábyrgð væru að rýna eigin verk. Enn fremur hafði skýrsla almannavarna verið unnin með talsverðum hraða.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafði málið til umfjöllunar síðan í júní 2023. En þá sendi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra formanni þingnefndarinnar bréf þar sem hún sagðist telja að rannsóknarnefnd gæti skapað traust um niðurstöður rannsóknar á aðdraganda og eftirmálum snjóflóðanna.  

Vanræksla í aðdraganda flóðsins

Í fyrra rannsakaði Heimildin aðdraganda og eftirmál Súðavíkurflóðsins. Úr rannsókninni komu þó nokkrar vísbendingar um að yfirvöld hefðu sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda flóðsins. Til dæmis gerði hættumat á svæðinu ráð fyrir snjóflóðavarnargörðum sem aldrei risu, enn fremur hefðu mistök verið gerð þegar hættumatskort var teiknað.

Hafði þetta í för með sér að almannavarnir töldu ranglega að ekkert þeirra húsa sem lentu í flóðinu væru á hættusvæði.  Í reynd voru þrjú íbúðarhús og leikskóli inni á hættusvæðinu og fóru öll húsin undir flóðið.

Þetta er í fimmta sinn sem Alþingi skipar rannsóknarnefnd en í fyrsta skipti sem nefnd er falið að rannsaka mál sem ekki tengist falli bankanna eða aðdraganda þess með einhverjum hætti.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Súðavíkurflóðið

Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.
Almannavarnir rannsaka sjálfar sig eftir að rannsóknarnefnd var aflögð
Fréttir

Al­manna­varn­ir rann­saka sjálf­ar sig eft­ir að rann­sókn­ar­nefnd var af­lögð

Þrátt fyr­ir ít­rek­að al­manna­varn­ar­ástand á und­an­förn­um ár­um og for­dæma­laus­ar íþyngj­andi að­gerð­ir í tengsl­um við þær, lögðu stjórn­völd nið­ur nefnd sem ætl­að var að rann­saka hvernig yf­ir­völd al­manna­varna færu að í slíku ástandi. Dóms­mála­ráð­herra færði eft­ir­lit­ið yf­ir til al­manna­varna sjálfra eft­ir að hafa rök­stutt það að leggja af nefnd­ina, með þeim rök­um að hans eig­in ráðu­neyt­ið hefði aldrei gert henni kleift að sinna skyld­um sín­um.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Hættan í Súðavík skjalfest áratug fyrr af sérfræðingi Veðurstofu
ViðtalSúðavíkurflóðið

Hætt­an í Súða­vík skjalfest ára­tug fyrr af sér­fræð­ingi Veð­ur­stofu

Vinnu­gögn snjóflóða­sér­fræð­ings sem starf­aði á Veð­ur­stof­unni til 1984 sýna að snjóflóða­hætta í Súða­vík var mun meiri á því svæði sem seinna var sagt hættu­laust en fór und­ir snjóflóð ár­ið 1995. Höf­und­ur þess furð­ar sig á því að yf­ir­völd hafi sett fram hættumat, sem stang­að­ist á við þeirra eig­in gögn.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár