Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skrifstofa Alþingis mun framkvæma greiningu á niðurstöðu dómsins

Skrif­stofa Al­þing­is mun fram­kvæma grein­ingu á úr­skurði Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Nið­ur­staða dóms­ins var að ís­lenska rík­ið hef­ið brot­ið mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu í al­þing­is­kosn­ing­un­um 2021. „Við hljót­um að þurfa að líta í eig­in barm og velta því fyr­ir okk­ur hvernig það hefði ver­ið hægt að koma í veg fyr­ir þau brot sem voru fram­in,“ seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata.

Skrifstofa Alþingis mun framkvæma greiningu á niðurstöðu dómsins
Stjórnarandstaðan ræddi um æskileg viðbrögð Alþingis við úrskurði MDE á þingi í dag.

Áður en hefðbundin dagskrá hófst á þingfundi í dag fóru nokkrir þingmenn í pontu og ræddu niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í dagskrárliði um fundarstjórn forseta Alþingis.

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst í morgun að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu í alþingiskosningunum 2021. Var það í kjölfar endurtalningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Það var samhljóma álit Mannréttindadómstólsins að ríkið hafi brotið á rétti til frjálsra kosninga og rétti til skilvirks úrræðis. 

Kristún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að formenn þingflokkanna hefðu unnið með Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, að endurskoðun á stjórnarskránni. „Þar sem meðal annars var verið að skoða breytingar sem sneru að því að geta skotið ákvörðun Alþingis um gildi kosninga til Hæstaréttar.“ Hún velti upp þeirri spurningu hvort að sú vinna myndi halda áfram og hvort að þær breytingar myndu ná í gegn áður en þing yrði rofið fyrir næstu kosningar. 

Þórunn Sveinbjarnardóttirhvatti þingheim til að taka niðurstöðuna alvarlega

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst taka málið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á morgun. „Þarna er bent á mjög alvarleg atriði sem löggjafanum ber að taka á.“ Hún hvatti þingheim til að taka niðurstöðuna alvarlega og „fara í það að breyta þeim lögum sem nauðsynlegt er að breyta og breyta ákvæðum stjórnarskrár.“ 

Í kjölfar ræðu Þórunnar tjáði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, þingmönnum að hann hafi óskað eftir því að skrifstofa Alþingis framkvæmi greiningu á dómnum. 

Hljótum að þurfa að líta í eigin barm

Logi Einarssonvelti upp þeirri spurningu hverjar pólitísku afleiðingarnar yrðu af þessu máli.

„Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er skýr, íslensk lög tryggja ekki réttinn til frjálsra kosninga, grundvallarforsendu lýðræðisins,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann sagði það fortakslausa skyldu þingmanna að bæta úr þessu broti. Bæta þyrfti úr því „með breytingum á kosningalögum og stjórnarskrá. Um þetta hljótum við öll að vera sammála og það er brýnt að klára þetta helst í vor,“ sagði Logi. Hann velti upp þeirri spurningu hverjar pólitísku afleiðingarnar yrðu af þessu máli. 

Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Loga. „Við hljótum að þurfa að líta í eigin barm og velta því fyrir okkur hvernig það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau brot sem voru framin þegar í rauninni kjörbréfanefnd ákvað og Alþingi ákvað að staðfesta eigið hæfi, staðfesta eigin kjörbréf. Ég sé ekki að við getum hlaupist undan þeirri ábyrgð.“ 

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði í sinni ræðu að það þyrfti eftirlit með kosningunum á Íslandi „og það er ekkert til að skammast okkar fyrir.“ Sagði hann Pírata hafa beðið „um að hingað kæmi Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu og hefði eftirlit með þessum kosningum. Það hefði betur verið gert vegna þess að þá hefðum við hlutlausa fagmenn til þess að skera úr um hvað hefði misfarist í þessum kosningum frekar en okkur sem, hversu góð sem við teljum okkur vera, erum ekki hlutlaus í þessu máli.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu